Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er ekki hægt að tvöfalda lyftikraft flugvélavængs með því að tvöfalda flapa að framan?

Jens Bjarnason og Tryggvi Þorgeirsson

Gert er ráð fyrir að spurt sé hvort tvöfalda megi lyftikraft flugvélarvængs með flöpum sem tvöfalda yfirborð vængjarins. Það ætti að vera mögulegt, en þó ekki hagkvæmasta leiðin.

Búnaður til að auka lyftigetu vængja er gjarnan notaður þegar fljúga þarf flugvél á tiltölulega lágum hraða, einkum við flugtak eða lendingu. Aukinni lyftigetu er oftast náð með einum eða fleiri af eftirfarandi möguleikum: Notkun flapa við afturbrún vængs, notkun flapa við frambrún vængs (eins og hér er spurt um) og myndun raufa milli aðalvængs og flapa.

Flapar eru eins konar framlenging vængjanna og þjóna því meginhlutverki að stækka yfirborð þeirra og auka þannig lyftigetuna. Þeir veita einnig töluvert viðnám vegna stærðar sinnar og hjálpa þannig til við að hægja á flugvélinni. Þegar flaparnir renna út myndast oft raufar milli þeirra og vængjanna. Þær eru hannaðar þannig að loftið sem streymir um þær hefur bætandi áhrif á heildarloftstraum um vænginn og eykur þannig lyftikraft hans.

Á algengum farþegaþotum má til dæmis ná fram tvöföldun á lyftigetu vængs með hinum þremur fyrrnefndu aðferðum, það er notkun flapa að framan og aftan og myndun raufa. Með því móti þarf yfirborð vængsins ekki að tvöfaldast og er algengt að það stækki um 30-40%. Það er því ljóst að ná má tvöföldun lyftigetu með mun minni fyrirhöfn og tilkostnaði heldur en að tvöfalda vængyfirborð eins og hér er spurt um. Slíkt er mögulegt en líklega ekki hagkvæmt.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Höfundar

flugvélaverkfræðingur hjá Flugleiðum

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.8.2000

Spyrjandi

Guðmundur G. Halldórsson

Tilvísun

Jens Bjarnason og Tryggvi Þorgeirsson. „Er ekki hægt að tvöfalda lyftikraft flugvélavængs með því að tvöfalda flapa að framan?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=814.

Jens Bjarnason og Tryggvi Þorgeirsson. (2000, 17. ágúst). Er ekki hægt að tvöfalda lyftikraft flugvélavængs með því að tvöfalda flapa að framan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=814

Jens Bjarnason og Tryggvi Þorgeirsson. „Er ekki hægt að tvöfalda lyftikraft flugvélavængs með því að tvöfalda flapa að framan?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=814>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er ekki hægt að tvöfalda lyftikraft flugvélavængs með því að tvöfalda flapa að framan?
Gert er ráð fyrir að spurt sé hvort tvöfalda megi lyftikraft flugvélarvængs með flöpum sem tvöfalda yfirborð vængjarins. Það ætti að vera mögulegt, en þó ekki hagkvæmasta leiðin.

Búnaður til að auka lyftigetu vængja er gjarnan notaður þegar fljúga þarf flugvél á tiltölulega lágum hraða, einkum við flugtak eða lendingu. Aukinni lyftigetu er oftast náð með einum eða fleiri af eftirfarandi möguleikum: Notkun flapa við afturbrún vængs, notkun flapa við frambrún vængs (eins og hér er spurt um) og myndun raufa milli aðalvængs og flapa.

Flapar eru eins konar framlenging vængjanna og þjóna því meginhlutverki að stækka yfirborð þeirra og auka þannig lyftigetuna. Þeir veita einnig töluvert viðnám vegna stærðar sinnar og hjálpa þannig til við að hægja á flugvélinni. Þegar flaparnir renna út myndast oft raufar milli þeirra og vængjanna. Þær eru hannaðar þannig að loftið sem streymir um þær hefur bætandi áhrif á heildarloftstraum um vænginn og eykur þannig lyftikraft hans.

Á algengum farþegaþotum má til dæmis ná fram tvöföldun á lyftigetu vængs með hinum þremur fyrrnefndu aðferðum, það er notkun flapa að framan og aftan og myndun raufa. Með því móti þarf yfirborð vængsins ekki að tvöfaldast og er algengt að það stækki um 30-40%. Það er því ljóst að ná má tvöföldun lyftigetu með mun minni fyrirhöfn og tilkostnaði heldur en að tvöfalda vængyfirborð eins og hér er spurt um. Slíkt er mögulegt en líklega ekki hagkvæmt.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:...