Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna ráðast kettir ekki á hunda?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Eftir að hafa lesið svar ykkar um fjandskap hunda og katta, vaknar spurningin: Hvers vegna eru það þá bara hundarnir sem ráðast á kettina en ekki öfugt? Eða með öðrum orðum - Hvers vegna ráðast kettir ekki á hunda?

Sjálfsagt er skýringin sú að hundar eru gjarnan miklu stærri en kettir og því meira ógnandi. En það er alls ekki algilt og vissulega eru dæmi um að kettir ráðist á hunda þótt venjulega sé það á hinn veginn.

Svo eru ótal dæmi um að kattardýr af öðrum tegundum en hinn dæmigerði heimilisköttur (Felis catus), ráðist á hunda. Þessi kattardýr eru þá venjulega stærri en hundarnir. Í Kaliforníu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna er til dæmis vel þekkt að fjallaljón (Puma concolor) ráðist á hunda. Á stöðum þar sem tígrisdýr (Panthera tigris) finnast, svo sem á Indlandi og í Rússlandi, er vel þekkt að þau drepi hunda ef þeir verða á vegi þeirra.

Kettir ráðast gegn öðrum köttum af ýmsum ástæðum, en sjaldnar gegn hundum. Sjálfsagt ræður stærð þar miklu máli.

En svo má líkja spyrja sig af hverju rándýr leitast við að losa sig við önnur rándýr? Er það fyrst og fremst til að eyða samkeppni? Slíkt atferli á ekki aðeins við um dýr af mismunandi tegundum og ekki er óalgengt að fullorðin rándýr hreki í burtu eða drepi dýr af sömu tegund við ákveðnar aðstæður.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.6.2021

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna ráðast kettir ekki á hunda?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2021, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81440.

Jón Már Halldórsson. (2021, 10. júní). Hvers vegna ráðast kettir ekki á hunda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81440

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna ráðast kettir ekki á hunda?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2021. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81440>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna ráðast kettir ekki á hunda?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Eftir að hafa lesið svar ykkar um fjandskap hunda og katta, vaknar spurningin: Hvers vegna eru það þá bara hundarnir sem ráðast á kettina en ekki öfugt? Eða með öðrum orðum - Hvers vegna ráðast kettir ekki á hunda?

Sjálfsagt er skýringin sú að hundar eru gjarnan miklu stærri en kettir og því meira ógnandi. En það er alls ekki algilt og vissulega eru dæmi um að kettir ráðist á hunda þótt venjulega sé það á hinn veginn.

Svo eru ótal dæmi um að kattardýr af öðrum tegundum en hinn dæmigerði heimilisköttur (Felis catus), ráðist á hunda. Þessi kattardýr eru þá venjulega stærri en hundarnir. Í Kaliforníu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna er til dæmis vel þekkt að fjallaljón (Puma concolor) ráðist á hunda. Á stöðum þar sem tígrisdýr (Panthera tigris) finnast, svo sem á Indlandi og í Rússlandi, er vel þekkt að þau drepi hunda ef þeir verða á vegi þeirra.

Kettir ráðast gegn öðrum köttum af ýmsum ástæðum, en sjaldnar gegn hundum. Sjálfsagt ræður stærð þar miklu máli.

En svo má líkja spyrja sig af hverju rándýr leitast við að losa sig við önnur rándýr? Er það fyrst og fremst til að eyða samkeppni? Slíkt atferli á ekki aðeins við um dýr af mismunandi tegundum og ekki er óalgengt að fullorðin rándýr hreki í burtu eða drepi dýr af sömu tegund við ákveðnar aðstæður.

Mynd: