Sólin Sólin Rís 07:08 • sest 20:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:07 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:17 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík

Ef hundurinn minn yrði ástfanginn af ketti, gætu þau þá eignast afkvæmi saman, og hvað yrði það kallað?

Jón Már Halldórsson

Það er vel þekkt að hundar og kettir sem deila húsnæði og alast upp saman geta orðið ágætis vinir, ef svo má að orði komast. Þó svo ólíklega vildi til að vináttan þróaðist í eitthvað meira, þá er útilokað að slíkt bæri einhvern „ávöxt“, skyldleiki dýrategundanna er nefnilega alltof lítill.

Litningatala tegundanna er til að mynda ekki hin sama, kettir hafa 19 litningapör (2n = 38 litninga) en hundar hafa 39 litningapör (2n = 78 litninga). Það er því algjörlega útilokað að þessar tegundir geti átt afkvæmi saman og því er óþarfi að skálda upp nafn á afkvæmi kattar og hunds.

Hundar og kettir geta ekki átt afkvæmi saman og myndin hér er þess vegna aðeins til gamans gerð.

Þess má geta að aðskilnaður milli hinna tveggja megingreina rándýra, hunddýra og kattardýra, varð fyrir um 42 milljónum ára síðan. Eftir þessa aðgreiningu hefur orðið mögnuð tegundaútgeislun og hafa komið fram mörg af glæsilegustu núlifandi dýrum jarðar, svo sem hvalir, stórkettir og bjarndýr.

Mynd:

Einn lesandi þessa svars, Birgit Þórðardóttir, stakk upp á í gamni að afkvæmi kattar og hunds gæti kallast höttur!

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.1.2013

Spyrjandi

Linda Björk Sveinbjörnssdóttir, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Ef hundurinn minn yrði ástfanginn af ketti, gætu þau þá eignast afkvæmi saman, og hvað yrði það kallað?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2013. Sótt 26. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=63759.

Jón Már Halldórsson. (2013, 15. janúar). Ef hundurinn minn yrði ástfanginn af ketti, gætu þau þá eignast afkvæmi saman, og hvað yrði það kallað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63759

Jón Már Halldórsson. „Ef hundurinn minn yrði ástfanginn af ketti, gætu þau þá eignast afkvæmi saman, og hvað yrði það kallað?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2013. Vefsíða. 26. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63759>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef hundurinn minn yrði ástfanginn af ketti, gætu þau þá eignast afkvæmi saman, og hvað yrði það kallað?
Það er vel þekkt að hundar og kettir sem deila húsnæði og alast upp saman geta orðið ágætis vinir, ef svo má að orði komast. Þó svo ólíklega vildi til að vináttan þróaðist í eitthvað meira, þá er útilokað að slíkt bæri einhvern „ávöxt“, skyldleiki dýrategundanna er nefnilega alltof lítill.

Litningatala tegundanna er til að mynda ekki hin sama, kettir hafa 19 litningapör (2n = 38 litninga) en hundar hafa 39 litningapör (2n = 78 litninga). Það er því algjörlega útilokað að þessar tegundir geti átt afkvæmi saman og því er óþarfi að skálda upp nafn á afkvæmi kattar og hunds.

Hundar og kettir geta ekki átt afkvæmi saman og myndin hér er þess vegna aðeins til gamans gerð.

Þess má geta að aðskilnaður milli hinna tveggja megingreina rándýra, hunddýra og kattardýra, varð fyrir um 42 milljónum ára síðan. Eftir þessa aðgreiningu hefur orðið mögnuð tegundaútgeislun og hafa komið fram mörg af glæsilegustu núlifandi dýrum jarðar, svo sem hvalir, stórkettir og bjarndýr.

Mynd:

Einn lesandi þessa svars, Birgit Þórðardóttir, stakk upp á í gamni að afkvæmi kattar og hunds gæti kallast höttur!

...