Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta hundar og kettir átt afkvæmi saman?

JMH

Nei, hundar og kettir geta ekki átt saman afkvæmi, ekki einu sinni þó allt færi í "hund og kött" eins og sagt er. Þó hundar (Canis familiaris) og kettir (Felis catus) séu bæði rándýr (Carnivore) eru þau alltof fjarskyld til að æxlun og frjóvgun í kjölfar hennar sé möguleg.



Köttum og hundum getur verið vel til vina en engar líkur eru þó á því að slík vinátta leiði til þess að nýjar tegundir líti dagsins ljós.

Engar erfðafræðilegar forsendur eru fyrir því að þessi dýr geti eignast saman afkvæmi. Þau hafa ekki sama fjölda litninga. Hundar hafa 38 litningapör (2n=76 litninga) en kettir hafa 19 litningapör (2n=38 litninga). Erfðaefni kynfruma þeirra gæti því aldrei parast saman og myndað frjóvgað egg.

Nánar má lesa um tegundablöndun á Vísindavefnum í svörum við spurningunum: Geta tveir einstaklingar af ólíkum tegundum eignast afkvæmi saman? og Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wrongturn.org

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.1.2008

Spyrjandi

Bryndís Bergþórsdóttir
Alap Limp

Tilvísun

JMH. „Geta hundar og kettir átt afkvæmi saman?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2008, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7037.

JMH. (2008, 29. janúar). Geta hundar og kettir átt afkvæmi saman? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7037

JMH. „Geta hundar og kettir átt afkvæmi saman?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2008. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7037>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta hundar og kettir átt afkvæmi saman?
Nei, hundar og kettir geta ekki átt saman afkvæmi, ekki einu sinni þó allt færi í "hund og kött" eins og sagt er. Þó hundar (Canis familiaris) og kettir (Felis catus) séu bæði rándýr (Carnivore) eru þau alltof fjarskyld til að æxlun og frjóvgun í kjölfar hennar sé möguleg.



Köttum og hundum getur verið vel til vina en engar líkur eru þó á því að slík vinátta leiði til þess að nýjar tegundir líti dagsins ljós.

Engar erfðafræðilegar forsendur eru fyrir því að þessi dýr geti eignast saman afkvæmi. Þau hafa ekki sama fjölda litninga. Hundar hafa 38 litningapör (2n=76 litninga) en kettir hafa 19 litningapör (2n=38 litninga). Erfðaefni kynfruma þeirra gæti því aldrei parast saman og myndað frjóvgað egg.

Nánar má lesa um tegundablöndun á Vísindavefnum í svörum við spurningunum: Geta tveir einstaklingar af ólíkum tegundum eignast afkvæmi saman? og Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wrongturn.org...