Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða skefjar eru þetta í orðinu skefjalaust?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvaða skefjar er átt við þegar eitthvað er skefjalaust og af hverju er orðið aðeins haft í fleirtölu?

Orðið skefjar er fleirtöluorð eins og ýmis önnur, til dæmis refjar (vilja mat sinn og engar refjar). Skefjar merkir ‘hörð meðferð; (fast) aðhald, takmörkun; rifrildi; móðganir, áleitni; léleg slægja eða slægjuland, einkum í sams. eins og útskefjar’ samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:834).

Talað er um að menn skuli halda sér í skefjum þegar menn ættu að reyna að hafa taumhald á sér. Í eldra máli þekktist einnig að hafa sig í skefjum í merkingunni ‘deila, þrátta’ og hafa einhvern í skefjum í merkingunni ‘áreita einhvern’.

Skefjar er fleirtöluorð og merkir til dæmis 'hörð meðferð, rifrildi, móðganir, áleitni'. Talað er um að menn skuli halda sér í skefjum þegar menn ættu að reyna að hafa taumhald á sér.

Lýsingarorðið skefjalaus merkir ‘takmarkalaus, hóflaus’ og í eldra máli finnst lýsingarorðið skefinn í merkingunni ‘áleitinn, ófriðsamur’.

Heimild:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók, Reykjavík. Bókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar (arnastofnun.is).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.5.2021

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða skefjar eru þetta í orðinu skefjalaust?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2021. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81461.

Guðrún Kvaran. (2021, 10. maí). Hvaða skefjar eru þetta í orðinu skefjalaust? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81461

Guðrún Kvaran. „Hvaða skefjar eru þetta í orðinu skefjalaust?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2021. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81461>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða skefjar eru þetta í orðinu skefjalaust?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvaða skefjar er átt við þegar eitthvað er skefjalaust og af hverju er orðið aðeins haft í fleirtölu?

Orðið skefjar er fleirtöluorð eins og ýmis önnur, til dæmis refjar (vilja mat sinn og engar refjar). Skefjar merkir ‘hörð meðferð; (fast) aðhald, takmörkun; rifrildi; móðganir, áleitni; léleg slægja eða slægjuland, einkum í sams. eins og útskefjar’ samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:834).

Talað er um að menn skuli halda sér í skefjum þegar menn ættu að reyna að hafa taumhald á sér. Í eldra máli þekktist einnig að hafa sig í skefjum í merkingunni ‘deila, þrátta’ og hafa einhvern í skefjum í merkingunni ‘áreita einhvern’.

Skefjar er fleirtöluorð og merkir til dæmis 'hörð meðferð, rifrildi, móðganir, áleitni'. Talað er um að menn skuli halda sér í skefjum þegar menn ættu að reyna að hafa taumhald á sér.

Lýsingarorðið skefjalaus merkir ‘takmarkalaus, hóflaus’ og í eldra máli finnst lýsingarorðið skefinn í merkingunni ‘áleitinn, ófriðsamur’.

Heimild:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók, Reykjavík. Bókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar (arnastofnun.is).

Mynd:...