Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Er til fólk með rafsegulóþol?

Jónína Guðjónsdóttir

Rafsegulóþoli, eða ofurnæmi fyrir rafsegulsviði (e. electromagnetic hypersensitivity) hefur verið lýst, meðal annars af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) á síðunni Radiation and health.

Einkenni rafsegulóþols eru ósértæk, mismunandi milli einstaklinga og ekki hefur tekist að finna á þeim læknisfræðilegar skýringar. Samkvæmt WHO er sjúkdómsgreiningin rafsegulóþol ekki til.

Á vef WHO er einnig notað heitið Idiopathic Environmental Intolerance, sem hægt væri að þýða á íslensku sem 'sjálfvakið umhverfisóþol', um einkenni sem fólk finnur fyrir og tengir mismunandi þáttum í umhverfi sínu án þess að tekist hafi að sýna fram á samhengi á milli einkennanna og þess sem talið er valda þeim.

Sjúkdómsgreiningin rafsegulóþol er ekki til. Hugtakið 'sjálfvakið umhverfisóþol' hefur einnig verið notað um sama fyrirbæri en með því er átt við einkenni sem fólk finnur fyrir og tengir mismunandi þáttum í umhverfi sínu án þess að tekist hafi að sýna fram á samhengi á milli einkennanna og þess sem talið er valda þeim.

WHO beinir þeim tilmælum til lækna að leggja áherslu á meðhöndlun einkenna einstaklinga, frekar en að beina sjónum að styrk rafsegulsviðs í umhverfi þeirra. Niðurstöður rannsókna hafa bent til þess að oft sé líklegra að önnur atriði í umhverfinu valdi einkennunum sem um ræðir; heilsufarsvandamál þar sem fólk vinnur við tölvur geta til dæmis verið tengd lýsingu, loftræstingu, vinnuaðstöðu, vinnuálagi og áhyggjum.

Til þessa hefur ekki tekist að sýna fram á það með vísindalegum aðferðum að rafsegulsvið valdi rafsegulóþoli.

Ítarefni:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Sæl. Ég bý í sama húsi og kona sem segist vera með óþol fyrir þráðlausu neti (Wi-Fi), hún segist verða fyrir minnistapi, hjartsláttaróreglu, og hún sofi ekki fyrir bylgjum. Getur þráðlaust net haft svona mikil áhrif á fólk? Hún segist vera við dauðans dyr ef við slökkvum ekki á netinu á nóttunni? Vonandi fæ ég svar frá ykkur.

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

27.5.2021

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Er til fólk með rafsegulóþol?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2021. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=81879.

Jónína Guðjónsdóttir. (2021, 27. maí). Er til fólk með rafsegulóþol? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81879

Jónína Guðjónsdóttir. „Er til fólk með rafsegulóþol?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2021. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81879>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til fólk með rafsegulóþol?
Rafsegulóþoli, eða ofurnæmi fyrir rafsegulsviði (e. electromagnetic hypersensitivity) hefur verið lýst, meðal annars af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) á síðunni Radiation and health.

Einkenni rafsegulóþols eru ósértæk, mismunandi milli einstaklinga og ekki hefur tekist að finna á þeim læknisfræðilegar skýringar. Samkvæmt WHO er sjúkdómsgreiningin rafsegulóþol ekki til.

Á vef WHO er einnig notað heitið Idiopathic Environmental Intolerance, sem hægt væri að þýða á íslensku sem 'sjálfvakið umhverfisóþol', um einkenni sem fólk finnur fyrir og tengir mismunandi þáttum í umhverfi sínu án þess að tekist hafi að sýna fram á samhengi á milli einkennanna og þess sem talið er valda þeim.

Sjúkdómsgreiningin rafsegulóþol er ekki til. Hugtakið 'sjálfvakið umhverfisóþol' hefur einnig verið notað um sama fyrirbæri en með því er átt við einkenni sem fólk finnur fyrir og tengir mismunandi þáttum í umhverfi sínu án þess að tekist hafi að sýna fram á samhengi á milli einkennanna og þess sem talið er valda þeim.

WHO beinir þeim tilmælum til lækna að leggja áherslu á meðhöndlun einkenna einstaklinga, frekar en að beina sjónum að styrk rafsegulsviðs í umhverfi þeirra. Niðurstöður rannsókna hafa bent til þess að oft sé líklegra að önnur atriði í umhverfinu valdi einkennunum sem um ræðir; heilsufarsvandamál þar sem fólk vinnur við tölvur geta til dæmis verið tengd lýsingu, loftræstingu, vinnuaðstöðu, vinnuálagi og áhyggjum.

Til þessa hefur ekki tekist að sýna fram á það með vísindalegum aðferðum að rafsegulsvið valdi rafsegulóþoli.

Ítarefni:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Sæl. Ég bý í sama húsi og kona sem segist vera með óþol fyrir þráðlausu neti (Wi-Fi), hún segist verða fyrir minnistapi, hjartsláttaróreglu, og hún sofi ekki fyrir bylgjum. Getur þráðlaust net haft svona mikil áhrif á fólk? Hún segist vera við dauðans dyr ef við slökkvum ekki á netinu á nóttunni? Vonandi fæ ég svar frá ykkur.
...