Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa rafbylgjur áhrif á heilsu manna?

Jónína Guðjónsdóttir

Spurningin hljóðar svo í fullri lengd:
Hafa rafbylgjur áhrif á heilsu manna? Er satt að börn sem búa nálægt rafstöðvum fái frekar hvítblæði en önnur börn?

Um þetta efni er fjallað í svari Þorgeirs Sigurðssonar frá 2004 við spurningunni: Hversu nálægt háspennulínum er talið óhætt að búa?

Eins og þar kemur fram eru bæði rafsvið og segulsvið umhverfis rafmagnsmannvirki, en þau myndast líka í kringum rafmagnslagnir og raftæki á heimilum. Þessi svið eru breytileg í tíma og sveiflast með tíðni sem ræðst af uppruna þeirra. Við framleiðslu og notkun rafmagns er tíðnin oftast 50-60 Hz og flokkast þessi svið sem lágtíðnisvið[1].

Rafsvið og segulsvið eru umhverfis rafmagnsmannvirki og það sama á við um rafmagnslagnir og raftæki á heimilum. Í nýjasta áliti vísindamanna frá vísindanefnd Evrópusambandsins er fullyrt að ekki hafi tekist að sýna fram á með tilraunum að segulsviðið valdi aukinni tíðni hvítblæðis.

Segulsvið dofnar hratt með fjarlægð en til dæmis byggingarefni hafa lítil áhrif á það, öfugt við rafsvið sem auðvelt er að verjast[2]. Meðal annars þess vegna beinast augu manna frekar að mögulegri skaðsemi segulsviðs en rafsviðs umhverfis rafmagnsmannvirki.

Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa tengt aukna tíðni hvítblæðis hjá börnum við langtímabúsetu í segulsviði (>0,3 µT) af þeirri tíðni sem myndast í raforkumannvirkjum. Enn vantar þó lífeðlisfræðilegar skýringar á því hvernig lágtíðnisegulsvið eins og þetta gæti valdið hvítblæði. Sérfræðingar Alþjóðaráðs um varnir gegn ójónandi geislun (ICNIRP)[3] og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)[4] telja að samspil valbjögunar, einhverrar samþáttunar og tilviljunar gæti skýrt þessar niðurstöður.

Nýjasta álit vísindamanna í þessum efnum er frá vísindanefnd Evrópusambandsins um nýgreinda og vaxandi heilbrigðisáhættu (SCENIHR). Þar er fullyrt að hvorki hafi tekist að skýra þessa auknu tíðni né sýna fram á með tilraunum að segulsviðið sé í raun það sem veldur. Frekari rannsókna sé því þörf til að sanna eða afsanna samhengi milli búsetu í lágtíðnisegulsviði og aukinnar tíðni hvítblæðis[5].

Tilvísanir:
  1. ^ ICNIRP - Low Frequency (1 Hz-100 kHz). (Sótt 20.03.2016)
  2. ^ ICNIRP - Power Lines: Low Frequency. (Sótt 20.03.2016).
  3. ^ ICNIRP Guidelines for Limiting Exposure to Time-Varying Electric and Magnetic Fields (1 Hz – 100 kHz). Birt í Health Physics 99(6):818-836;2010. (Sótt 07.04.2016).
  4. ^ World Health Organization. Environmental Health Criteria 238. Extremely low frequency (ELF) fields. Geneva: World Health Organization; 2007a.
  5. ^ Scientific Committee on Emerging and Newly Identified Health Risks (SCENIHR). 2015. Opinion on Potential Health Effects of Exposure to Electromagnetic Fields (EMF). Luxemburg, European Commission.

Mynd:

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

8.4.2016

Síðast uppfært

25.9.2019

Spyrjandi

Guðrún Eydís Arnarsdóttir

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Hafa rafbylgjur áhrif á heilsu manna?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2016, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71674.

Jónína Guðjónsdóttir. (2016, 8. apríl). Hafa rafbylgjur áhrif á heilsu manna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71674

Jónína Guðjónsdóttir. „Hafa rafbylgjur áhrif á heilsu manna?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2016. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71674>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa rafbylgjur áhrif á heilsu manna?
Spurningin hljóðar svo í fullri lengd:

Hafa rafbylgjur áhrif á heilsu manna? Er satt að börn sem búa nálægt rafstöðvum fái frekar hvítblæði en önnur börn?

Um þetta efni er fjallað í svari Þorgeirs Sigurðssonar frá 2004 við spurningunni: Hversu nálægt háspennulínum er talið óhætt að búa?

Eins og þar kemur fram eru bæði rafsvið og segulsvið umhverfis rafmagnsmannvirki, en þau myndast líka í kringum rafmagnslagnir og raftæki á heimilum. Þessi svið eru breytileg í tíma og sveiflast með tíðni sem ræðst af uppruna þeirra. Við framleiðslu og notkun rafmagns er tíðnin oftast 50-60 Hz og flokkast þessi svið sem lágtíðnisvið[1].

Rafsvið og segulsvið eru umhverfis rafmagnsmannvirki og það sama á við um rafmagnslagnir og raftæki á heimilum. Í nýjasta áliti vísindamanna frá vísindanefnd Evrópusambandsins er fullyrt að ekki hafi tekist að sýna fram á með tilraunum að segulsviðið valdi aukinni tíðni hvítblæðis.

Segulsvið dofnar hratt með fjarlægð en til dæmis byggingarefni hafa lítil áhrif á það, öfugt við rafsvið sem auðvelt er að verjast[2]. Meðal annars þess vegna beinast augu manna frekar að mögulegri skaðsemi segulsviðs en rafsviðs umhverfis rafmagnsmannvirki.

Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa tengt aukna tíðni hvítblæðis hjá börnum við langtímabúsetu í segulsviði (>0,3 µT) af þeirri tíðni sem myndast í raforkumannvirkjum. Enn vantar þó lífeðlisfræðilegar skýringar á því hvernig lágtíðnisegulsvið eins og þetta gæti valdið hvítblæði. Sérfræðingar Alþjóðaráðs um varnir gegn ójónandi geislun (ICNIRP)[3] og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)[4] telja að samspil valbjögunar, einhverrar samþáttunar og tilviljunar gæti skýrt þessar niðurstöður.

Nýjasta álit vísindamanna í þessum efnum er frá vísindanefnd Evrópusambandsins um nýgreinda og vaxandi heilbrigðisáhættu (SCENIHR). Þar er fullyrt að hvorki hafi tekist að skýra þessa auknu tíðni né sýna fram á með tilraunum að segulsviðið sé í raun það sem veldur. Frekari rannsókna sé því þörf til að sanna eða afsanna samhengi milli búsetu í lágtíðnisegulsviði og aukinnar tíðni hvítblæðis[5].

Tilvísanir:
  1. ^ ICNIRP - Low Frequency (1 Hz-100 kHz). (Sótt 20.03.2016)
  2. ^ ICNIRP - Power Lines: Low Frequency. (Sótt 20.03.2016).
  3. ^ ICNIRP Guidelines for Limiting Exposure to Time-Varying Electric and Magnetic Fields (1 Hz – 100 kHz). Birt í Health Physics 99(6):818-836;2010. (Sótt 07.04.2016).
  4. ^ World Health Organization. Environmental Health Criteria 238. Extremely low frequency (ELF) fields. Geneva: World Health Organization; 2007a.
  5. ^ Scientific Committee on Emerging and Newly Identified Health Risks (SCENIHR). 2015. Opinion on Potential Health Effects of Exposure to Electromagnetic Fields (EMF). Luxemburg, European Commission.

Mynd:

...