Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Getur þráðlausa netið mitt skaðað nágranna mína?

Jónína Guðjónsdóttir

Í svari við spurningunni Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus? kemur meðal annars fram að svo lengi sem geislun sé innan viðmiðunarmarka sem mælt er með í löggjöf Evrópusambandsins séu engin greinanleg skaðleg áhrif á heilsu. Þar kemur líka fram að styrkur geislunar frá þráðlausum netsendum er yfirleitt á bilinu 0,002% til 2% af hámarki samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunarmörkum.

Geislun innan viðmiðunarmarka sem mælt er með í löggjöf Evrópusambandsins hefur engin greinanleg skaðleg áhrif á heilsu fólks. Styrkur geislunar frá þráðlausum netsendum er yfirleitt á bilinu 0,002% til 2% af hámarki samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunarmörkum.

Við þetta má bæta að styrkur rafsegulgeislunar minnkar hratt með fjarlægð, eða í hlutfalli við fjarlægðina í öðru veldi. Þetta þýðir að í 2 metra fjarlægð frá sendi (til dæmis netbeini) er styrkur rafsegulsviðs aðeins fjórðungur þess sem hann er í 1 metra fjarlægð. Styrkurinn minnkar síðan enn meira ef eitthvað annað en loft er í veginum, eins og til dæmis steyptir veggir.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Sæl. Ég bý í sama húsi og kona sem segist vera með óþol fyrir þráðlausu neti (Wi-Fi), hún segist verða fyrir minnistapi, hjartsláttaróreglu, og hún sofi ekki fyrir bylgjum. Getur þráðlaust net haft svona mikil áhrif á fólk? Hún segist vera við dauðans dyr ef við slökkvum ekki á netinu á nóttunni? Vonandi fæ ég svar frá ykkur.

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

27.5.2021

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Getur þráðlausa netið mitt skaðað nágranna mína?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2021. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81878.

Jónína Guðjónsdóttir. (2021, 27. maí). Getur þráðlausa netið mitt skaðað nágranna mína? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81878

Jónína Guðjónsdóttir. „Getur þráðlausa netið mitt skaðað nágranna mína?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2021. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81878>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur þráðlausa netið mitt skaðað nágranna mína?
Í svari við spurningunni Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus? kemur meðal annars fram að svo lengi sem geislun sé innan viðmiðunarmarka sem mælt er með í löggjöf Evrópusambandsins séu engin greinanleg skaðleg áhrif á heilsu. Þar kemur líka fram að styrkur geislunar frá þráðlausum netsendum er yfirleitt á bilinu 0,002% til 2% af hámarki samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunarmörkum.

Geislun innan viðmiðunarmarka sem mælt er með í löggjöf Evrópusambandsins hefur engin greinanleg skaðleg áhrif á heilsu fólks. Styrkur geislunar frá þráðlausum netsendum er yfirleitt á bilinu 0,002% til 2% af hámarki samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunarmörkum.

Við þetta má bæta að styrkur rafsegulgeislunar minnkar hratt með fjarlægð, eða í hlutfalli við fjarlægðina í öðru veldi. Þetta þýðir að í 2 metra fjarlægð frá sendi (til dæmis netbeini) er styrkur rafsegulsviðs aðeins fjórðungur þess sem hann er í 1 metra fjarlægð. Styrkurinn minnkar síðan enn meira ef eitthvað annað en loft er í veginum, eins og til dæmis steyptir veggir.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Sæl. Ég bý í sama húsi og kona sem segist vera með óþol fyrir þráðlausu neti (Wi-Fi), hún segist verða fyrir minnistapi, hjartsláttaróreglu, og hún sofi ekki fyrir bylgjum. Getur þráðlaust net haft svona mikil áhrif á fólk? Hún segist vera við dauðans dyr ef við slökkvum ekki á netinu á nóttunni? Vonandi fæ ég svar frá ykkur.
...