Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar á Íslandi finnast landsniglar með skel?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin var:

Vitið þið hvar er hægt að finna landsnigla með skel eins og garðabobba?

Nokkrar tegundir landsnigla með skel eða kuðung finnast á Íslandi, en sniglafánan hérlendis er ekki mjög fjölbreytt. Líklega eru ástæðurnar fyrir því að landið er einangrað, kalkskortur í jarðvegi og svalt loftslag.

Um garðabobba (Cornu aspersum), sem var sérstaklega nefndur í spurningunni, er það að segja að ekki er vitað til þess að hann hafi náð að festa sig í sessi hér á landi. Hann hefur fundist nokkrum sinnum hérlendis að sumarlagi og þá borist hingað á þeim árstíma en líklega ekki lifað veturinn af. Á vef Náttúrufræðistofnunar er hins vegar bent á að þar sem garðabobbi berst hingað nokkuð auðveldlega með varningi er ekki ólíklegt að hann nái fótfestu í görðum á höfuðborgarsvæðinu með hagstæðara veðurfari og mildari vetrum.

Hvannabobbi (Vitrina pellucida).

Algengasti og útbreiddasti landsnigillinn hér á landi er hvannabobbi (Vitrina pellucida) en hann finnst á láglendi um allt land og einnig víða á miðhálendinu. Hann sækir í raka og heldur sig til dæmis undir þéttum gróðri, í blómstóðum, í skógarbotnum, á lækjarbökkum en einnig í görðum. Hann sést helst í gróðursverði, undir steinum, trjálurkum og öðru lauslegu.

Mýrarbobbi (Oxyloma elegans) er önnur algeng sniglategund á Íslandi en hann hefur fundist á láglendi allt umhverfis landið. Eins og nafnið gefur til kynna finnst mýrarbobbi í bleytu, í mýrum, blautum mosavöxnum klettum þar sem vatn vætlar um og við vatnsborð á bökkum linda og dýja. Hann dveldur þó sjaldnast ofan í vatni.

Af öðrum tegundum má nefna lyngbobba (Arianta arbustorum) sem lengi vel var fyrst og fremst bundinn við Austurland þar sem hann er einna algengastur í skóglendi, birkiskógum og lerkiskógum, en finnst einnig í gróðurríku mólendi. Á síðustu áratugum hefur tegundin þó dreift sér víðar og til að mynda fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi. Þar er hann einkum í gróðurríku óræktarlandi og gróskumiklum húsagörðum.

Lyngbobbi (Arianta arbustorum).

Nokkrar aðrar tegundir finnast víða á láglendi svo sem geislabobbi (Nesovitrea hammonis) sem finnst í þurrlendi ýmiskonar, gjarnan raklendu graslendi, mólendi og í botnum birkiskóga. Einnig breiðbobbi (Oxychilus draparnaudi) en hann hefur aðallega fundist á höfuðborgarsvæðinu í húsagörðum, undir laufi, steinum og lausum hlutum á rökum stöðum og laukbobbi (Oxychilus alliarius) sem fundist hefur á láglendi um allt land, meira þó á sunnanverðu landinu. Hann er algengastur í manngerðu umhverfi, í húsagörðum, kringum gróðurhús, í laufi á jörðinni, undir steinum, spýtum og öðru lauslegu. Þessar þrjár tegundir eru allar innan ættar laukbobba (Oxychilidae).

Þessi umfjöllun er ekki tæmandi um landsnigla á Íslandi. Áhugasömum er bent á að skoða vef Náttúrufræðistofnunar en þar er að finna ítarlegri lista og nánari umfjöllun um einstakar tegundir. Einnig má benda á greinina Íslenskir landkuðungar eftir Árna Einarsson sem birtist í Náttúrufræðingnum (1977, 47(2): 65-128). Stuðst var við báðar þessar heimildir við gerð þessa svars.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.10.2021

Spyrjandi

Bergdís Freyja

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar á Íslandi finnast landsniglar með skel?“ Vísindavefurinn, 21. október 2021, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81909.

Jón Már Halldórsson. (2021, 21. október). Hvar á Íslandi finnast landsniglar með skel? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81909

Jón Már Halldórsson. „Hvar á Íslandi finnast landsniglar með skel?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2021. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81909>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar á Íslandi finnast landsniglar með skel?
Upprunalega spurningin var:

Vitið þið hvar er hægt að finna landsnigla með skel eins og garðabobba?

Nokkrar tegundir landsnigla með skel eða kuðung finnast á Íslandi, en sniglafánan hérlendis er ekki mjög fjölbreytt. Líklega eru ástæðurnar fyrir því að landið er einangrað, kalkskortur í jarðvegi og svalt loftslag.

Um garðabobba (Cornu aspersum), sem var sérstaklega nefndur í spurningunni, er það að segja að ekki er vitað til þess að hann hafi náð að festa sig í sessi hér á landi. Hann hefur fundist nokkrum sinnum hérlendis að sumarlagi og þá borist hingað á þeim árstíma en líklega ekki lifað veturinn af. Á vef Náttúrufræðistofnunar er hins vegar bent á að þar sem garðabobbi berst hingað nokkuð auðveldlega með varningi er ekki ólíklegt að hann nái fótfestu í görðum á höfuðborgarsvæðinu með hagstæðara veðurfari og mildari vetrum.

Hvannabobbi (Vitrina pellucida).

Algengasti og útbreiddasti landsnigillinn hér á landi er hvannabobbi (Vitrina pellucida) en hann finnst á láglendi um allt land og einnig víða á miðhálendinu. Hann sækir í raka og heldur sig til dæmis undir þéttum gróðri, í blómstóðum, í skógarbotnum, á lækjarbökkum en einnig í görðum. Hann sést helst í gróðursverði, undir steinum, trjálurkum og öðru lauslegu.

Mýrarbobbi (Oxyloma elegans) er önnur algeng sniglategund á Íslandi en hann hefur fundist á láglendi allt umhverfis landið. Eins og nafnið gefur til kynna finnst mýrarbobbi í bleytu, í mýrum, blautum mosavöxnum klettum þar sem vatn vætlar um og við vatnsborð á bökkum linda og dýja. Hann dveldur þó sjaldnast ofan í vatni.

Af öðrum tegundum má nefna lyngbobba (Arianta arbustorum) sem lengi vel var fyrst og fremst bundinn við Austurland þar sem hann er einna algengastur í skóglendi, birkiskógum og lerkiskógum, en finnst einnig í gróðurríku mólendi. Á síðustu áratugum hefur tegundin þó dreift sér víðar og til að mynda fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi. Þar er hann einkum í gróðurríku óræktarlandi og gróskumiklum húsagörðum.

Lyngbobbi (Arianta arbustorum).

Nokkrar aðrar tegundir finnast víða á láglendi svo sem geislabobbi (Nesovitrea hammonis) sem finnst í þurrlendi ýmiskonar, gjarnan raklendu graslendi, mólendi og í botnum birkiskóga. Einnig breiðbobbi (Oxychilus draparnaudi) en hann hefur aðallega fundist á höfuðborgarsvæðinu í húsagörðum, undir laufi, steinum og lausum hlutum á rökum stöðum og laukbobbi (Oxychilus alliarius) sem fundist hefur á láglendi um allt land, meira þó á sunnanverðu landinu. Hann er algengastur í manngerðu umhverfi, í húsagörðum, kringum gróðurhús, í laufi á jörðinni, undir steinum, spýtum og öðru lauslegu. Þessar þrjár tegundir eru allar innan ættar laukbobba (Oxychilidae).

Þessi umfjöllun er ekki tæmandi um landsnigla á Íslandi. Áhugasömum er bent á að skoða vef Náttúrufræðistofnunar en þar er að finna ítarlegri lista og nánari umfjöllun um einstakar tegundir. Einnig má benda á greinina Íslenskir landkuðungar eftir Árna Einarsson sem birtist í Náttúrufræðingnum (1977, 47(2): 65-128). Stuðst var við báðar þessar heimildir við gerð þessa svars.

Myndir:...