Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?

Nanna Kristjánsdóttir

Svonefnt Sæunnarsund var mikið þrekvirki sem unnið var af kú nokkurri sem synti yfir Önundarfjörð á flótta undan örlögum sínum. Forsaga uppákomunnar er sú að árið 1987 þurfti bóndi á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði að fækka gripum sínum vegna nýrra laga um gripakvóta. Hann þurfti því að slátra einni af kúnum á bænum, og varð rauðdumbótt kýr kölluð Harpa fyrir valinu. Bónda þótti mikil synd að þurfa að slátra Hörpu, enda var hún fullfrísk og mesta öndvegisskepna.

Harpa var flutt til Flateyrar þann 13. október þar sem hún átti stefnumót við slátrarann. Ætla má að kusa hafi fundið á sér að ekki var allt með felldu, því hún sleit sig lausa við sláturhúsdyrnar og stökk í sjóinn á flótta. Hún byrjaði að synda yfir Önundarfjörð þveran, rúmlega tveggja kílómetra leið, og var komin í land hinum megin við fjörðinn um klukkutíma síðar.

Sækýrin Sæunn ásamt Sigríði Magnúsdóttur, bónda á Kirkjubóli.

Guðmundur Steinar Björgmundsson og Sigríður Magnúsdóttir, bændur á Kirkjubóli í Valþjófsdal sem er hinum megin við Önundarfjörð, voru látin vita af stöðu mála og fylgdust með sundi Hörpu yfir fjörðinn. Þau áttu ekki von á að hún myndi hafa sundið af, og var því óvænt ánægja að hún skilaði sér í land. Hjónin á Kirkjubóli ákváðu að verðlauna henni þrautseigjuna með því að taka hana að sér í stað þess að senda hana aftur til slátrarans. Harpa hóf þannig nýtt líf á Kirkjubóli undir nýju nafni og var nú nefnd Sæunn, með tilvísun í sjósundið mikla.

Sæunn dafnaði vel á nýja heimilinu eftir að hafa bjargað eigin lífi með sundinu. Hún byrjaði að mjólka nokkrum dögum síðar, og eignaðist kvígu á sjómannadaginn 1988, aðeins átta mánuðum eftir sundið. Það þýðir að hún hefur verið kelfd þegar hún flúði undan slátraranum. Sæunn lifði í 6 vetur til viðbótar á Kirkjubóli, en var felld árið 1993. Hún var þá heygð í sjávarkambinum þar sem hún kom í land, og hefur hann síðan verið kallaður Sæunnarhaugur.

Sæunn synti frá Flateyri yfir að Kirkjubóli hinum megin við Önundarfjörð. Sæunnarhaugur, þar sem Sæunn var heygð árið 1993, er merktur á myndina.

Í Önundarfirði er árlega haldið svokallað Sæunnarsund í lok sumars, en þá er sama leið synt og Sæunn fór forðum, frá Flateyrarodda og í Valþjófsdal. Sundið er rúmir tveir kílómetrar og tekur hrausta manneskju um 40 mínútur.

Fleiri dæmi eru til um sundafrek búfénaðar hér á landi. Til dæmis má nefna ána Særósu sem synti rúmlega eins og hálfs kílómetra leið yfir Seyðisfjörð í mótvindi og fimbulkulda í desember 2011.

Heimildir:
  • Gagnlegar upplýsingar. Landssamband kúabænda, síðast uppfærð 17. mars 2020. (Sótt 2. júlí 2021.)
  • „Sundafrek kýrinnar í Önundarfirði: Ekki send til baka fyrst hún vildi endilega koma.“ Morgunblaðið, 16. október 1987, 2.
  • „Sæunn bar á sjómannadaginn.“ Morgunblaðið, 7. júní 1988, 2.
  • „Sæunnarsund.“ Bæjarins besta, 29. ágúst 2019. (Sótt 12. júlí 2021.)
  • „Ærin Særós synti rúma 1,5 km þvert yfir Seyðisfjörð.“ Bændablaðið, 19. janúar 2012, 8.

Myndir:
  • Eiríkur Finnur Greipsson. Sækýrin á Kirkjubóli. Myndin birtist í Morgunblaðinu 16. október 1987. (Sótt 12. júlí 2021.)
  • Landmælingar Íslands. Kortasjá. (Sótt 12. júlí 2021.)

Höfundur

Útgáfudagur

27.8.2021

Síðast uppfært

13.10.2021

Spyrjandi

Tómas Helgi Svavarsson

Tilvísun

Nanna Kristjánsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2021, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82028.

Nanna Kristjánsdóttir. (2021, 27. ágúst). Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82028

Nanna Kristjánsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2021. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82028>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?
Svonefnt Sæunnarsund var mikið þrekvirki sem unnið var af kú nokkurri sem synti yfir Önundarfjörð á flótta undan örlögum sínum. Forsaga uppákomunnar er sú að árið 1987 þurfti bóndi á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði að fækka gripum sínum vegna nýrra laga um gripakvóta. Hann þurfti því að slátra einni af kúnum á bænum, og varð rauðdumbótt kýr kölluð Harpa fyrir valinu. Bónda þótti mikil synd að þurfa að slátra Hörpu, enda var hún fullfrísk og mesta öndvegisskepna.

Harpa var flutt til Flateyrar þann 13. október þar sem hún átti stefnumót við slátrarann. Ætla má að kusa hafi fundið á sér að ekki var allt með felldu, því hún sleit sig lausa við sláturhúsdyrnar og stökk í sjóinn á flótta. Hún byrjaði að synda yfir Önundarfjörð þveran, rúmlega tveggja kílómetra leið, og var komin í land hinum megin við fjörðinn um klukkutíma síðar.

Sækýrin Sæunn ásamt Sigríði Magnúsdóttur, bónda á Kirkjubóli.

Guðmundur Steinar Björgmundsson og Sigríður Magnúsdóttir, bændur á Kirkjubóli í Valþjófsdal sem er hinum megin við Önundarfjörð, voru látin vita af stöðu mála og fylgdust með sundi Hörpu yfir fjörðinn. Þau áttu ekki von á að hún myndi hafa sundið af, og var því óvænt ánægja að hún skilaði sér í land. Hjónin á Kirkjubóli ákváðu að verðlauna henni þrautseigjuna með því að taka hana að sér í stað þess að senda hana aftur til slátrarans. Harpa hóf þannig nýtt líf á Kirkjubóli undir nýju nafni og var nú nefnd Sæunn, með tilvísun í sjósundið mikla.

Sæunn dafnaði vel á nýja heimilinu eftir að hafa bjargað eigin lífi með sundinu. Hún byrjaði að mjólka nokkrum dögum síðar, og eignaðist kvígu á sjómannadaginn 1988, aðeins átta mánuðum eftir sundið. Það þýðir að hún hefur verið kelfd þegar hún flúði undan slátraranum. Sæunn lifði í 6 vetur til viðbótar á Kirkjubóli, en var felld árið 1993. Hún var þá heygð í sjávarkambinum þar sem hún kom í land, og hefur hann síðan verið kallaður Sæunnarhaugur.

Sæunn synti frá Flateyri yfir að Kirkjubóli hinum megin við Önundarfjörð. Sæunnarhaugur, þar sem Sæunn var heygð árið 1993, er merktur á myndina.

Í Önundarfirði er árlega haldið svokallað Sæunnarsund í lok sumars, en þá er sama leið synt og Sæunn fór forðum, frá Flateyrarodda og í Valþjófsdal. Sundið er rúmir tveir kílómetrar og tekur hrausta manneskju um 40 mínútur.

Fleiri dæmi eru til um sundafrek búfénaðar hér á landi. Til dæmis má nefna ána Særósu sem synti rúmlega eins og hálfs kílómetra leið yfir Seyðisfjörð í mótvindi og fimbulkulda í desember 2011.

Heimildir:
  • Gagnlegar upplýsingar. Landssamband kúabænda, síðast uppfærð 17. mars 2020. (Sótt 2. júlí 2021.)
  • „Sundafrek kýrinnar í Önundarfirði: Ekki send til baka fyrst hún vildi endilega koma.“ Morgunblaðið, 16. október 1987, 2.
  • „Sæunn bar á sjómannadaginn.“ Morgunblaðið, 7. júní 1988, 2.
  • „Sæunnarsund.“ Bæjarins besta, 29. ágúst 2019. (Sótt 12. júlí 2021.)
  • „Ærin Særós synti rúma 1,5 km þvert yfir Seyðisfjörð.“ Bændablaðið, 19. janúar 2012, 8.

Myndir:
  • Eiríkur Finnur Greipsson. Sækýrin á Kirkjubóli. Myndin birtist í Morgunblaðinu 16. október 1987. (Sótt 12. júlí 2021.)
  • Landmælingar Íslands. Kortasjá. (Sótt 12. júlí 2021.)

...