Sólin Sólin Rís 09:59 • sest 17:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:19 • Sest 11:34 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:02 • Síðdegis: 18:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:21 • Síðdegis: 24:23 í Reykjavík

Er til íslenskt heiti fyrir íkornann fox squirrel?

Jón Már Halldórsson

Íslenska heitið á íkornanum sem á ensku nefnist fox squirrel (Sciurus niger) er refíkorni. Þetta er norður-amerísk tegund af sama meiði og hinn kunni rauðíkorni (Sciurus vulgaris) sem er algengasta íkornategundin í Evrópu og gráíkorninn (Sciurus carolinensis) sem algengur er Norður-Ameríku en einnig sums staðar í Evrópu. Óvanir eiga það til að rugla þessum tegundum saman en refíkorni er þó marktækt stærri.

Íkornar af tegundinni Sciurus niger kallast fox squirrel á ensku en refíkornar á íslensku.

Íkornar eru allar tegundir innan ættarinnar Sciuridae sem er svo aftur hluti af stórum flokki spendýra sem nefnist nagdýr (Rodentia). Til eru fjölmargar tegundir íkorna sem dýrafræðingar hafa greint niður í tvær undirættir. Þær eru jarð- og trjáíkornar (Sciurinae) og flugíkornar (Petauristinae). Tegundir þessara ætta finnast á öllum meginlöndum nema í Ástralíu, sem löngum hefur skorið sig úr hvað varðar dýrafánu.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.11.2021

Spyrjandi

Kolbeinn Þorsteinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er til íslenskt heiti fyrir íkornann fox squirrel?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2021. Sótt 4. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=82072.

Jón Már Halldórsson. (2021, 1. nóvember). Er til íslenskt heiti fyrir íkornann fox squirrel? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82072

Jón Már Halldórsson. „Er til íslenskt heiti fyrir íkornann fox squirrel?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2021. Vefsíða. 4. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82072>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til íslenskt heiti fyrir íkornann fox squirrel?
Íslenska heitið á íkornanum sem á ensku nefnist fox squirrel (Sciurus niger) er refíkorni. Þetta er norður-amerísk tegund af sama meiði og hinn kunni rauðíkorni (Sciurus vulgaris) sem er algengasta íkornategundin í Evrópu og gráíkorninn (Sciurus carolinensis) sem algengur er Norður-Ameríku en einnig sums staðar í Evrópu. Óvanir eiga það til að rugla þessum tegundum saman en refíkorni er þó marktækt stærri.

Íkornar af tegundinni Sciurus niger kallast fox squirrel á ensku en refíkornar á íslensku.

Íkornar eru allar tegundir innan ættarinnar Sciuridae sem er svo aftur hluti af stórum flokki spendýra sem nefnist nagdýr (Rodentia). Til eru fjölmargar tegundir íkorna sem dýrafræðingar hafa greint niður í tvær undirættir. Þær eru jarð- og trjáíkornar (Sciurinae) og flugíkornar (Petauristinae). Tegundir þessara ætta finnast á öllum meginlöndum nema í Ástralíu, sem löngum hefur skorið sig úr hvað varðar dýrafánu.

Heimild og mynd:...