Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins grautur?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hver er uppruni orðsins „grautur“? Tengist það á einhvern hátt flæmska orðinu „gruit“?

Orðið grautur kemur fyrir í málinu þegar í fornum heimildum. Það þekkist vel í grannmálunum, í færeysku greytur, nýnorsku graut, sænsku gröt, dönsku grød < *grauti-, eiginlega ‘e-ð mulið, kornótt jukk’ samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:273). Það er af germönsku rótinni *greut- (indóevrópsku rótinni *ghreu-d-) ‘mylja’, til dæmis í miðháþýsku vergriezen ‘mylja í smátt’, fornensku gréat ‘stórkornóttur, stór’, fornháþýsku grōz ‘grófur, sver, stór’.

Í þýskri orðsifjabók Wolfgangs Pfeifer (2000:486) er undir flettunni Grütze ‘afhýdd, grófmöluð korn; grautur úr slíkum kornum’ bent á fornnorræna orðið grautur af germönsku *grutja-.

Orðið grautur kemur fyrir í málinu þegar í fornum heimildum.

Gruit sem einnig var spurt um mun vera blanda af jurtum til að bragðbæta og kydda bjór við bjórgerð áður en farið var að nota humal í stórum stíl. Orðið var og er enn eitthvað notað í Belgíu, Hollandi og vestasta hluta Þýsklands. Tengsl við orðið grautur eru ekki nefnd í þeim orðsifjabókum sem nefndar voru.

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðabókin er einnig aðgengileg á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (malid.is).
  • Wolfgang Pfeifer. 2000. Etymologisches Wörterbuch der deutschen Sprache. 5. útgáfa í vasabókarbroti. Deutsche Taschenbuch Verlag, München.
  • Mynd: Bowl of porridge with spoon.jpg. Höfundur myndar: Keypunch. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. (Sótt 30.9.2021).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.10.2021

Spyrjandi

Zophonías

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins grautur?“ Vísindavefurinn, 13. október 2021, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82122.

Guðrún Kvaran. (2021, 13. október). Hver er uppruni orðsins grautur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82122

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins grautur?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2021. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82122>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins grautur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hver er uppruni orðsins „grautur“? Tengist það á einhvern hátt flæmska orðinu „gruit“?

Orðið grautur kemur fyrir í málinu þegar í fornum heimildum. Það þekkist vel í grannmálunum, í færeysku greytur, nýnorsku graut, sænsku gröt, dönsku grød < *grauti-, eiginlega ‘e-ð mulið, kornótt jukk’ samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:273). Það er af germönsku rótinni *greut- (indóevrópsku rótinni *ghreu-d-) ‘mylja’, til dæmis í miðháþýsku vergriezen ‘mylja í smátt’, fornensku gréat ‘stórkornóttur, stór’, fornháþýsku grōz ‘grófur, sver, stór’.

Í þýskri orðsifjabók Wolfgangs Pfeifer (2000:486) er undir flettunni Grütze ‘afhýdd, grófmöluð korn; grautur úr slíkum kornum’ bent á fornnorræna orðið grautur af germönsku *grutja-.

Orðið grautur kemur fyrir í málinu þegar í fornum heimildum.

Gruit sem einnig var spurt um mun vera blanda af jurtum til að bragðbæta og kydda bjór við bjórgerð áður en farið var að nota humal í stórum stíl. Orðið var og er enn eitthvað notað í Belgíu, Hollandi og vestasta hluta Þýsklands. Tengsl við orðið grautur eru ekki nefnd í þeim orðsifjabókum sem nefndar voru.

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðabókin er einnig aðgengileg á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (malid.is).
  • Wolfgang Pfeifer. 2000. Etymologisches Wörterbuch der deutschen Sprache. 5. útgáfa í vasabókarbroti. Deutsche Taschenbuch Verlag, München.
  • Mynd: Bowl of porridge with spoon.jpg. Höfundur myndar: Keypunch. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. (Sótt 30.9.2021).

...