Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í fljótu bragði má svara spurningunni hvort hafragrautur sé hollur játandi. Helstu hráefni sem notuð eru í hafragraut eru vatn, sem er lífsnauðsynlegt næringarefni og haframjöl (eða hafraflögur), sem er meðal annars uppspretta flókinna kolvetna og trefja, auk ýmissa vítamína og steinefna.
Hafrar.
Einn helsti kostur hafra er hversu ríkir þeir eru af vatnsleysanlegum trefjum sem hafa margvísleg heilnæm áhrif á líkamann. Meðal annars stuðla þær að lækkun blóðkólesteróls, en hátt kólesteról í blóði er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.
Vatnsleysanlegar trefjar virðast einnig stuðla að lækkuðu blóðsykursvari eftir máltíð og eru þannig taldar geta átt þátt í að sporna við hinum alvarlegu áhrifum sykursýki.
Oft er bætt matarsalti í hafragraut, en það er líklega helsti ókostur hans út frá hollustusjónarmiðum. Mikil saltneysla er talin stuðla að háþrýstingi og bjúgmyndun ásamt fleiri einkennum. Þessi ókostur er þó léttvægur samanborið við áðurnefnda kosti hafragrauts þar sem saltmagnið er tiltölulega lítið í flestum uppskriftum, en til að hámarka hollustuna er auðvitað hægt að sleppa því að bæta salti út á grautinn eða nota minna magn. Eins er hægt að nota heldur heilsu- eða sjávarsalt sem inniheldur fleiri steinefni en venjulegt matarsalt og hefur minni neikvæð áhrif á blóðþrýsting.
Rúsínur eru stundum notaðar í hafragraut og mjólk er yfirleitt sett út á grautinn þegar hann er framreiddur, hvort tveggja eru næringarrík matvæli og stuðla að frekari hollustu grautsins. Það er því rík ástæða til að mæla með neyslu hafragrauts sem er einfaldur, hollur og ódýr réttur.
Myndir:
Björn Sigurður Gunnarsson. „Er hafragrautur hollur?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2003, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3241.
Björn Sigurður Gunnarsson. (2003, 14. mars). Er hafragrautur hollur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3241
Björn Sigurður Gunnarsson. „Er hafragrautur hollur?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2003. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3241>.