Sólin Sólin Rís 05:16 • sest 21:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:27 • Sest 13:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:38 • Síðdegis: 21:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:31 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 05:16 • sest 21:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:27 • Sest 13:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:38 • Síðdegis: 21:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:31 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er líklegast að sprengigos verði á Íslandi?

JGÞ

Sprengigos eru eldgos sem einkennast af mikilli gosgufu og gosmöl. Þau stafa aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting. Um sprengigos er fjallað ýtarlega í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi? og bendum við lesendum á það svar.

Til að svara spurningunni hvar á Íslandi sé líklegast að sprengigos verði, er einfaldast að birta kort sem sýnir eldstöðvakerfi á Íslandi þar sem sprengigos eru ríkjandi eða verulegur þáttur.

Eldstöðvakerfi þar sem sprengigos eru ríkjandi eða verulegur þáttur eru merkt með rauðum lit. Önnur eldstöðvakerfi eru gráleit og megineldstöðvar eru dökkrauðar. Bókstafirnir tákna: A: Askja; B: Bárðarbunga; E: Eyjafjallajökull; G: Grímsvötn; H: Hekla; K: Katla, Kv: Kverkfjöll; S: Snæfellsjökull; T: Torfajökull; Ö: Öræfajökull.

Mörg eldstöðvakerfin þar sem sprengigos eru ríkjandi liggja að hluta undir jökli eða í sjó.

Kort:
  • Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason). Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan.

Mynd:
  • Yfirlitsmynd: Evgenia Ilyinskaya. Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 26.06.2025). Myndin sýnir gjóskuríkan gosfasa í Eyjafjallajökli 17. apríl 2010. Dökki hluti gosmakkarins er mjög gjóskuríkur og myndast í sprengivirkni í toppgígnum. Ljósi hluti gosmakkarins er vatnsríkur og myndast vegna jökulbráðnunar umhverfis gosopið.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.8.2025

Spyrjandi

Guðlaugur Steingrímsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvar er líklegast að sprengigos verði á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2025, sótt 14. ágúst 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=82534.

JGÞ. (2025, 12. ágúst). Hvar er líklegast að sprengigos verði á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82534

JGÞ. „Hvar er líklegast að sprengigos verði á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2025. Vefsíða. 14. ágú. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82534>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er líklegast að sprengigos verði á Íslandi?
Sprengigos eru eldgos sem einkennast af mikilli gosgufu og gosmöl. Þau stafa aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting. Um sprengigos er fjallað ýtarlega í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi? og bendum við lesendum á það svar.

Til að svara spurningunni hvar á Íslandi sé líklegast að sprengigos verði, er einfaldast að birta kort sem sýnir eldstöðvakerfi á Íslandi þar sem sprengigos eru ríkjandi eða verulegur þáttur.

Eldstöðvakerfi þar sem sprengigos eru ríkjandi eða verulegur þáttur eru merkt með rauðum lit. Önnur eldstöðvakerfi eru gráleit og megineldstöðvar eru dökkrauðar. Bókstafirnir tákna: A: Askja; B: Bárðarbunga; E: Eyjafjallajökull; G: Grímsvötn; H: Hekla; K: Katla, Kv: Kverkfjöll; S: Snæfellsjökull; T: Torfajökull; Ö: Öræfajökull.

Mörg eldstöðvakerfin þar sem sprengigos eru ríkjandi liggja að hluta undir jökli eða í sjó.

Kort:
  • Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason). Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan.

Mynd:
  • Yfirlitsmynd: Evgenia Ilyinskaya. Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 26.06.2025). Myndin sýnir gjóskuríkan gosfasa í Eyjafjallajökli 17. apríl 2010. Dökki hluti gosmakkarins er mjög gjóskuríkur og myndast í sprengivirkni í toppgígnum. Ljósi hluti gosmakkarins er vatnsríkur og myndast vegna jökulbráðnunar umhverfis gosopið.
...