Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar gos varð í Eyjafjallajökli árið 2010?

JGÞ

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvers konar gos var gosið í Eyjafjallajökli árið 2010? Ísúrt sprengigos?

Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stóð yfir frá mars fram í maí, er stærsta þekkta gos í jöklinum.

Það hófst með litlu flæðigosi í hlíðum fjallsins, nánar tiltekið á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars. Flæðigosið stóð yfir í 23 daga og var basískt. Að því loknu varð stutt hlé en 14. apríl hófst sprengigos í toppgíg fjallsins með tveimur sprengifösum með tveggja vikna millibili. Það stóð yfir í 39 daga og lauk 22. maí. Gosið úr toppgígnum var kísilríkt og ísúrt sprengigos.

Hægt er að skipta framvindu gossins frá 14. apríl til gosloka í fjögur tímabil. Frá 14. til 18. apríl var sprengivirkni ríkjandi. Síðan tók við blandað flæði- og spengigos fram til 4. maí þar sem sprengivirkni var mun minni en í fyrsta hlutanum. Frá 5. til 17. maí var sprengivirkni og ekkert hraunrennsli. Lokaskeiðið var svo frá 18. til 22. maí og einkenndist það af minnkandi uppstreymi kviku og lækkandi gosmekki.

Gosið í Eyjafjallajökli 2010 hófst með litlu basísku flæðigosi sem stóð yfir í 23 daga. Síðan tók við kísilríkt og ísúrt sprengigos sem stóð yfir í 39 daga. Myndin hér fyrir ofan var tekin í apríl 2010 og sýnir fyrsta sprengifasann úr toppgígnum.

Eyjafjallajökull er megineldstöð nálægt suðurenda svonefnds Austurgosbeltis. Dæmigerð virkni eldstöðvarinnar er ísúr yfir í súr sprengigos, sum gos mynda þó einnig lítil basísk, ísúr eða súr hraun. Hraun sem hafa komið upp í eldstöðinni á nútíma hafa verið allt frá basalti yfir í ríólít.

Heimildir:
  • Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 10.09.2024). Myndirnar sem fylgja með svarinu eru einnig fengnar þaðan.
  • Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason. (2013). Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.9.2024

Spyrjandi

Kristján Viggósson

Tilvísun

JGÞ. „Hvers konar gos varð í Eyjafjallajökli árið 2010?“ Vísindavefurinn, 18. september 2024, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86995.

JGÞ. (2024, 18. september). Hvers konar gos varð í Eyjafjallajökli árið 2010? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86995

JGÞ. „Hvers konar gos varð í Eyjafjallajökli árið 2010?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2024. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86995>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar gos varð í Eyjafjallajökli árið 2010?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvers konar gos var gosið í Eyjafjallajökli árið 2010? Ísúrt sprengigos?

Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stóð yfir frá mars fram í maí, er stærsta þekkta gos í jöklinum.

Það hófst með litlu flæðigosi í hlíðum fjallsins, nánar tiltekið á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars. Flæðigosið stóð yfir í 23 daga og var basískt. Að því loknu varð stutt hlé en 14. apríl hófst sprengigos í toppgíg fjallsins með tveimur sprengifösum með tveggja vikna millibili. Það stóð yfir í 39 daga og lauk 22. maí. Gosið úr toppgígnum var kísilríkt og ísúrt sprengigos.

Hægt er að skipta framvindu gossins frá 14. apríl til gosloka í fjögur tímabil. Frá 14. til 18. apríl var sprengivirkni ríkjandi. Síðan tók við blandað flæði- og spengigos fram til 4. maí þar sem sprengivirkni var mun minni en í fyrsta hlutanum. Frá 5. til 17. maí var sprengivirkni og ekkert hraunrennsli. Lokaskeiðið var svo frá 18. til 22. maí og einkenndist það af minnkandi uppstreymi kviku og lækkandi gosmekki.

Gosið í Eyjafjallajökli 2010 hófst með litlu basísku flæðigosi sem stóð yfir í 23 daga. Síðan tók við kísilríkt og ísúrt sprengigos sem stóð yfir í 39 daga. Myndin hér fyrir ofan var tekin í apríl 2010 og sýnir fyrsta sprengifasann úr toppgígnum.

Eyjafjallajökull er megineldstöð nálægt suðurenda svonefnds Austurgosbeltis. Dæmigerð virkni eldstöðvarinnar er ísúr yfir í súr sprengigos, sum gos mynda þó einnig lítil basísk, ísúr eða súr hraun. Hraun sem hafa komið upp í eldstöðinni á nútíma hafa verið allt frá basalti yfir í ríólít.

Heimildir:
  • Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 10.09.2024). Myndirnar sem fylgja með svarinu eru einnig fengnar þaðan.
  • Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason. (2013). Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands.
...