Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er orðið hvítvoðungur stundum notað um nýfædd börn?

Guðrún Kvaran

Orðið hvítvoðungur merkir annars vegar ‘ungbarn, kornabarn’ og hins vegar í eldra máli ‘nýskírður maður’. Í Íslenskri orðabók (2002:xiii) er það merkt með krossi sem segir að orðið sé fornt eða úrelt. Í riti Páls Vídalín, Skýringar yfir fornyrði lögbókar þeirrar er Jónsbók kallast (í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans) frá fyrri hluta 18. aldar, segir:

Hvítan klæðnað báru þeir nýskírðu, og ætla eg þeir hafi svo gengið í 7 eður 8 daga. Eg meina þeir legðu hann af sér á áttunda degi, frá því þeir tóku skírn.

Í eldra máli merkti orðið hvítvoðungur ‘nýskírður maður’.

Hér er ekki verið að tala um ungabörn heldur þá sem tóku kristna trú. Hvítu klæðin, skírnarklæðin, sem nefnd voru hvítavoðir, voru væntanlega merki hreinleika eftir skírn og færðist sú merking síðar yfir á saklaus ungabörnin, hvítvoðungana. Ekki er þess að vænta að allir hafi haft hvít klæði til að vefja um ungabörn fram eftir öldum.

Heimildir og mynd:
  • Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa. A-L. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 10.1.2022)
  • Pxhere.com. (Sótt 17.1.2022).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.2.2022

Spyrjandi

Sunneva Isis Hoffmann

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið hvítvoðungur stundum notað um nýfædd börn?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2022, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82628.

Guðrún Kvaran. (2022, 25. febrúar). Af hverju er orðið hvítvoðungur stundum notað um nýfædd börn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82628

Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið hvítvoðungur stundum notað um nýfædd börn?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2022. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82628>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er orðið hvítvoðungur stundum notað um nýfædd börn?
Orðið hvítvoðungur merkir annars vegar ‘ungbarn, kornabarn’ og hins vegar í eldra máli ‘nýskírður maður’. Í Íslenskri orðabók (2002:xiii) er það merkt með krossi sem segir að orðið sé fornt eða úrelt. Í riti Páls Vídalín, Skýringar yfir fornyrði lögbókar þeirrar er Jónsbók kallast (í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans) frá fyrri hluta 18. aldar, segir:

Hvítan klæðnað báru þeir nýskírðu, og ætla eg þeir hafi svo gengið í 7 eður 8 daga. Eg meina þeir legðu hann af sér á áttunda degi, frá því þeir tóku skírn.

Í eldra máli merkti orðið hvítvoðungur ‘nýskírður maður’.

Hér er ekki verið að tala um ungabörn heldur þá sem tóku kristna trú. Hvítu klæðin, skírnarklæðin, sem nefnd voru hvítavoðir, voru væntanlega merki hreinleika eftir skírn og færðist sú merking síðar yfir á saklaus ungabörnin, hvítvoðungana. Ekki er þess að vænta að allir hafi haft hvít klæði til að vefja um ungabörn fram eftir öldum.

Heimildir og mynd:
  • Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa. A-L. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 10.1.2022)
  • Pxhere.com. (Sótt 17.1.2022).

...