Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? Á facebook-síðunni Skemmtileg íslensk orð var spurt um heiti á kýrhauskúpum sem voru notaðar sem mjaltasæti. Þar kom fram svar um að þær hefðu verið kallaðar kollar.

Orðið kollur hefur fleiri en eina merkingu: ‘ávalur fjallshnúkur; eitthvað ávalt eins og þúfnakollur; efsti hluti höfuðs, hornlaust karldýr; baklaus stóll; gæluorð um dreng’. Flestar merkingarnar þekkjast í fornu máli.

Kollur er meðal annars þekktur í merkingunni ‘baklaus stóll’.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:491) er orðið sagt skylt færeysku kollur, nýnorsku koll, sænskum mállýskum koll, dönskum mállýskum kol(le) í svipaðri merkingu, meðal annars um fjallstopp, hattkoll, efsta hluta höfuðs, hól. Samanber einnig miðlágþýsku kol, kolle ‘höfuð, blómhnappur’, hollensku kol ‘enni’, nýháþýsku küllbock, kielbock ‘kollóttur hafur’. Uppruna telur hann óvissan og umdeildan. Sameiginlegt erlendu merkingunum og þeirri íslensku er ‘eitthvað ávalt’. Varðandi mjaltakollinn er kollur þekktur í merkingunni ‘baklaus stóll’. Stundum eru þeir eilítið kúptir, stundum flatir að ofan. Einnig þekkist að hornlaust karldýr hafi heitið kollur.

Sé kúpa af hornlausu karldýri notuð sem sæti liggur beint við að kalla það koll. Óvíst er þó hvort algengt hafi verið að notað hauskúpu af nautgrip við mjaltir.

Sé kúpa af hornlausu karldýri notuð sem sæti liggur beint við að kalla það koll. Það sameinar tvær fyrrgreindar merkingar. Óvíst er hvort algengt hafi verið að notað hauskúpu af nautgrip við mjaltir en ekki ætla ég að rengja að það hafi eitthvað þekkst.

Heimild og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Pxhere.com. (Sótt 15.3.2022).
  • Pixabay.com. (Sótt 18.03.2022).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.3.2022

Spyrjandi

Heiðrún Rósa Sverrisdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? “ Vísindavefurinn, 23. mars 2022. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82735.

Guðrún Kvaran. (2022, 23. mars). Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82735

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? “ Vísindavefurinn. 23. mar. 2022. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82735>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? Á facebook-síðunni Skemmtileg íslensk orð var spurt um heiti á kýrhauskúpum sem voru notaðar sem mjaltasæti. Þar kom fram svar um að þær hefðu verið kallaðar kollar.

Orðið kollur hefur fleiri en eina merkingu: ‘ávalur fjallshnúkur; eitthvað ávalt eins og þúfnakollur; efsti hluti höfuðs, hornlaust karldýr; baklaus stóll; gæluorð um dreng’. Flestar merkingarnar þekkjast í fornu máli.

Kollur er meðal annars þekktur í merkingunni ‘baklaus stóll’.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:491) er orðið sagt skylt færeysku kollur, nýnorsku koll, sænskum mállýskum koll, dönskum mállýskum kol(le) í svipaðri merkingu, meðal annars um fjallstopp, hattkoll, efsta hluta höfuðs, hól. Samanber einnig miðlágþýsku kol, kolle ‘höfuð, blómhnappur’, hollensku kol ‘enni’, nýháþýsku küllbock, kielbock ‘kollóttur hafur’. Uppruna telur hann óvissan og umdeildan. Sameiginlegt erlendu merkingunum og þeirri íslensku er ‘eitthvað ávalt’. Varðandi mjaltakollinn er kollur þekktur í merkingunni ‘baklaus stóll’. Stundum eru þeir eilítið kúptir, stundum flatir að ofan. Einnig þekkist að hornlaust karldýr hafi heitið kollur.

Sé kúpa af hornlausu karldýri notuð sem sæti liggur beint við að kalla það koll. Óvíst er þó hvort algengt hafi verið að notað hauskúpu af nautgrip við mjaltir.

Sé kúpa af hornlausu karldýri notuð sem sæti liggur beint við að kalla það koll. Það sameinar tvær fyrrgreindar merkingar. Óvíst er hvort algengt hafi verið að notað hauskúpu af nautgrip við mjaltir en ekki ætla ég að rengja að það hafi eitthvað þekkst.

Heimild og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Pxhere.com. (Sótt 15.3.2022).
  • Pixabay.com. (Sótt 18.03.2022).
...