Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Hvernig tengist Snæfellsjökull ártalinu 1864?

EDS

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað getur þú sagt mér um þegar Snæfellsjökull gaus síðast árið 1864?

Vitað er að Snæfellsjökull hefur gosið alloft á nútíma, en á milli 20 og 25 gos hafa verið rakin til Snæfellsjökulskerfisins á þeim tíma. Síðast gaus í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls fyrir tæpum 1800 árum eða um 220 e.Kr. Það var lítið basískt gos og hraun þess þakti um 4,5 km2. Þótt langt sé um liðið síðan síðast gaus í Snæfellsjökli er talið nokkuð víst að eldstöðin eigi eftir að gjósa aftur. Það gæti gerst á þessari öld en alveg eins eftir hundruð eða þúsundir ára.

Snæfellsjökull gaus síðast fyrir tæpum 1800 árum.

Það gaus sem sagt ekki í Snæfellsjökli árið 1864 eins og upprunalega var spurt um. Hins vegar tengist ártalið 1864 jöklinum að vissu leyti, því það ár kom út bókin Ferðin að miðju jarðar (fr. Voyage au centre de la Terre) eftir franska skáldsagnahöfundinn Jules Verne (1828-1905). Í bókinni ferðast prófessor Ottó Lidenbrock ásamt tveimur félögum sínum ofan í eldgíg Snæfellsjökuls og lenda þeir í hinum furðulegustu ævintýrum áður en þeir komast aftur upp á yfirborðið í gegnum eldgíg á Ítalíu.

Í íslenskri endursögn sem út kom 1944 fékk bókin heitið Leyndardómar Snæfellsjökuls: för í iður jarðar. Nýjasta þýðing bókarinnar er eftir Friðrik Rafnsson og kom út árið 2013. Hún er þýdd úr frummálinu, ólíkt íslensku útgáfunni frá 1944.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.1.2022

Spyrjandi

Sara K. Pálsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvernig tengist Snæfellsjökull ártalinu 1864?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2022. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82868.

EDS. (2022, 3. janúar). Hvernig tengist Snæfellsjökull ártalinu 1864? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82868

EDS. „Hvernig tengist Snæfellsjökull ártalinu 1864?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2022. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82868>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig tengist Snæfellsjökull ártalinu 1864?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað getur þú sagt mér um þegar Snæfellsjökull gaus síðast árið 1864?

Vitað er að Snæfellsjökull hefur gosið alloft á nútíma, en á milli 20 og 25 gos hafa verið rakin til Snæfellsjökulskerfisins á þeim tíma. Síðast gaus í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls fyrir tæpum 1800 árum eða um 220 e.Kr. Það var lítið basískt gos og hraun þess þakti um 4,5 km2. Þótt langt sé um liðið síðan síðast gaus í Snæfellsjökli er talið nokkuð víst að eldstöðin eigi eftir að gjósa aftur. Það gæti gerst á þessari öld en alveg eins eftir hundruð eða þúsundir ára.

Snæfellsjökull gaus síðast fyrir tæpum 1800 árum.

Það gaus sem sagt ekki í Snæfellsjökli árið 1864 eins og upprunalega var spurt um. Hins vegar tengist ártalið 1864 jöklinum að vissu leyti, því það ár kom út bókin Ferðin að miðju jarðar (fr. Voyage au centre de la Terre) eftir franska skáldsagnahöfundinn Jules Verne (1828-1905). Í bókinni ferðast prófessor Ottó Lidenbrock ásamt tveimur félögum sínum ofan í eldgíg Snæfellsjökuls og lenda þeir í hinum furðulegustu ævintýrum áður en þeir komast aftur upp á yfirborðið í gegnum eldgíg á Ítalíu.

Í íslenskri endursögn sem út kom 1944 fékk bókin heitið Leyndardómar Snæfellsjökuls: för í iður jarðar. Nýjasta þýðing bókarinnar er eftir Friðrik Rafnsson og kom út árið 2013. Hún er þýdd úr frummálinu, ólíkt íslensku útgáfunni frá 1944.

Heimildir og mynd:

...