Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1612 svör fundust

Hvernig tengist Snæfellsjökull ártalinu 1864?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um þegar Snæfellsjökull gaus síðast árið 1864? Vitað er að Snæfellsjökull hefur gosið alloft á nútíma, en á milli 20 og 25 gos hafa verið rakin til Snæfellsjökulskerfisins á þeim tíma. Síðast gaus í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls fyrir tæpum 1800 ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um rithöfundinn Jules Verne?

Jules Verne var franskur rithöfundur sem fæddist þann 8.mars árið 1828. Hann er þekktastur fyrir vísindaskáldsögur og á meðal helstu verka hans eru Ferðin að miðju jarðar (Voyage au centre de la Terre, 1864), Sæfarinn (Vingt mille lieues sous les mers, 1870) og Umhverfis jörðina á áttatíu dögum (Le tour du monde ...

Nánar

Hversu stór hluti jarðar er járn?

Járn kemur fyrir í jörðinni með tvennum hætti, sem málmur (Fe) og í efnasamböndum (til dæmis oxíðið magnetít: Fe3O4 og silíkatíð ólivín: (Fe,Mg)2SiO4). Því má skilja spurninguna tvennum hætti: Að spurt sé um járnmálm (sem er 32% af massa jarðar) eða allt járn, bundið og óbundið (sem er um 39%). Skoðum hvort tveggj...

Nánar

Hvað er í miðju jarðar, hversu langt er þangað og hversu heitt er þar?

Jörðin er sem næst kúlulaga, og geislinn (radíus) er 6370 km, þannig að sú er fjarlægðin niður í miðju hennar. Jarðkjarninn, sem reyndar er stór kúla með um 3470 km geisla, er talinn vera að mestu úr járni og nikkel - þar hafa menn fyrir sér annars vegar eðlismassa (eðlisþyngd) kjarnans, og hins vegar loftsteina s...

Nánar

Hvað er miðbaugur langur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða breiddarbaugur er lengstur?Hver er radíus jarðar frá miðju að pól?Hvert er ummál jarðar um miðbaug? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt? þá byggist þetta net á ímynduðu hnitakerfi lengdar- og breiddarbauga sem lagt er yfir jarðark...

Nánar

Hvers vegna gætir sjávarfalla tvisvar á sólarhring?

Þetta stafar af því að jörðin hreyfist um sameiginlega massamiðju jarðar og tungls, fyrir áhrif þyngdarkrafts frá tunglinu. Þessi kraftur á höfin sem snúa að tunglinu er meiri en þarf til að halda þeim á þessari hreyfingu. Því leitar vatnið þar í átt að tunglinu og sjávarborð hækkar. Þyngdarkraftur frá tunglinu á ...

Nánar

Hversu þykk er jarðskorpan?

Ysti hluti jarðarinnar kallast jarðskorpa. Þykkt hennar er á bilinu 6-40 km, eftir stöðum á jörðinni. Meðalþykkt hennar er um 17 km sem er um það bil 0,2% af geisla (radíus) jarðar sem er 6370 km. Mynd sem sýnir gerð jarðarinnar með tölum til hliðsjónar Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver er me...

Nánar

Hvernig myndaðist jörðin?

Jörðin varð til á svipaðan hátt og aðrir himinhnettir. Sagan byrjar með því að mikið ský úr gasi og ryki er á sveimi kringum sólina. Þetta ský snýst um miðju sína svipað og loftið í lægðunum í lofthjúpi jarðar snýst um lægðarmiðjuna. Smám saman þéttist skýið í gashnött sem síðan verður að vökva og yfirborð hans st...

Nánar

Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?

Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...

Nánar

Hvað er innst inni í jörðinni?

Vísindamenn hafa hugmyndir um innri gerð jarðar úr ýmsum áttum. Jarðskjálftamælingar sýna að í miðju jarðar er kúlulaga jarðkjarni með um 3470 km geisla (radíus). Allra innst er svonefndur innri kjarni sem er aðallega úr járni. Þar fyrir utan er kjarni úr fljótandi efni, uppistaðan í honum er einnig talin vera jár...

Nánar

Fleiri niðurstöður