Sólin Sólin Rís 11:03 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:22 • Síðdegis: 18:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:09 • Síðdegis: 12:39 í Reykjavík

Hvað kallast afkvæmi skunka?

Jón Már Halldórsson

Afkvæmi skunka koma sjaldan fyrir í íslenskum textum og þess vegna er ekki augljóst hvað á að kalla þau. Á ensku nefnast afkvæmin kits eða kittens. Bein þýðing á því eru kettlingar. Í 14. bindi ritraðarinnar Undraveröld dýranna er fjallað um skunka og þar eru afkvæmin hins vegar kölluð ungar. Það er til dæmis í samræmi við heiti á afkvæmum kanína sem á ensku eru kittens en kallast ungar á íslensku.

Afkvæmi skunka kallast kittens á ensku rétt eins og afkvæmi kanína. Á íslensku er talað um kanínuunga og því liggur beint við að kalla afkvæmi skunka líka unga.

Skunkar voru lengi vel taldir tilheyra ætt marðardýra (Mustelidae) en eru nú taldir vera sjálfstæð ætt, Mephitidae, sem við getum kallað skunkaætt. Ættin samanstendur af fjórum ættkvíslum og innan þeirra eru 12 tegundir. Kunnasta tegundin er hinn eiginlegi skunkur eða rákaskunkur (Mephitis mephitis) sem lifir í Norður-Ameríku.

Skunkar eru sjálfsagt þekktastir fyrir sterka lykt sem þeir úða úr kirtlum við endaþarmsopið sé þeim ógnað. Fjallað er um það og margt annað sem við kemur skunkum í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um skunka?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.2.2022

Spyrjandi

Bjarni Ólafur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað kallast afkvæmi skunka?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2022. Sótt 8. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=83075.

Jón Már Halldórsson. (2022, 23. febrúar). Hvað kallast afkvæmi skunka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83075

Jón Már Halldórsson. „Hvað kallast afkvæmi skunka?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2022. Vefsíða. 8. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83075>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað kallast afkvæmi skunka?
Afkvæmi skunka koma sjaldan fyrir í íslenskum textum og þess vegna er ekki augljóst hvað á að kalla þau. Á ensku nefnast afkvæmin kits eða kittens. Bein þýðing á því eru kettlingar. Í 14. bindi ritraðarinnar Undraveröld dýranna er fjallað um skunka og þar eru afkvæmin hins vegar kölluð ungar. Það er til dæmis í samræmi við heiti á afkvæmum kanína sem á ensku eru kittens en kallast ungar á íslensku.

Afkvæmi skunka kallast kittens á ensku rétt eins og afkvæmi kanína. Á íslensku er talað um kanínuunga og því liggur beint við að kalla afkvæmi skunka líka unga.

Skunkar voru lengi vel taldir tilheyra ætt marðardýra (Mustelidae) en eru nú taldir vera sjálfstæð ætt, Mephitidae, sem við getum kallað skunkaætt. Ættin samanstendur af fjórum ættkvíslum og innan þeirra eru 12 tegundir. Kunnasta tegundin er hinn eiginlegi skunkur eða rákaskunkur (Mephitis mephitis) sem lifir í Norður-Ameríku.

Skunkar eru sjálfsagt þekktastir fyrir sterka lykt sem þeir úða úr kirtlum við endaþarmsopið sé þeim ógnað. Fjallað er um það og margt annað sem við kemur skunkum í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um skunka?

Heimildir og mynd:...