Er það satt að Kóreustríðið (1950-1953) sé í raun ennþá í gangi?Stutta svarið við spurningunni er „já“. Þegar þetta er skrifað, í mars 2022, nærri 70 árum eftir að átökum lauk, er enn formlega stríð í gangi milli Alþýðulýðveldisins Kóreu (almennt vísað til sem Norður-Kóreu) og Lýðveldisins Kóreu (Suður-Kóreu). Samið var um vopnahlé sem hófst þann 27. júlí 1953 kl. 22:00. Samninginn undirrituðu Bandaríkjamenn (sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og bandamenn S-Kóreu) og fulltrúar N-Kóreu og kínverska sjálfboðaliðahersins (sem barðist við hlið N-Kóreu). Fulltrúar S-Kóreu neituðu að skrifa undir vopnahléssamninginn og höfnuðu sömuleiðis gerð friðarsamnings, því þeir voru andsnúnir því að festa í sessi skiptingu ríkjanna tveggja á Kóreuskaganum. Forseti S-Kóreu, Syngman Rhee, hótaði jafnvel að halda stríðinu áfram eftir að vopnahléssamningurinn var gerður og ráðast gegn eigin bandamönnum.

Samningur um vopnahlé var undirritaður af Bandaríkjamönnum (sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og bandamenn S-Kóreu) og fulltrúa N-Kóreu og kínverska sjálfboðaliðahersins (sem barðist við hlið N-Kóreu).

Skipting Kóreuskagans. Norður-Kórea er hér brúnleit og Suður-Kórea blá. Rauðu punktarnir tákna höfuðborgirnar Pjongjang í norði og Seúl í suðri.
- Armistice ends Korean War hostilities. History. 26. júlí 2021.
- Blakemore, Erin. The Korean War Hasn‘t Officially Ended. One Reason: POWs. 28. febrúar 2019. History.
- Hastings, Max. The Korean War. Basingstoke/Oxford: Pan Books, 1987.
- Helgesen, Geir og Rachel Harrison (ritstj.). East West Reflections on Demonization. North Korea Now, China Next? Kaupmannahöfn: NIAS Press, 2020.
- The Korean War Armistice Agreement. 27. júlí 1953.
- Korean War armistice agreement 1953.jpg - Wikimedia. (Sótt 28.2.2022).
- Wikimedia Commons. (Sótt 4.1.2019). Birt undir GNU FDL-leyfi.