Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hafði megalodon margar tennur?

Jón Már Halldórsson

Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon (stundum Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon). Yfirleitt er talið að megalodon hafi verið kominn fram fyrir að minnsta kosti 16 milljón árum, jafnvel fyrr, en horfið af sjónarsviðinu fyrir 3,6 milljón árum.

Líkan af gini megalodons sem er til sýnis á National Aquarium í Baltimore í Bandaríkjunum.

Þar sem stoðgrind megalodon var úr brjóski sem ekki varðveitist eins vel og bein, eru þær leifar sem þessi stórvaxna skepna skildi eftir sig fyrst og fremst tennur sem hafa fundist í setlögum nokkuð víða. Tennurnar eru mjög stórar, oft á bilinu 7,5 til 12,5 cm en þær stærstu allt að 17 cm. Með fátt annað í höndunum hafa vísindamenn reynt að áætla lengd megalodon út frá stærð tannanna og þá aðallega haft til hliðsjónar tennur og líkamsgerð hvítháfsins (Carcharodon carcharias) sem er náskyldasti núlifandi ættingi megalodon.

Með slíkum útreikningum hefur einnig verið áætlað hversu stór skolturinn hefur mögulega verið og hversu margar tennur hafi rúmast þar. Vísindamenn gefa sér mismunandi forsendur og eru því ekki allir á einu máli um það hversu margar tennur megalodon hafi haft. Ein tilgáta sem gjarnan sést er að tennurnar í fremstu röð hafi verið 46, þar af 24 í efri góm og 22 í neðri góm. Þar fyrir aftan hafi komið fimm sambærilegar raðir, þannig að allt í allt hafi tennurnar verið 276 talsins. Þetta er ekki svo fjarri því sem gengur og gerist hjá frændi hans hvítháfnum en hann er með 300 tennur í skoltinum á hverjum tíma.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.5.2022

Spyrjandi

Ægir Guðni Sigurðsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað hafði megalodon margar tennur?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2022, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83350.

Jón Már Halldórsson. (2022, 10. maí). Hvað hafði megalodon margar tennur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83350

Jón Már Halldórsson. „Hvað hafði megalodon margar tennur?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2022. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83350>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hafði megalodon margar tennur?
Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon (stundum Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon). Yfirleitt er talið að megalodon hafi verið kominn fram fyrir að minnsta kosti 16 milljón árum, jafnvel fyrr, en horfið af sjónarsviðinu fyrir 3,6 milljón árum.

Líkan af gini megalodons sem er til sýnis á National Aquarium í Baltimore í Bandaríkjunum.

Þar sem stoðgrind megalodon var úr brjóski sem ekki varðveitist eins vel og bein, eru þær leifar sem þessi stórvaxna skepna skildi eftir sig fyrst og fremst tennur sem hafa fundist í setlögum nokkuð víða. Tennurnar eru mjög stórar, oft á bilinu 7,5 til 12,5 cm en þær stærstu allt að 17 cm. Með fátt annað í höndunum hafa vísindamenn reynt að áætla lengd megalodon út frá stærð tannanna og þá aðallega haft til hliðsjónar tennur og líkamsgerð hvítháfsins (Carcharodon carcharias) sem er náskyldasti núlifandi ættingi megalodon.

Með slíkum útreikningum hefur einnig verið áætlað hversu stór skolturinn hefur mögulega verið og hversu margar tennur hafi rúmast þar. Vísindamenn gefa sér mismunandi forsendur og eru því ekki allir á einu máli um það hversu margar tennur megalodon hafi haft. Ein tilgáta sem gjarnan sést er að tennurnar í fremstu röð hafi verið 46, þar af 24 í efri góm og 22 í neðri góm. Þar fyrir aftan hafi komið fimm sambærilegar raðir, þannig að allt í allt hafi tennurnar verið 276 talsins. Þetta er ekki svo fjarri því sem gengur og gerist hjá frændi hans hvítháfnum en hann er með 300 tennur í skoltinum á hverjum tíma.

Heimildir og mynd:...