Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver er munurinn á geni og DNA?

JGÞ

Í stuttu máli er munurinn þessi: DNA er gert úr löngum kjarnsýrukeðjum og skiptist í starfseiningar sem kallast gen. Gen eru því hluti af DNA. DNA er erfðaefni allra lífvera og öll gen lífvera eru úr DNA. Í DNA-inu er hins vegar fleira að finna en aðeins gen.

Genin eru á litningum sem eru DNA-þræðir í kjarna frumu. Litningar eru gerðir úr kjarnsýrunni DNA og prótínum. Á milli gena er svokallað rusl-DNA, það er DNA sem gegnir engu hlutverki. Allir litningar heilkjarna lífvera hafa þráðhöft sem eru genalaus.

Litningar eru DNA-þræðir í kjarna frumu. Erfðaefnið (DNA) er gert úr löngum kjarnsýrukeðjum og genin eru starfseiningar erfðaefnisins.

Flest gen ákvarða gerð prótína en prótín eru starfssameindir frumunnar. Þar sem genin ráða gerð prótína stýra þau einnig flestum líffræðilegum eiginleikum frumu og lífveru. Þessir eiginleikar erfast með genunum.

Stundum er erfðaefninu líkt við uppskrift eða teikningu sem geymir upplýsingar um gerð þeirra prótína sem frumur mynda.

Hægt er að lesa meira um gen og erfðaefni í svörum við spurningunum:

Mynd:

Höfundur þakkar Arnari Pálssyni, erfðafræðingi og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ, fyrir yfirlestur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.5.2022

Spyrjandi

Birgitta Rán Rögnvaldsdóttir Olsen

Tilvísun

JGÞ. „Hver er munurinn á geni og DNA?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2022. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83679.

JGÞ. (2022, 25. maí). Hver er munurinn á geni og DNA? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83679

JGÞ. „Hver er munurinn á geni og DNA?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2022. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83679>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á geni og DNA?
Í stuttu máli er munurinn þessi: DNA er gert úr löngum kjarnsýrukeðjum og skiptist í starfseiningar sem kallast gen. Gen eru því hluti af DNA. DNA er erfðaefni allra lífvera og öll gen lífvera eru úr DNA. Í DNA-inu er hins vegar fleira að finna en aðeins gen.

Genin eru á litningum sem eru DNA-þræðir í kjarna frumu. Litningar eru gerðir úr kjarnsýrunni DNA og prótínum. Á milli gena er svokallað rusl-DNA, það er DNA sem gegnir engu hlutverki. Allir litningar heilkjarna lífvera hafa þráðhöft sem eru genalaus.

Litningar eru DNA-þræðir í kjarna frumu. Erfðaefnið (DNA) er gert úr löngum kjarnsýrukeðjum og genin eru starfseiningar erfðaefnisins.

Flest gen ákvarða gerð prótína en prótín eru starfssameindir frumunnar. Þar sem genin ráða gerð prótína stýra þau einnig flestum líffræðilegum eiginleikum frumu og lífveru. Þessir eiginleikar erfast með genunum.

Stundum er erfðaefninu líkt við uppskrift eða teikningu sem geymir upplýsingar um gerð þeirra prótína sem frumur mynda.

Hægt er að lesa meira um gen og erfðaefni í svörum við spurningunum:

Mynd:

Höfundur þakkar Arnari Pálssyni, erfðafræðingi og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ, fyrir yfirlestur.

...