Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er sjávarhitinn í Reykjavík að meðaltali?

JGÞ

Gögn um sjávarhita við Ísland er meðal annars að finna hjá Hafrannsóknastofnun undir liðnum sjávarhiti. Sú síða sýnir sjávarhita í rauntíma í Reykjavík og sjávarhitann við Grímsey til samanburðar. Á síðunni birtist einnig þriggja mánaða tímabil á grafi.

Til þess að skoða sjávarhita við fjölmargar mælistöðvar[1] þar sem hægt er að velja tímabil, til dæmis eitt eða fleiri ár, er best að nota þessa síðu: sjora.hafro.is og velja Hiti við strönd vinstra megin á síðunni.

Sjávarhiti í Reykjavík árið 2021 sýndur á grafi. Meðaltalshiti það ár var 6,4 °C.

Hægt er að fá gögnin teiknuð upp og einnig má hlaða þeim niður sem textaskrá og þannig vinna frekar með upplýsingarnar, til dæmis að reikna út meðaltal yfir ákveðið tímabil. Ef beðið er um gögn um sjávarhita í Reykjavík fyrir allt árið 2021 kemur í ljós að meðaltalshiti árið 2021 var 6,4 °C.

Kaldast varð 24. og 27. janúar 2021 (0,5 °C) og hlýjast 14. ágúst þegar sjávarhiti náði 13,4 °C og aftur dagana 17. til 19. ágúst. Þetta sést best á grafinu hér fyrir ofan og enn betur á síðunni sem vísað er til í svarinu.

Tilvísun:
  1. ^ Mælistöðvar með löngum mæliröðum eru þessar: Flatey, Grímsey, Hjalteyri, Hnífsdalur, Mjóifjörður, Reykjavík, Stöðvarfjörður, Vestmannaeyjar og Æðey. Styttri mæliraðir fyrir aðra staði er einnig að finna á síðunni.

Heimildir:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er sjávarhitinn í Reykjavík heitur allt árið?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.5.2022

Spyrjandi

Sigtryggur Máni Guðmundsson

Tilvísun

JGÞ. „Hver er sjávarhitinn í Reykjavík að meðaltali?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2022, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83723.

JGÞ. (2022, 20. maí). Hver er sjávarhitinn í Reykjavík að meðaltali? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83723

JGÞ. „Hver er sjávarhitinn í Reykjavík að meðaltali?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2022. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83723>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er sjávarhitinn í Reykjavík að meðaltali?
Gögn um sjávarhita við Ísland er meðal annars að finna hjá Hafrannsóknastofnun undir liðnum sjávarhiti. Sú síða sýnir sjávarhita í rauntíma í Reykjavík og sjávarhitann við Grímsey til samanburðar. Á síðunni birtist einnig þriggja mánaða tímabil á grafi.

Til þess að skoða sjávarhita við fjölmargar mælistöðvar[1] þar sem hægt er að velja tímabil, til dæmis eitt eða fleiri ár, er best að nota þessa síðu: sjora.hafro.is og velja Hiti við strönd vinstra megin á síðunni.

Sjávarhiti í Reykjavík árið 2021 sýndur á grafi. Meðaltalshiti það ár var 6,4 °C.

Hægt er að fá gögnin teiknuð upp og einnig má hlaða þeim niður sem textaskrá og þannig vinna frekar með upplýsingarnar, til dæmis að reikna út meðaltal yfir ákveðið tímabil. Ef beðið er um gögn um sjávarhita í Reykjavík fyrir allt árið 2021 kemur í ljós að meðaltalshiti árið 2021 var 6,4 °C.

Kaldast varð 24. og 27. janúar 2021 (0,5 °C) og hlýjast 14. ágúst þegar sjávarhiti náði 13,4 °C og aftur dagana 17. til 19. ágúst. Þetta sést best á grafinu hér fyrir ofan og enn betur á síðunni sem vísað er til í svarinu.

Tilvísun:
  1. ^ Mælistöðvar með löngum mæliröðum eru þessar: Flatey, Grímsey, Hjalteyri, Hnífsdalur, Mjóifjörður, Reykjavík, Stöðvarfjörður, Vestmannaeyjar og Æðey. Styttri mæliraðir fyrir aðra staði er einnig að finna á síðunni.

Heimildir:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er sjávarhitinn í Reykjavík heitur allt árið?...