Sólin Sólin Rís 09:15 • sest 17:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:28 • Sest 16:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:40 • Síðdegis: 18:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:30 • Síðdegis: 12:52 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:15 • sest 17:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:28 • Sest 16:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:40 • Síðdegis: 18:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:30 • Síðdegis: 12:52 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mikið hefur sjávarstaða við Ísland hækkað síðastliðin 30 ár?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er vitað hversu mikið, ef eitthvað, sjávarstaða við Ísland hefir hækkað s.l. 30 ár?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Af hverju er yfirborð sjávar að hækka?

Sjávarstaða á jörðinni hækkar vegna hlýnunar jarðar. Við hlýnunina bráðna jöklar og leysingarvatn úr þeim rennur í auknum mæli til sjávar. Við það hækkar í heimshöfunum. Sjávarstaða hækkar einnig vegna þess að eftir því sem sjórinn hitnar þenst hann út og rúmmál hafsins eykst.

Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) frá 2008 var því spáð að næstu 20 ár verði hækkun sjávar í heimshöfunum á bilinu 4 til 10 cm. Nú er talið að hækkunin verði nær efri mörkunun og jafnvel meiri.

Hækkun á sjávarborði heimshafanna hefur aukist verulega síðustu ár. Hún var 3,4±0,4 mm/ár á tímabilinu 1993-2016 en hækkaði í 5-6 mm/ár 2016-2017. Til samanburðar má geta þess að á 20. öld var meðaltalshækkun um 1,8 mm á ári. Hækkun um 10 cm á 20 ára tímabili samsvarar 5 mm hækkun á ári eða 0,5 m á 100 árum. Þó er líklegt að herða muni á bæði bráðnun jökla og varmaþenslu sjávar. Við lok 21. aldar gæti sjávarborð á jörðinni verið 1 m hærra en við upphaf aldarinnar.

Vegna óvissu um framlag jökla til hækkunar sjávarborðs hafa sumar þjóðir lagt fram spár með breiðu óvissubili. Spá Hollendinga um hækkun sjávarborðs í Norðursjó gerir til að mynda ráð fyrir hækkun á bilinu 0,65-1,3 m á þessari öld.

Bestu gögn um sjávarstöðu við Ísland eru frá Reykjavík. Þar er til samfelld mæliröð sjávarstöðu allt frá 1956. Gögnin sýna að í Reykjavík hefur sjávarstaða hækkað um 2 mm á ári eða sem samsvarar um 20 cm á öld.

Hitabreytingar í hafinu eru mismiklar eftir svæðum og því verður risið sums staðar meira og annars staðar minna. Nokkur óvissa ríkir um hvort sjávarborð við Ísland hækki jafn mikið og meðaltalstölur fyrir heimshöfin gera ráð fyrir. Sums staðar á Íslandi, sér í lagi við suðurströndina, mun afstæð sjávarstaða lækka. Það er vegna þess að við bráðnun jökla, minnkar fargið á jarðskorpunni sem rís þá upp. Risið hjá svæðum þar sem jöklar þrýstu landinu áður niður, vegur mun meira en hækkun sjávarborðs á hafsvæðum í kringum landið.

Bestu gögn um sjávarstöðu við Ísland eru frá Reykjavík. Þar er til samfelld mæliröð sjávarstöðu allt frá 1956. Af gögnunum er ljóst að í Reykjavík hefur sjávarstaða hækkað um 2 mm á ári eða sem samsvarar um 20 cm á öld. Einnig er til nýleg greining á sjávarstöðu í Grindavík á árabilinu 1997-2015. Greiningin bendir til þess að þar hækki sjávarstaða um 9 mm ári.

Kort sem sýnir lóðrétta hreyfingu lands á Íslandi árin 1993-2004. Kortið sýnir vel landris nálægt stærstu jöklum. Það er vegna þess að við bráðnun jökla, minnkar fargið á jarðskorpunni sem rís þá upp.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur þakkar Halldóri Björnssyni, haf- og veðurfræðingi, og Tómasi Jóhannessyni jarðeðlisfræðingi, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar við gerð svarsins.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.1.2022

Síðast uppfært

17.3.2023

Spyrjandi

Hjörtur Árnason, Sólveig Birta

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hversu mikið hefur sjávarstaða við Ísland hækkað síðastliðin 30 ár?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2022, sótt 2. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82611.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2022, 12. janúar). Hversu mikið hefur sjávarstaða við Ísland hækkað síðastliðin 30 ár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82611

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hversu mikið hefur sjávarstaða við Ísland hækkað síðastliðin 30 ár?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2022. Vefsíða. 2. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82611>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mikið hefur sjávarstaða við Ísland hækkað síðastliðin 30 ár?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er vitað hversu mikið, ef eitthvað, sjávarstaða við Ísland hefir hækkað s.l. 30 ár?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Af hverju er yfirborð sjávar að hækka?

Sjávarstaða á jörðinni hækkar vegna hlýnunar jarðar. Við hlýnunina bráðna jöklar og leysingarvatn úr þeim rennur í auknum mæli til sjávar. Við það hækkar í heimshöfunum. Sjávarstaða hækkar einnig vegna þess að eftir því sem sjórinn hitnar þenst hann út og rúmmál hafsins eykst.

Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) frá 2008 var því spáð að næstu 20 ár verði hækkun sjávar í heimshöfunum á bilinu 4 til 10 cm. Nú er talið að hækkunin verði nær efri mörkunun og jafnvel meiri.

Hækkun á sjávarborði heimshafanna hefur aukist verulega síðustu ár. Hún var 3,4±0,4 mm/ár á tímabilinu 1993-2016 en hækkaði í 5-6 mm/ár 2016-2017. Til samanburðar má geta þess að á 20. öld var meðaltalshækkun um 1,8 mm á ári. Hækkun um 10 cm á 20 ára tímabili samsvarar 5 mm hækkun á ári eða 0,5 m á 100 árum. Þó er líklegt að herða muni á bæði bráðnun jökla og varmaþenslu sjávar. Við lok 21. aldar gæti sjávarborð á jörðinni verið 1 m hærra en við upphaf aldarinnar.

Vegna óvissu um framlag jökla til hækkunar sjávarborðs hafa sumar þjóðir lagt fram spár með breiðu óvissubili. Spá Hollendinga um hækkun sjávarborðs í Norðursjó gerir til að mynda ráð fyrir hækkun á bilinu 0,65-1,3 m á þessari öld.

Bestu gögn um sjávarstöðu við Ísland eru frá Reykjavík. Þar er til samfelld mæliröð sjávarstöðu allt frá 1956. Gögnin sýna að í Reykjavík hefur sjávarstaða hækkað um 2 mm á ári eða sem samsvarar um 20 cm á öld.

Hitabreytingar í hafinu eru mismiklar eftir svæðum og því verður risið sums staðar meira og annars staðar minna. Nokkur óvissa ríkir um hvort sjávarborð við Ísland hækki jafn mikið og meðaltalstölur fyrir heimshöfin gera ráð fyrir. Sums staðar á Íslandi, sér í lagi við suðurströndina, mun afstæð sjávarstaða lækka. Það er vegna þess að við bráðnun jökla, minnkar fargið á jarðskorpunni sem rís þá upp. Risið hjá svæðum þar sem jöklar þrýstu landinu áður niður, vegur mun meira en hækkun sjávarborðs á hafsvæðum í kringum landið.

Bestu gögn um sjávarstöðu við Ísland eru frá Reykjavík. Þar er til samfelld mæliröð sjávarstöðu allt frá 1956. Af gögnunum er ljóst að í Reykjavík hefur sjávarstaða hækkað um 2 mm á ári eða sem samsvarar um 20 cm á öld. Einnig er til nýleg greining á sjávarstöðu í Grindavík á árabilinu 1997-2015. Greiningin bendir til þess að þar hækki sjávarstaða um 9 mm ári.

Kort sem sýnir lóðrétta hreyfingu lands á Íslandi árin 1993-2004. Kortið sýnir vel landris nálægt stærstu jöklum. Það er vegna þess að við bráðnun jökla, minnkar fargið á jarðskorpunni sem rís þá upp.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur þakkar Halldóri Björnssyni, haf- og veðurfræðingi, og Tómasi Jóhannessyni jarðeðlisfræðingi, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar við gerð svarsins....