Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Gæti hækkandi sjávarstaða ógnað byggð á Seltjarnarnesi?

Auður Magnúsdóttir

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Eru líkur á því að sjávaryfirborð muni hækka t.d. í kringum Seltjarnarnesið þannig að það ógni byggð? Hafa verið byggðir eða stendur til að byggja flóðgarða til að sporna við slíku þar eða hér á landi?

Stutta svarið er að ekki hefur verið nógu mikið gert á höfuðborgarsvæðinu til að bregðast við yfirvofandi hættu af völdum hækkunar sjávar og ekki liggja fyrir áætlanir um úrbætur í þeim efnum. Rétt er að taka það fram að flóðgarðar hafa ekki sama tilgang og sjóvarnargarðar. Sjóvarnargarðar eru fyrst og fremst hugsaðir til að verja land rofi en flóðgarðar eiga að halda vatni í skefjum. Flóðgarðar hafa ekki verið byggðir, svo vitað sé, en í einstaka tilvikum hefur verið gert ráð fyrir hækkun sjávar með skilmálum um gólfhæð, landhæð og öðrum byggingatæknilegum útfærslum í deiliskipulagi.

Það hefur lengi verið vitað að sjávarborð fer hækkandi af völdum loftslagsbreytinga og að byggð sem stendur lágt við sjávarsíðuna getur verið í hættu. Það eru hins vegar margir þættir sem ákvarða hversu mikið sjávarborð við Ísland mun hækka og því ekki hægt eins og staðan er í dag að segja nákvæmlega fyrir um hver áhrifin á byggð við Ísland verða.

Byggð sem stendur lágt við sjávarsíðuna getur verið í hættu vegna hækkandi sjávarborðs.

Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar, bls. 97 (Halldór Björnsson, o.fl., 2008) segir:

Hlýni um 2°C á öldinni er líklegt að sjávaryfirborð hækki að jafnaði um 0,4 m. Hlýni um 3°C á jörðinni hækkar sjávarborð líklega um 0,5 m og nái hlýnunin 4°C hækkar það um 0,6 m. Með hliðsjón af óvissumörkum bæði á hlýnun og sjávarborðshækkun þarf að lágmarki að gera ráð fyrir um hálfs metra hækkun sjávaryfirborðs og meiri þar sem landsigs gætir.

Í rannsókn sem gerð var af VSÓ Ráðgjöf (Auður Magnúsdóttir o.fl., 2016) var sett fram sviðsmynd þar sem valin var námundun af miðgildi ofangreindrar sjávarhækkunar og landsigs. Miðað var við flóð sem nemur 4 m miðað við hæðarkerfi höfuðborgarsvæðisins. Út frá þeirri sviðsmynd voru teiknuð kort sem sýna hversu langt inn í landið flóðið gæti náð og hvar byggð höfuðborgarsvæðisins yrði fyrir áhrifum. Það sem ekki var tekið með í þessa sviðsmynd var áhrif öldu, þar sem hún kemur að landi en ef tekið væri tillit til þess gæti áhrifasvæðið verið stærra. Þá ber einnig að hafa í huga að það skiptir máli hvernig veður er, hver sjávarstaða er og hversu berskjölduð viðkomandi byggð er fyrir úthafsöldu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa því aðeins vísbendingu um hvar byggð gæti verið í hættu en krefjast nánari rýni.

Til þess að setja flóðatölurnar í samengi má nefna að hæsta mælda sjávarstaða í Reykjavíkurhöfn var 3,27 m árið 1997, það er mesta sjávarhæð sem mæld hefur verið. Sama ár mældist sjávarhæð 3,3 m í Hafnarfirði. Til viðmiðunar er hæð lands við Strandgötu og Fjarðargötu í Hafnarfirði hins vegar 3,9-4,0 m (Bjarki Jóhannesson, 2005).

Ráðstafanir sem hægt er að grípa til þar sem hætta er á sjávarflóðum eru margvíslegar en samkvæmt leiðbeiningum sem lagðar voru fram sem tillaga að skipulags- og byggingarreglum á lágsvæðum þar sem hætta er á flóðum (Fjarhitun,1992) eru þær í eftirfarandi mikilvægisröð:

1. Tillögur að ráðstöfunum þar sem svæði eru óbyggð:

a) Skipulagsráðstafanir
 • Ákveða lágmarksfjarlægð frá sjó (hoplína eða öryggissvæði).
 • Ekki verði byggt nær en 30-50 m frá strönd eftir því sem hægt er m.t.t. mats á áhættu og ákvörðun um sjóvarnir.
 • Skilgreina lágmarksgólfhæð bygginga og lágmarks landhæð miðað við fjarlægð frá sjó.
 • Byggingarbann verði sett á ákveðin svæði að undangengnu áhættumati.
 • Byggingareftirlit
 • Sérstakt eftirlit með byggingum á lágsvæðum m.t.t. hönnunar, frágangs, burðarþols og skipulags.

b) Sjóvarnir
 • Verja fyrirhugaða byggð á hættusvæði.

c) Byggingaráðstafanir

 • Burðarþol og byggingarefni taki mið af hættu.
 • Hönnun húsa, frágangur og útlitshönnun taki mið af hættu.

2. Tillögur að ráðstöfunum þar sem byggð er þegar komin:

 • Viðhafa almennar varúðarráðstafanir.
 • Reglur um endurbyggingu og lagfæringar, taki mið af áhættu.
 • Sjóvarnir.

Af því að sérstaklega var spurt um Seltjarnarnes þá er niðurstaða greiningar á aðgerðum sem hafa verið gerðar þar í eftirfarandi töflu. Nánar má lesa um greininguna í kafla 5.8.2 í rannsóknarskýrslunni. Skipulagsáætlanir sveitarfélagsins voru rýndar með tilliti til ákveðinna viðmiða sem sjá má í töflunni.

ViðmiðTil staðarAthugasemd
Skilmálar um lágmarks gólfhæðNeiÍ deiliskipulagi eins hverfis, Melhúsatúns.
Skilmálar um hoplínur (öryggissvæði)Nei
Skilmálar um landhæð eða byggingarefniNei
Núverandi eða fyrirhugaðar sjóvarnir
Skilgreind varúðarsvæði í skipulagiNei
Stefna eða umræða um náttúruvá af völdum loftslagsbreytinga
Tilvísun í tillögu að byggingareglum á lágsvæðum
Tafla 1. Viðmið í greiningu á aðgerðum Seltjarnarness vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum.

Það þarf hins vegar ekki 4 m flóð til að áhrifa fari að gæta á innviði. Til að mynda eykst álag á fráveitukerfi með stígandi sjávarborði: „Há sjávarstaða getur minnkað hæðarmuninn (fallhæðina) í lagnakerfinu og því hægt á rennsli lagnanna. Það leiðir til að flutningsgeta kerfanna minnkar sem aftur leiðir til flóða upp úr kerfinu. Hækkun sjávar veldur jafnframt hækkun á grunnvatnsstöðu sem aftur eykur innrennsli í fráveitukerfi.“ (Grétar Mar Hreggviðsson, 2010, bls. 12). Sjávarflóð með öldugangi og ágjöf getur valdið því að grjót berist á land og valdi þar tjóni.

Myndin sýnir áhrifasvæði 4 m flóðs á Seltjarnarnesi. Það sem myndin sýnir ekki er áhrif öldu og áhrif á grunnvatnshæð sem getur til dæmis haft þau áhrif að flæði inn í kjallara.

Heilt á litið virðist aðlögun vegna hækkunar sjávar af völdum loftslagsbreytinga ekki hafa hlotið mikla athygli frá stjórnvöldum og er það umhugsunarvert. Á þetta hefur raunar verið bent í skýrslu sem unnin var fyrir verkefnið CoastAdapt (Ásdís Jónsdóttir, e.d.). Ísland hefur verið aðili að Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1992 en áherslan hefur verið á aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en ekki aðlögun að breytingum. Með undirritun Parísarsamkomulagsins felst þó ákveðin viðurkenning á því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu raunverulegar og þar af leiðandi sé hækkun sjávarborðs eitthvað sem stjórnvöld verða að takast á við.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Auður Magnúsdóttir

umhverfisstjórnunarfræðingur

Útgáfudagur

8.11.2017

Spyrjandi

Eyrún Rós Árnadóttir

Tilvísun

Auður Magnúsdóttir. „Gæti hækkandi sjávarstaða ógnað byggð á Seltjarnarnesi?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2017. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74406.

Auður Magnúsdóttir. (2017, 8. nóvember). Gæti hækkandi sjávarstaða ógnað byggð á Seltjarnarnesi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74406

Auður Magnúsdóttir. „Gæti hækkandi sjávarstaða ógnað byggð á Seltjarnarnesi?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2017. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74406>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gæti hækkandi sjávarstaða ógnað byggð á Seltjarnarnesi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Eru líkur á því að sjávaryfirborð muni hækka t.d. í kringum Seltjarnarnesið þannig að það ógni byggð? Hafa verið byggðir eða stendur til að byggja flóðgarða til að sporna við slíku þar eða hér á landi?

Stutta svarið er að ekki hefur verið nógu mikið gert á höfuðborgarsvæðinu til að bregðast við yfirvofandi hættu af völdum hækkunar sjávar og ekki liggja fyrir áætlanir um úrbætur í þeim efnum. Rétt er að taka það fram að flóðgarðar hafa ekki sama tilgang og sjóvarnargarðar. Sjóvarnargarðar eru fyrst og fremst hugsaðir til að verja land rofi en flóðgarðar eiga að halda vatni í skefjum. Flóðgarðar hafa ekki verið byggðir, svo vitað sé, en í einstaka tilvikum hefur verið gert ráð fyrir hækkun sjávar með skilmálum um gólfhæð, landhæð og öðrum byggingatæknilegum útfærslum í deiliskipulagi.

Það hefur lengi verið vitað að sjávarborð fer hækkandi af völdum loftslagsbreytinga og að byggð sem stendur lágt við sjávarsíðuna getur verið í hættu. Það eru hins vegar margir þættir sem ákvarða hversu mikið sjávarborð við Ísland mun hækka og því ekki hægt eins og staðan er í dag að segja nákvæmlega fyrir um hver áhrifin á byggð við Ísland verða.

Byggð sem stendur lágt við sjávarsíðuna getur verið í hættu vegna hækkandi sjávarborðs.

Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar, bls. 97 (Halldór Björnsson, o.fl., 2008) segir:

Hlýni um 2°C á öldinni er líklegt að sjávaryfirborð hækki að jafnaði um 0,4 m. Hlýni um 3°C á jörðinni hækkar sjávarborð líklega um 0,5 m og nái hlýnunin 4°C hækkar það um 0,6 m. Með hliðsjón af óvissumörkum bæði á hlýnun og sjávarborðshækkun þarf að lágmarki að gera ráð fyrir um hálfs metra hækkun sjávaryfirborðs og meiri þar sem landsigs gætir.

Í rannsókn sem gerð var af VSÓ Ráðgjöf (Auður Magnúsdóttir o.fl., 2016) var sett fram sviðsmynd þar sem valin var námundun af miðgildi ofangreindrar sjávarhækkunar og landsigs. Miðað var við flóð sem nemur 4 m miðað við hæðarkerfi höfuðborgarsvæðisins. Út frá þeirri sviðsmynd voru teiknuð kort sem sýna hversu langt inn í landið flóðið gæti náð og hvar byggð höfuðborgarsvæðisins yrði fyrir áhrifum. Það sem ekki var tekið með í þessa sviðsmynd var áhrif öldu, þar sem hún kemur að landi en ef tekið væri tillit til þess gæti áhrifasvæðið verið stærra. Þá ber einnig að hafa í huga að það skiptir máli hvernig veður er, hver sjávarstaða er og hversu berskjölduð viðkomandi byggð er fyrir úthafsöldu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa því aðeins vísbendingu um hvar byggð gæti verið í hættu en krefjast nánari rýni.

Til þess að setja flóðatölurnar í samengi má nefna að hæsta mælda sjávarstaða í Reykjavíkurhöfn var 3,27 m árið 1997, það er mesta sjávarhæð sem mæld hefur verið. Sama ár mældist sjávarhæð 3,3 m í Hafnarfirði. Til viðmiðunar er hæð lands við Strandgötu og Fjarðargötu í Hafnarfirði hins vegar 3,9-4,0 m (Bjarki Jóhannesson, 2005).

Ráðstafanir sem hægt er að grípa til þar sem hætta er á sjávarflóðum eru margvíslegar en samkvæmt leiðbeiningum sem lagðar voru fram sem tillaga að skipulags- og byggingarreglum á lágsvæðum þar sem hætta er á flóðum (Fjarhitun,1992) eru þær í eftirfarandi mikilvægisröð:

1. Tillögur að ráðstöfunum þar sem svæði eru óbyggð:

a) Skipulagsráðstafanir
 • Ákveða lágmarksfjarlægð frá sjó (hoplína eða öryggissvæði).
 • Ekki verði byggt nær en 30-50 m frá strönd eftir því sem hægt er m.t.t. mats á áhættu og ákvörðun um sjóvarnir.
 • Skilgreina lágmarksgólfhæð bygginga og lágmarks landhæð miðað við fjarlægð frá sjó.
 • Byggingarbann verði sett á ákveðin svæði að undangengnu áhættumati.
 • Byggingareftirlit
 • Sérstakt eftirlit með byggingum á lágsvæðum m.t.t. hönnunar, frágangs, burðarþols og skipulags.

b) Sjóvarnir
 • Verja fyrirhugaða byggð á hættusvæði.

c) Byggingaráðstafanir

 • Burðarþol og byggingarefni taki mið af hættu.
 • Hönnun húsa, frágangur og útlitshönnun taki mið af hættu.

2. Tillögur að ráðstöfunum þar sem byggð er þegar komin:

 • Viðhafa almennar varúðarráðstafanir.
 • Reglur um endurbyggingu og lagfæringar, taki mið af áhættu.
 • Sjóvarnir.

Af því að sérstaklega var spurt um Seltjarnarnes þá er niðurstaða greiningar á aðgerðum sem hafa verið gerðar þar í eftirfarandi töflu. Nánar má lesa um greininguna í kafla 5.8.2 í rannsóknarskýrslunni. Skipulagsáætlanir sveitarfélagsins voru rýndar með tilliti til ákveðinna viðmiða sem sjá má í töflunni.

ViðmiðTil staðarAthugasemd
Skilmálar um lágmarks gólfhæðNeiÍ deiliskipulagi eins hverfis, Melhúsatúns.
Skilmálar um hoplínur (öryggissvæði)Nei
Skilmálar um landhæð eða byggingarefniNei
Núverandi eða fyrirhugaðar sjóvarnir
Skilgreind varúðarsvæði í skipulagiNei
Stefna eða umræða um náttúruvá af völdum loftslagsbreytinga
Tilvísun í tillögu að byggingareglum á lágsvæðum
Tafla 1. Viðmið í greiningu á aðgerðum Seltjarnarness vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum.

Það þarf hins vegar ekki 4 m flóð til að áhrifa fari að gæta á innviði. Til að mynda eykst álag á fráveitukerfi með stígandi sjávarborði: „Há sjávarstaða getur minnkað hæðarmuninn (fallhæðina) í lagnakerfinu og því hægt á rennsli lagnanna. Það leiðir til að flutningsgeta kerfanna minnkar sem aftur leiðir til flóða upp úr kerfinu. Hækkun sjávar veldur jafnframt hækkun á grunnvatnsstöðu sem aftur eykur innrennsli í fráveitukerfi.“ (Grétar Mar Hreggviðsson, 2010, bls. 12). Sjávarflóð með öldugangi og ágjöf getur valdið því að grjót berist á land og valdi þar tjóni.

Myndin sýnir áhrifasvæði 4 m flóðs á Seltjarnarnesi. Það sem myndin sýnir ekki er áhrif öldu og áhrif á grunnvatnshæð sem getur til dæmis haft þau áhrif að flæði inn í kjallara.

Heilt á litið virðist aðlögun vegna hækkunar sjávar af völdum loftslagsbreytinga ekki hafa hlotið mikla athygli frá stjórnvöldum og er það umhugsunarvert. Á þetta hefur raunar verið bent í skýrslu sem unnin var fyrir verkefnið CoastAdapt (Ásdís Jónsdóttir, e.d.). Ísland hefur verið aðili að Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1992 en áherslan hefur verið á aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en ekki aðlögun að breytingum. Með undirritun Parísarsamkomulagsins felst þó ákveðin viðurkenning á því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu raunverulegar og þar af leiðandi sé hækkun sjávarborðs eitthvað sem stjórnvöld verða að takast á við.

Heimildir og myndir:

...