Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?

Guðrún Kvaran

Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Nafn sitt dregur hann af hljóðinu sem hann gefur frá sér, eins konar krí-krí. Sama orð er notað í færeysku um kríuna. Orð af þessu tagi eru nefnd hljóðgervingar og koma oft fram í barnamáli. Hundurinn er til dæmis nefndur voff-voff eða voffi eftir geltinu, öndin bra-bra eftir hljóðinu sem hún gefur frá sér, kindin me-me eftir jarminu og mörg fleiri mætti nefna (sjá frekar í ritinu Íslensk tunga 2, bls. 110–112, eftir undirritaða).

Heiti kríunnar er dregið af hljóðinu sem hún gefur frá sér. Á þessu myndskeiði Arctic Tern ~ Bird Call ~ Bird Song má heyra hvernig það hljómar.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.8.2022

Spyrjandi

Einar Jón Ólafsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2022. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83762.

Guðrún Kvaran. (2022, 22. ágúst). Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83762

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2022. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83762>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?
Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Nafn sitt dregur hann af hljóðinu sem hann gefur frá sér, eins konar krí-krí. Sama orð er notað í færeysku um kríuna. Orð af þessu tagi eru nefnd hljóðgervingar og koma oft fram í barnamáli. Hundurinn er til dæmis nefndur voff-voff eða voffi eftir geltinu, öndin bra-bra eftir hljóðinu sem hún gefur frá sér, kindin me-me eftir jarminu og mörg fleiri mætti nefna (sjá frekar í ritinu Íslensk tunga 2, bls. 110–112, eftir undirritaða).

Heiti kríunnar er dregið af hljóðinu sem hún gefur frá sér. Á þessu myndskeiði Arctic Tern ~ Bird Call ~ Bird Song má heyra hvernig það hljómar.

Heimild og mynd:

...