Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna heitir geirfuglinn þessu nafni?

GrH

Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var stór og ófleygur fugl af stofni svartfugla. Hann lifði á eyjum og skerjum í norðanverðu Atlantshafi og varð aldauða með drápi síðustu tveggja fuglanna við Eldey árið 1844. Geirfugli var fyrst lýst fræðilega í 10. útgáfu ritsins Systema naturae eftir Carl von Linné, sem kom út um miðja 18. öld.

Carl von Linné gaf geirfuglinum fræðiheitið Alca impennis en Alca er komið af norræna heitinu álka, sem er önnur svartfuglstegund rétt eins og langvía, lundi, haftyrðill og fleiri. Seinna var farið að notað orðið pinguinus yfir geirfuglinn en það er dregið af heitinu penguin sem kom fram á sextándu öld. Það gæti átt rætur að rekja til velska orðsins pen gwyn sem þýðir „hvítt höfuð“ og vísar hugsanlega útlits fuglsins, sem hafði í sumarbúningi sínum stóra hvíta depla í kringum augun, en hvítan háls og svartar kinnar á vetrum. Seinna orðið í fræðiheiti geirfuglins er impennis en það merkir bókstaflega ‚án fjaðra‘ og vísar til þess að fuglinn var ófleygur.

Við raðgreiningu á erfðaefni sem fengið var úr geirfuglsham kom í ljós að geirfugl og álka voru náskyldar tegundir og sama má segja um haftyrðil. Aðskilnaður álku og geirfugls átti sér stað seint í þróun tegundanna.[1]

Geirfuglar í sumar- og vetrarbúningi. Síðustu tveir geirfuglar heimsins voru veiddir árið 1844 við Eldey, um 15 km suðvestan við Reykjanes.

Íslenska heitið geirfugl vísar til goggsins, enda hafði fuglinn stórt og hvasst nef sem minnti á spjótsodd, en geir er annað orð yfir spjót eða vopn. Þó fuglinn sé núorðið yfirleitt þekktur undir nafninu great auk á ensku átti hann líka til heitin garefowl (og ritmyndina gairfowl) og gurfel.

Fornenska orðið gar er af sama stofni og íslenska orðið geir og merkingin sú sama, eða spjót. Í miðensku (e. Middle English) þróaðist orðið í gare eða gore. Orðið gar að til dæmis að finna í garlic (hvítlaukur) sem er sambærilegt óalgengara nafni lauksins á íslensku; geirlaukur. Orðið geiri (svo sem í orðunum hringgeiri úr stærðfræði og víðar, eða geirvarta) merkir hinsvegar bogi eða hluti hrings.

Þegar evrópskir landkönnuðir uppgötvuðu svarta og hvíta ófleyga fugla við suðurskautið tengdu þeir útlit þeirra geirfuglinum, enda mörgæsir líka stórir og ófleygir sundfuglar, og þaðan kemur evrópska heitið penguin (þýska: pinguine, danska: pingvin, afríkanska: pikkewyn). Mörgæsir eru þó óskyldar geirfuglum.

Tilvísun:
  1. ^ Geirfugl (Pinguinus impennis) - Náttúrufræðistofnun Íslands. (Sótt 27.06.2018).

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvers vegna heitir geirfuglinn, geirfugl?

Höfundur

Útgáfudagur

27.6.2018

Spyrjandi

Jóhann Stefánsson

Tilvísun

GrH. „Hvers vegna heitir geirfuglinn þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2018, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75156.

GrH. (2018, 27. júní). Hvers vegna heitir geirfuglinn þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75156

GrH. „Hvers vegna heitir geirfuglinn þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2018. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75156>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heitir geirfuglinn þessu nafni?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var stór og ófleygur fugl af stofni svartfugla. Hann lifði á eyjum og skerjum í norðanverðu Atlantshafi og varð aldauða með drápi síðustu tveggja fuglanna við Eldey árið 1844. Geirfugli var fyrst lýst fræðilega í 10. útgáfu ritsins Systema naturae eftir Carl von Linné, sem kom út um miðja 18. öld.

Carl von Linné gaf geirfuglinum fræðiheitið Alca impennis en Alca er komið af norræna heitinu álka, sem er önnur svartfuglstegund rétt eins og langvía, lundi, haftyrðill og fleiri. Seinna var farið að notað orðið pinguinus yfir geirfuglinn en það er dregið af heitinu penguin sem kom fram á sextándu öld. Það gæti átt rætur að rekja til velska orðsins pen gwyn sem þýðir „hvítt höfuð“ og vísar hugsanlega útlits fuglsins, sem hafði í sumarbúningi sínum stóra hvíta depla í kringum augun, en hvítan háls og svartar kinnar á vetrum. Seinna orðið í fræðiheiti geirfuglins er impennis en það merkir bókstaflega ‚án fjaðra‘ og vísar til þess að fuglinn var ófleygur.

Við raðgreiningu á erfðaefni sem fengið var úr geirfuglsham kom í ljós að geirfugl og álka voru náskyldar tegundir og sama má segja um haftyrðil. Aðskilnaður álku og geirfugls átti sér stað seint í þróun tegundanna.[1]

Geirfuglar í sumar- og vetrarbúningi. Síðustu tveir geirfuglar heimsins voru veiddir árið 1844 við Eldey, um 15 km suðvestan við Reykjanes.

Íslenska heitið geirfugl vísar til goggsins, enda hafði fuglinn stórt og hvasst nef sem minnti á spjótsodd, en geir er annað orð yfir spjót eða vopn. Þó fuglinn sé núorðið yfirleitt þekktur undir nafninu great auk á ensku átti hann líka til heitin garefowl (og ritmyndina gairfowl) og gurfel.

Fornenska orðið gar er af sama stofni og íslenska orðið geir og merkingin sú sama, eða spjót. Í miðensku (e. Middle English) þróaðist orðið í gare eða gore. Orðið gar að til dæmis að finna í garlic (hvítlaukur) sem er sambærilegt óalgengara nafni lauksins á íslensku; geirlaukur. Orðið geiri (svo sem í orðunum hringgeiri úr stærðfræði og víðar, eða geirvarta) merkir hinsvegar bogi eða hluti hrings.

Þegar evrópskir landkönnuðir uppgötvuðu svarta og hvíta ófleyga fugla við suðurskautið tengdu þeir útlit þeirra geirfuglinum, enda mörgæsir líka stórir og ófleygir sundfuglar, og þaðan kemur evrópska heitið penguin (þýska: pinguine, danska: pingvin, afríkanska: pikkewyn). Mörgæsir eru þó óskyldar geirfuglum.

Tilvísun:
  1. ^ Geirfugl (Pinguinus impennis) - Náttúrufræðistofnun Íslands. (Sótt 27.06.2018).

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvers vegna heitir geirfuglinn, geirfugl?

...