Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heita mörgæsir þessu nafni?

Heitið mörgæs er væntanlega tilkomið vegna líkamsgerðar dýranna.

Elsta þekkta dæmið um heitið mörgæs á þessu einkennisdýri Suðurskautslandsins er að finna í tímaritinu Fjölni frá 1847. Nafnið er sennilega séríslenskt. Eins og lesendur Vísindavefsins vita þá eru mörgæsir búlduleitir og ófleygir fuglar, enda holdafar þeirra ekki vænlegt til mikils árangurs í háloftunum.

Keisaramörgæsir geta haft allt að þriggja cm þykkt fitulag, mör, undir húðinni til þess að verjast köldu umhverfinu.

Eitt helsta einkenni mörgæsa er mikil innanfita og hún gerir þeim kleift að lifa í köldu umhverfi. Mör þýðir innanfita og á reyndar oftast við um fitu sem liggur um innyfli en getur einnig átt við fitulag undir húð.

Gæsanafnið er hins vegar rangnefni enda mörgæsir af allt annarri ætt en gæsir og aðrir andfuglar.

Mynd:

Útgáfudagur

12.2.2015

Spyrjandi

Birta Rakel Óskarsdóttir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju heita mörgæsir þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2015. Sótt 21. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=69043.

Jón Már Halldórsson. (2015, 12. febrúar). Af hverju heita mörgæsir þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69043

Jón Már Halldórsson. „Af hverju heita mörgæsir þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69043>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.