Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða bjargfuglar aðrir en lundar verpa í holum?

Jón Már Halldórsson

Lundinn (Fratercula arctica) gerir sér djúpa holu í svörð til þess að verpa í, en einnig verpir hann undir steinum og í glufum. Fleiri fuglar beita svipuðum aðferðum við varp.

Lundinn gerir sér holu til að verpa í á grösugum eyjum, höfðum og brekkum ofan við bjargbrúnir eða í urðum undir þeim.

Stormsvala (Hydrobates pelagicus) verpir í holur eins og lundinn en einnig í sprungur í klettum og undir steinum í urðum. Skrofa (Puffinus puffinus) gerir sér líka hreiður í holu sem hún grefur í svörð, rétt eins og lundinn. Oft má finna hreiður hennar í lundabyggðum.

Að lokum má nefna sjósvölu (Oceanodroma leucorrhoa) sem gerir, eins og ofangreindir fuglar, hreiður í djúpum holum sem hún grefur í jarðvegi. Líkt og á við um skrofuna eru holur sjósvölunnar oft innan um lundaholur. Einnig má finna sjósvöluholur í mjúkum grassverði meðfram steinum og í klettum.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.6.2022

Spyrjandi

Pálmi Hlöðversson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða bjargfuglar aðrir en lundar verpa í holum?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2022, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83766.

Jón Már Halldórsson. (2022, 13. júní). Hvaða bjargfuglar aðrir en lundar verpa í holum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83766

Jón Már Halldórsson. „Hvaða bjargfuglar aðrir en lundar verpa í holum?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2022. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83766>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða bjargfuglar aðrir en lundar verpa í holum?
Lundinn (Fratercula arctica) gerir sér djúpa holu í svörð til þess að verpa í, en einnig verpir hann undir steinum og í glufum. Fleiri fuglar beita svipuðum aðferðum við varp.

Lundinn gerir sér holu til að verpa í á grösugum eyjum, höfðum og brekkum ofan við bjargbrúnir eða í urðum undir þeim.

Stormsvala (Hydrobates pelagicus) verpir í holur eins og lundinn en einnig í sprungur í klettum og undir steinum í urðum. Skrofa (Puffinus puffinus) gerir sér líka hreiður í holu sem hún grefur í svörð, rétt eins og lundinn. Oft má finna hreiður hennar í lundabyggðum.

Að lokum má nefna sjósvölu (Oceanodroma leucorrhoa) sem gerir, eins og ofangreindir fuglar, hreiður í djúpum holum sem hún grefur í jarðvegi. Líkt og á við um skrofuna eru holur sjósvölunnar oft innan um lundaholur. Einnig má finna sjósvöluholur í mjúkum grassverði meðfram steinum og í klettum.

Heimild og mynd:

...