Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Eru vatnabufflar húsdýr og til hvers eru þeir notaðir?

Jón Már Halldórsson

Vatnabufflar (Bubalus bubalis) eru húsdýr, aðallega í Asíu en eru einnig ræktaðir í öðrum heimsálfum. Þeir skiptast í tvær undirtegundir, önnur kennd við ár og hin við mýrar (e. river buffalo og swamp buffalo). Talið er að báðar undirtegundirnar hafi verið ræktaðar út frá villtum vatnabufflum (Bubalus arnee).

Ræktun ár-vatnabuffla hófst líklega í norðvesturhluta Indlands fyrir um 6300 árum og barst smám saman til suðvesturhluta Asíu og allt vestur til Egyptalands, Balkanskaga og Ítalíu. Ræktun hinnar undirtegundarinnar, mýrar-buffla, er hins vegar talin hafa byrjað fyrir 3000-7000 árum, nálægt landamærum Indókína og Kína, og þaðan barst hún um Suðaustur-Asíu. Löngu seinna voru vatnabufflar fluttir til annarra heimsálfa, um miðja 19. öld til Ástralíu, í lok 19. aldar til Suður-Ameríku og til Norður-Ameríku þegar langt var liðið á 20. öldina.

Vatnabufflar (Bubalus bubalis) hafa verið húsdýr í mörg þúsund ár.

Sennilega er ekkert húsdýr jafn mikilvægt fyrir mannkynið og vatnabuffallinn þegar horft er til fjölda þeirra sem nýta sér afurðirnar og vöðvaafl dýranna. Mýrar-vatnabufflar eru mest ræktaðir sem dráttardýr þar sem þeim er beitt fyrir plóg eða þeir notaðir til flutninga. Þeir eru einnig ræktaðir vegna kjötsins. Ár-vatnabufflar, sem er meirihluti allra buffla, eru á hinn bóginn mikið ræktaðir vegna mjólkurinnar og afurða sem vinna má úr henni, en einnig vegna kjötsins. Sem dæmi þá er bufflamjólk stór hluti þeirra mjólkur sem framleidd er bæði á Indlandi og í Pakistan.

Alls er talið að fjöldi vatnabuffla í dag sé um 208 milljónir gripa, þar af er tæplega 96% heildarstofnsins í Asíu. Meira en helmingur allra vatnabuffla er á Indlandi. Þar á eftir kemur Pakistan með tæplega 39 milljónir dýra, Kína með 27 milljónir og svo Nepal, Mjanmar, Filippseyjar, Víetnam, Bangladess, Tæland og Laos með á bilinu 1,2-5,2 milljón dýr.

Víða í Asíu eru vatnabufflar afar mikilvæg húsdýr og meðal annars notaðir til að plægja hrísgrjónaakra eins og þessir á myndinni hér.

Villtir vatnabufflar eru enn þá til og finnast á Indlandi og í Suðaustur-Asíu. Stofninn er ekki stór, líklega innan við 4.000 dýr og er talið að þeim hafi fækkað um allt að 50% á síðustu 30 árum. Tegundin er því talin vera í útrýmingarhættu.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.11.2022

Spyrjandi

Sigtryggur Einar Sævarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru vatnabufflar húsdýr og til hvers eru þeir notaðir?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2022. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83874.

Jón Már Halldórsson. (2022, 17. nóvember). Eru vatnabufflar húsdýr og til hvers eru þeir notaðir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83874

Jón Már Halldórsson. „Eru vatnabufflar húsdýr og til hvers eru þeir notaðir?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2022. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83874>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru vatnabufflar húsdýr og til hvers eru þeir notaðir?
Vatnabufflar (Bubalus bubalis) eru húsdýr, aðallega í Asíu en eru einnig ræktaðir í öðrum heimsálfum. Þeir skiptast í tvær undirtegundir, önnur kennd við ár og hin við mýrar (e. river buffalo og swamp buffalo). Talið er að báðar undirtegundirnar hafi verið ræktaðar út frá villtum vatnabufflum (Bubalus arnee).

Ræktun ár-vatnabuffla hófst líklega í norðvesturhluta Indlands fyrir um 6300 árum og barst smám saman til suðvesturhluta Asíu og allt vestur til Egyptalands, Balkanskaga og Ítalíu. Ræktun hinnar undirtegundarinnar, mýrar-buffla, er hins vegar talin hafa byrjað fyrir 3000-7000 árum, nálægt landamærum Indókína og Kína, og þaðan barst hún um Suðaustur-Asíu. Löngu seinna voru vatnabufflar fluttir til annarra heimsálfa, um miðja 19. öld til Ástralíu, í lok 19. aldar til Suður-Ameríku og til Norður-Ameríku þegar langt var liðið á 20. öldina.

Vatnabufflar (Bubalus bubalis) hafa verið húsdýr í mörg þúsund ár.

Sennilega er ekkert húsdýr jafn mikilvægt fyrir mannkynið og vatnabuffallinn þegar horft er til fjölda þeirra sem nýta sér afurðirnar og vöðvaafl dýranna. Mýrar-vatnabufflar eru mest ræktaðir sem dráttardýr þar sem þeim er beitt fyrir plóg eða þeir notaðir til flutninga. Þeir eru einnig ræktaðir vegna kjötsins. Ár-vatnabufflar, sem er meirihluti allra buffla, eru á hinn bóginn mikið ræktaðir vegna mjólkurinnar og afurða sem vinna má úr henni, en einnig vegna kjötsins. Sem dæmi þá er bufflamjólk stór hluti þeirra mjólkur sem framleidd er bæði á Indlandi og í Pakistan.

Alls er talið að fjöldi vatnabuffla í dag sé um 208 milljónir gripa, þar af er tæplega 96% heildarstofnsins í Asíu. Meira en helmingur allra vatnabuffla er á Indlandi. Þar á eftir kemur Pakistan með tæplega 39 milljónir dýra, Kína með 27 milljónir og svo Nepal, Mjanmar, Filippseyjar, Víetnam, Bangladess, Tæland og Laos með á bilinu 1,2-5,2 milljón dýr.

Víða í Asíu eru vatnabufflar afar mikilvæg húsdýr og meðal annars notaðir til að plægja hrísgrjónaakra eins og þessir á myndinni hér.

Villtir vatnabufflar eru enn þá til og finnast á Indlandi og í Suðaustur-Asíu. Stofninn er ekki stór, líklega innan við 4.000 dýr og er talið að þeim hafi fækkað um allt að 50% á síðustu 30 árum. Tegundin er því talin vera í útrýmingarhættu.

Heimildir og myndir:

...