Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er saga kirkjuklukknanna í Hallgrímskirkju?

Emelía Eiríksdóttir

Hallgrímskirkja er stærsta kirkja Íslands en hana hannaði Guðjón Samúelsson (1887-1950). Guðjón lifði ekki að sjá kirkjuna í allri sinni dýrð því byggingu hennar lauk ekki fyrr en 1986 og hafði þá spannað 41 ár.

Klukkurnar í Hallgrímskirkju samanstanda af þremur stórum klukkum og 29 minni bjöllum í klukknaspili (e. carillon). Kirkjuklukkurnar 32 voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbouts í Hollandi sem var stofnað 1872 og er stærsta bjöllumálmsteypusmiðja heims. Hönnun klukknanna, það er stærð, útlit og gerð þeirra, miðaði að því að hljómurinn nyti sín í háum kirkjuturninum. Tónn klukknanna fer nefnilega eftir stærð og þykkt þeirra auk samsetningar.

Klukkurnar í Hallgrímskirkju samanstanda af þremur stórum klukkum og 29 minni bjöllum í klukknaspili.

Stærstu klukkurnar þrjár heita Hallgrímur, Guðríður og Steinunn eftir hjónunum séra Hallgrími Péturssyni og Guðríði Símonardóttur og Steinunni dóttur þeirra er lést í bernsku.
  • Hallgrímur er stærsta kirkjuklukka Íslands, 178 cm á hæð og 2.815 kg. Hallgrímur gefur tóninn h og á henni er áletrunin „Dýrð, vald, virðing…“ úr lokaversi Passíusálmanna eftir Hallgrím.
  • Guðríður er 145 cm há og 1.650 kg. Hún gefur tóninn d og ber áletrunina „Upp, upp, mín sál…“ sem eru upphafsorð Passíusálmanna.
  • Steinunn er 117 cm og vegur 1.155 kg. Hún gefur tóninn e og á hana eru letruð upphafsorðin í lokaversi 25. Passíusálmsins „Son Guðs ertu með sanni…“

Klukkunum þremur var hringt í fyrsta skiptið á hvítasunnu 17. maí árið 1970 en þær voru ekki formlega afhentar fyrr en 19. mars 1971 við hátíðlega athöfn. Klukkurnar voru gjöf Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS), sem ákvað árið 1942 að afhenda Hallgrímskirkju kirkjuklukkur þegar kirkjuturninn yrði tilbúinn.

Klukkunum er ýmist hringt einum, tveimur eða öllum þremur og er þá talað um samhringingu. Til dæmis hringir Hallgrímur einn á heila tímanum en samhringing er á kortersfresti frá klukkan 9 á morgnana til 21 á kvöldin. Einnig er samfelld samhringing í nokkrar mínútur inn og út úr messu, við áramót og við hátíðleg tilefni eins og kl. 18 á aðfangadag jóla, páskadag og hvítasunnu.

Klukkurnar í klukknaspilinu voru afhentar 2. apríl 1971 og var þeim komið fyrir í þeim hluta turnsins sem kallast klukknaport. Klukknaspilið var gjöf fjölmargra einstaklinga og samtaka/félaga og eru nöfn gefenda, eða þeirra sem þær voru gefnar til minningar um, rituð á klukkurnar.[1] Hver og ein þessara 29 bjallna ómar einn tón og spanna þær tónsvið frá tvístrikuðu c til fjórstrikaðs f. Í byrjun var tölvubúnaður með gatarenningi notaður til að stýra tónlist klukknaspilsins en fyrir vígslu kirkjunnar árið 1986 var sett upp fullkomnari tölvustýring sem kom með forrituð átta lög. Í dag er hægt að spila á klukknaspilið með hljómborði.

Tilvísun:
  1. ^ Hægt er að sjá nöfn þeirra sem gáfu klukkur og þeirra sem þær voru gefnar til minningar um á síðunni kirkjuklukkur.is

Heimildir og mynd:


Sérstakar þakkir fær Erna Karlsdóttir kirkjuvörður Hallgrímskirkju fyrir greinagóðar upplýsingar um Hallgrímskirkju og kirkjuklukkur hennar.

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.12.2022

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hver er saga kirkjuklukknanna í Hallgrímskirkju?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2022, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84239.

Emelía Eiríksdóttir. (2022, 28. desember). Hver er saga kirkjuklukknanna í Hallgrímskirkju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84239

Emelía Eiríksdóttir. „Hver er saga kirkjuklukknanna í Hallgrímskirkju?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2022. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84239>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er saga kirkjuklukknanna í Hallgrímskirkju?
Hallgrímskirkja er stærsta kirkja Íslands en hana hannaði Guðjón Samúelsson (1887-1950). Guðjón lifði ekki að sjá kirkjuna í allri sinni dýrð því byggingu hennar lauk ekki fyrr en 1986 og hafði þá spannað 41 ár.

Klukkurnar í Hallgrímskirkju samanstanda af þremur stórum klukkum og 29 minni bjöllum í klukknaspili (e. carillon). Kirkjuklukkurnar 32 voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbouts í Hollandi sem var stofnað 1872 og er stærsta bjöllumálmsteypusmiðja heims. Hönnun klukknanna, það er stærð, útlit og gerð þeirra, miðaði að því að hljómurinn nyti sín í háum kirkjuturninum. Tónn klukknanna fer nefnilega eftir stærð og þykkt þeirra auk samsetningar.

Klukkurnar í Hallgrímskirkju samanstanda af þremur stórum klukkum og 29 minni bjöllum í klukknaspili.

Stærstu klukkurnar þrjár heita Hallgrímur, Guðríður og Steinunn eftir hjónunum séra Hallgrími Péturssyni og Guðríði Símonardóttur og Steinunni dóttur þeirra er lést í bernsku.
  • Hallgrímur er stærsta kirkjuklukka Íslands, 178 cm á hæð og 2.815 kg. Hallgrímur gefur tóninn h og á henni er áletrunin „Dýrð, vald, virðing…“ úr lokaversi Passíusálmanna eftir Hallgrím.
  • Guðríður er 145 cm há og 1.650 kg. Hún gefur tóninn d og ber áletrunina „Upp, upp, mín sál…“ sem eru upphafsorð Passíusálmanna.
  • Steinunn er 117 cm og vegur 1.155 kg. Hún gefur tóninn e og á hana eru letruð upphafsorðin í lokaversi 25. Passíusálmsins „Son Guðs ertu með sanni…“

Klukkunum þremur var hringt í fyrsta skiptið á hvítasunnu 17. maí árið 1970 en þær voru ekki formlega afhentar fyrr en 19. mars 1971 við hátíðlega athöfn. Klukkurnar voru gjöf Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS), sem ákvað árið 1942 að afhenda Hallgrímskirkju kirkjuklukkur þegar kirkjuturninn yrði tilbúinn.

Klukkunum er ýmist hringt einum, tveimur eða öllum þremur og er þá talað um samhringingu. Til dæmis hringir Hallgrímur einn á heila tímanum en samhringing er á kortersfresti frá klukkan 9 á morgnana til 21 á kvöldin. Einnig er samfelld samhringing í nokkrar mínútur inn og út úr messu, við áramót og við hátíðleg tilefni eins og kl. 18 á aðfangadag jóla, páskadag og hvítasunnu.

Klukkurnar í klukknaspilinu voru afhentar 2. apríl 1971 og var þeim komið fyrir í þeim hluta turnsins sem kallast klukknaport. Klukknaspilið var gjöf fjölmargra einstaklinga og samtaka/félaga og eru nöfn gefenda, eða þeirra sem þær voru gefnar til minningar um, rituð á klukkurnar.[1] Hver og ein þessara 29 bjallna ómar einn tón og spanna þær tónsvið frá tvístrikuðu c til fjórstrikaðs f. Í byrjun var tölvubúnaður með gatarenningi notaður til að stýra tónlist klukknaspilsins en fyrir vígslu kirkjunnar árið 1986 var sett upp fullkomnari tölvustýring sem kom með forrituð átta lög. Í dag er hægt að spila á klukknaspilið með hljómborði.

Tilvísun:
  1. ^ Hægt er að sjá nöfn þeirra sem gáfu klukkur og þeirra sem þær voru gefnar til minningar um á síðunni kirkjuklukkur.is

Heimildir og mynd:


Sérstakar þakkir fær Erna Karlsdóttir kirkjuvörður Hallgrímskirkju fyrir greinagóðar upplýsingar um Hallgrímskirkju og kirkjuklukkur hennar....