Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?

Henry Alexander Henrysson

Þessi spurning felur í raun í sér tvær ólíkar spurningar. Önnur getur snúið að því eftir hvaða starfsheimildum og starfsreglum löggæslufólk starfar eftir. Spurningin er þá lögfræðileg. Hin spurningin fjallar um siðferðilega hlið starfsins og samvisku löggæslufólks, óháð því hvað starfsreglurnar segja. Þetta svar fjallar aðeins um siðferðilegu hliðina en hægt er að lesa svar við sömu spurningu frá sjónarhóli lögfræðinnar hér.

Einn frægasti texti vestrænnar hugmyndasögu er stutt blaðagrein þýska heimspekingsins Immanuels Kant þar sem hann leitast við að svara spurningunni hvað sé upplýsing. Greinin var hluti af stórri blaðadeilu um hlutverk og skyldur presta í þýskumælandi samfélagi átjándu aldar. Kant notaði tækifærið og skrifaði nokkurs konar stefnuyfirlýsingu upplýsingartímans með brýningu til samborgara sinna að þeir reyndu að hugsa sjálfstætt og láta hvorki eigin leti eða hugleysi, né áhrif valdafólks koma í veg fyrir slíka hugsun.

Til að varpa ljósi á mikilvægi þess að fólk í ólíkum störfum, svo sem prestar og herforingjar, fái tækifæri til þess að þroska eigið hyggjuvit setur Kant fram frægan greinarmun á tvenns konar vettvangi sem hann nefnir einka- og opinberan vettvang. Á einkavettvangi kunni fólk að þurfa að hlýða yfirboðurum sínum enda hegðun og framkoma oft geirnegld í starfsreglur og siðaboð. Hins vegar megi aldrei skerða frelsi fólks sem hefur sérþekkingu á sínu fagi til að tjá sig um eðli starfsins í opinberum vettvangi. Þar beri fagfólki beinlínis skylda til að tjá sig ef til dæmis fyrirskipanir stangast á við það sem þekking þess og samviska býður þeim.

Greining þýska heimspekingins Immanuels Kant hefur haft mikil áhrif á svonefnda starfstengda siðfræði. Fagfólk er bundið ýmsum starfsreglum á vettvangi en er frjálsara til að tjá sig opinberlega ef það hefur gagnrýni fram að færa um hvernig störfunum er háttað.

Greining Kants hefur verið áhrifamikil í samtímanum og kannski litað mest það sem skrifað hefur verið um starfstengda siðfræði. Fagfólk er bundið ýmsum starfsreglum á vettvangi en er frjálsara til að tjá sig opinberlega ef það hefur gagnrýni fram að færa um hvernig störfunum er háttað. Rök Kants eru vissulega reist á grunni frumspekilegrar siðfræði hans, þótt það sé mögulega ekki alveg augljóst, en jafnvel þeir sem eru annarrar siðfræðilegrar skoðunar en hann, komast oft að svipaðri niðurstöðu. Þannig gæti einhver sem aðhyllist nytjastefnu í siðfræði fært fyrir því rök að á vettvangi starfsins beri fólki að hlýða, því öll óvissa um það hvernig samfélagslega mikilvæg störf eru leyst af hendi muni að lokum leiða til meira böls og óþæginda fyrir almenning. Skýrar og samræmdar starfsreglur, sem jafnvel brjóta á einstaklingum í undantekningartilvikum, séu ákjósanlegri heldur en handahófskenndar ákvarðanir einstaklinga með valdheimildir. Sú regla að hlýða ávallt yfirboðara leiði að öllu jöfnu til farsælla afleiðinga enda flestir yfirboðarar með þá heildarhagsmuni í huga sem löggjöf reynir að túlka.

Svarið við spurningunni er þó kannski ekki komið þótt mögulegt sé að færa rök fyrir því að það sé siðferðilega verjandi að löggæslufólk hlýði ávallt skipunum yfirboðara sinna. Við þurfum ekki að vera hámenntuð í heimspekilegri siðfræði til að sjá að þarna þurfa fleiri sjónarmið að koma fram. Allir sem hafa séð spennumyndir frá Hollywood þekkja hvernig löggæslufólk óhlýðnast stundum skipunum geðstyggra yfirboðara sinna til þess að gera það sem rétt er. Löggurnar ýmist halda áfram að rannsaka einstaklinga sem yfirmenn hafa skipað þeim að láta í friði (hvort sem það eru félagar út golfklúbbnum eða einhverjir sem yfirboðararnir eru tengdir fjölskylduböndum), eða horfa í gegnum fingur sér gagnvart smáglæpamönnum sem löggurnar vita að hafa hjarta úr gulli.

Stór hluti af siðferðilegu lífi okkar felst í því að gera undantekningar frá siðareglum, hvort sem þær eru skráðar eða óskráðar. Þótt flest séum við sammála um nauðsyn þess að margar mikilvægar reglur séu hafðar í heiðri þá geta þær einnig stundum stangast á. Það er ástæðan fyrir því hversu mikilvægt það er að beita dómgreind okkar í hverjum aðstæðum og leita leiða til þess að leysa úr þeim siðferðisvanda sem við stöndum einatt andspænis. Það getur reynst flókið að virða öll þau gildi sem koma upp í hugann.

Allir sem hafa séð spennumyndir frá Hollywood þekkja hvernig löggæslufólk óhlýðnast stundum skipunum geðstyggra yfirboðara sinna til þess að gera það sem rétt er.

Mannkynssagan er vörðuð illvirkjum fólks sem sagðist einungis vera að fylgja skipunum. Sumir sáu að sér og fylgdu Kant í því að láta vita af áhyggjum sínum á hinum opinbera vettvangi (til dæmis með því að gerast uppljóstrarar), en flestir hafa ekki haft hugrekki til þess. Frægasta lýsingin á slíku hugleysi er vafalaust umfjöllun heimspekingsins Hönnu Arendt um réttarhöldin yfir nasistanum Adolf Eichmann eftir síðari heimstyrjöldina. Þar bjó hún til heitið „fáfengileiki illskunnar“ yfir það sem hún varð vitni að. Í hennar augum var óhuggulegt að sjá hvernig Eichmann gat litið á óhæfuverk sín sem verkefni sem honum hafði verið falið að leysa. Í stað skrímslisins sem maður býst við að sjá í réttarhöldum yfir manni sem framið hefur slík óhæfuverk, birtist einstaklingur sem var eins hversdagslegur og óáhugaverður og mögulegt var. Manneskja sem sagðist bara hafa verið að leysa verkefni sem henni hafi verið skipað að finna lausn á.

Hér að ofan var nefnt að við gætum þurft að gera undantekningar frá reglum til að breyta rétt. Eru kannski einhverjar meginreglur sem við getum treyst á að vísi okkur veginn þegar við reynum að finna út hvað okkur ber að gera? Hér kemur raunar stef úr siðfræði samtímans okkur til hjálpar. Mörgum finnst sem hún geti varla verið hjálpleg löggunum í Hollywoodmyndunum sem hafa svo vel stilltan siðferðisáttavita. Það sé innsæi þeirra en ekki heimspekileg siðfræði sem hjálpi þeim til að breyta rétt. En það er ekki alveg svo einfalt. Þetta stef bannar okkur ekki að gera undantekningar, en varar okkur hins vegar við að gera undantekningar sem henta okkur sjálfum og fela hugleysi okkar. Meginreglan sem ekki megi brjóta sé sú að við eigum að koma fram við aðra af virðingu og ganga ekki á mannhelgi nokkurs manns. Við höfum öll þá hæfni til að bera að geta stigið út fyrir okkar eigin hagsmuni og velt því fyrir okkur hvort aðgerðir okkar, eða aðgerðaleysi, komi einungis okkur sjálfum til góða en skaði aðra.

Hvert er þá svarið við spurningunni hvort löggæslufólki sé siðferðilega óheimilt að neita að hlýða skipunum? Siðfræði gefur ekki upp eitt ákveðið svar við svona spurningum. Innan þessarar fræðigreinar má þó finna fáa sem rökstyðja það að óheimilt sé með öllu að óhlýðnast skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund og góðri dómgreind. Meðal fólks sem fæst við siðfræði má svo örugglega finna einhverja sem líta svo á að best sé að hlýða skipunum, en að löggæslufólki beri einnig skylda til að láta vita af því á opinberum vettvangi ef verkefnin sem þau eru sett í ofbjóða þeim í siðferðilegu tilliti. En það má einnig finna aðra sem segja sem svo að löggæslufólk sem er skipað að sýna öðrum óvirðingu í framkomu (eða jafnvel skipað að sýna sjálfum sér óvirðingu með aðgerðaleysi og þögn) sé að velja auðveldu leiðina með því að fela sig bakvið skipunina eða tilmælin. Siðferðileg skylda okkar allra sé að koma fram við annað fólk af virðingu og hluttekningu – og án undantekninga þegar um er að ræða börn eða fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Öll undanbrögð frá þeirri meginreglu séu ávallt siðferðilega ámælisverð og líklegt að vísanir til almannahagsmuna, og að verið sé að hlýða skipunum, séu fremur en nokkuð annað tilraun til að friða eigin samvisku og dómgreindarleysi.

Myndir:

Höfundur

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

7.11.2022

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson. „Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2022. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84281.

Henry Alexander Henrysson. (2022, 7. nóvember). Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84281

Henry Alexander Henrysson. „Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2022. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84281>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?
Þessi spurning felur í raun í sér tvær ólíkar spurningar. Önnur getur snúið að því eftir hvaða starfsheimildum og starfsreglum löggæslufólk starfar eftir. Spurningin er þá lögfræðileg. Hin spurningin fjallar um siðferðilega hlið starfsins og samvisku löggæslufólks, óháð því hvað starfsreglurnar segja. Þetta svar fjallar aðeins um siðferðilegu hliðina en hægt er að lesa svar við sömu spurningu frá sjónarhóli lögfræðinnar hér.

Einn frægasti texti vestrænnar hugmyndasögu er stutt blaðagrein þýska heimspekingsins Immanuels Kant þar sem hann leitast við að svara spurningunni hvað sé upplýsing. Greinin var hluti af stórri blaðadeilu um hlutverk og skyldur presta í þýskumælandi samfélagi átjándu aldar. Kant notaði tækifærið og skrifaði nokkurs konar stefnuyfirlýsingu upplýsingartímans með brýningu til samborgara sinna að þeir reyndu að hugsa sjálfstætt og láta hvorki eigin leti eða hugleysi, né áhrif valdafólks koma í veg fyrir slíka hugsun.

Til að varpa ljósi á mikilvægi þess að fólk í ólíkum störfum, svo sem prestar og herforingjar, fái tækifæri til þess að þroska eigið hyggjuvit setur Kant fram frægan greinarmun á tvenns konar vettvangi sem hann nefnir einka- og opinberan vettvang. Á einkavettvangi kunni fólk að þurfa að hlýða yfirboðurum sínum enda hegðun og framkoma oft geirnegld í starfsreglur og siðaboð. Hins vegar megi aldrei skerða frelsi fólks sem hefur sérþekkingu á sínu fagi til að tjá sig um eðli starfsins í opinberum vettvangi. Þar beri fagfólki beinlínis skylda til að tjá sig ef til dæmis fyrirskipanir stangast á við það sem þekking þess og samviska býður þeim.

Greining þýska heimspekingins Immanuels Kant hefur haft mikil áhrif á svonefnda starfstengda siðfræði. Fagfólk er bundið ýmsum starfsreglum á vettvangi en er frjálsara til að tjá sig opinberlega ef það hefur gagnrýni fram að færa um hvernig störfunum er háttað.

Greining Kants hefur verið áhrifamikil í samtímanum og kannski litað mest það sem skrifað hefur verið um starfstengda siðfræði. Fagfólk er bundið ýmsum starfsreglum á vettvangi en er frjálsara til að tjá sig opinberlega ef það hefur gagnrýni fram að færa um hvernig störfunum er háttað. Rök Kants eru vissulega reist á grunni frumspekilegrar siðfræði hans, þótt það sé mögulega ekki alveg augljóst, en jafnvel þeir sem eru annarrar siðfræðilegrar skoðunar en hann, komast oft að svipaðri niðurstöðu. Þannig gæti einhver sem aðhyllist nytjastefnu í siðfræði fært fyrir því rök að á vettvangi starfsins beri fólki að hlýða, því öll óvissa um það hvernig samfélagslega mikilvæg störf eru leyst af hendi muni að lokum leiða til meira böls og óþæginda fyrir almenning. Skýrar og samræmdar starfsreglur, sem jafnvel brjóta á einstaklingum í undantekningartilvikum, séu ákjósanlegri heldur en handahófskenndar ákvarðanir einstaklinga með valdheimildir. Sú regla að hlýða ávallt yfirboðara leiði að öllu jöfnu til farsælla afleiðinga enda flestir yfirboðarar með þá heildarhagsmuni í huga sem löggjöf reynir að túlka.

Svarið við spurningunni er þó kannski ekki komið þótt mögulegt sé að færa rök fyrir því að það sé siðferðilega verjandi að löggæslufólk hlýði ávallt skipunum yfirboðara sinna. Við þurfum ekki að vera hámenntuð í heimspekilegri siðfræði til að sjá að þarna þurfa fleiri sjónarmið að koma fram. Allir sem hafa séð spennumyndir frá Hollywood þekkja hvernig löggæslufólk óhlýðnast stundum skipunum geðstyggra yfirboðara sinna til þess að gera það sem rétt er. Löggurnar ýmist halda áfram að rannsaka einstaklinga sem yfirmenn hafa skipað þeim að láta í friði (hvort sem það eru félagar út golfklúbbnum eða einhverjir sem yfirboðararnir eru tengdir fjölskylduböndum), eða horfa í gegnum fingur sér gagnvart smáglæpamönnum sem löggurnar vita að hafa hjarta úr gulli.

Stór hluti af siðferðilegu lífi okkar felst í því að gera undantekningar frá siðareglum, hvort sem þær eru skráðar eða óskráðar. Þótt flest séum við sammála um nauðsyn þess að margar mikilvægar reglur séu hafðar í heiðri þá geta þær einnig stundum stangast á. Það er ástæðan fyrir því hversu mikilvægt það er að beita dómgreind okkar í hverjum aðstæðum og leita leiða til þess að leysa úr þeim siðferðisvanda sem við stöndum einatt andspænis. Það getur reynst flókið að virða öll þau gildi sem koma upp í hugann.

Allir sem hafa séð spennumyndir frá Hollywood þekkja hvernig löggæslufólk óhlýðnast stundum skipunum geðstyggra yfirboðara sinna til þess að gera það sem rétt er.

Mannkynssagan er vörðuð illvirkjum fólks sem sagðist einungis vera að fylgja skipunum. Sumir sáu að sér og fylgdu Kant í því að láta vita af áhyggjum sínum á hinum opinbera vettvangi (til dæmis með því að gerast uppljóstrarar), en flestir hafa ekki haft hugrekki til þess. Frægasta lýsingin á slíku hugleysi er vafalaust umfjöllun heimspekingsins Hönnu Arendt um réttarhöldin yfir nasistanum Adolf Eichmann eftir síðari heimstyrjöldina. Þar bjó hún til heitið „fáfengileiki illskunnar“ yfir það sem hún varð vitni að. Í hennar augum var óhuggulegt að sjá hvernig Eichmann gat litið á óhæfuverk sín sem verkefni sem honum hafði verið falið að leysa. Í stað skrímslisins sem maður býst við að sjá í réttarhöldum yfir manni sem framið hefur slík óhæfuverk, birtist einstaklingur sem var eins hversdagslegur og óáhugaverður og mögulegt var. Manneskja sem sagðist bara hafa verið að leysa verkefni sem henni hafi verið skipað að finna lausn á.

Hér að ofan var nefnt að við gætum þurft að gera undantekningar frá reglum til að breyta rétt. Eru kannski einhverjar meginreglur sem við getum treyst á að vísi okkur veginn þegar við reynum að finna út hvað okkur ber að gera? Hér kemur raunar stef úr siðfræði samtímans okkur til hjálpar. Mörgum finnst sem hún geti varla verið hjálpleg löggunum í Hollywoodmyndunum sem hafa svo vel stilltan siðferðisáttavita. Það sé innsæi þeirra en ekki heimspekileg siðfræði sem hjálpi þeim til að breyta rétt. En það er ekki alveg svo einfalt. Þetta stef bannar okkur ekki að gera undantekningar, en varar okkur hins vegar við að gera undantekningar sem henta okkur sjálfum og fela hugleysi okkar. Meginreglan sem ekki megi brjóta sé sú að við eigum að koma fram við aðra af virðingu og ganga ekki á mannhelgi nokkurs manns. Við höfum öll þá hæfni til að bera að geta stigið út fyrir okkar eigin hagsmuni og velt því fyrir okkur hvort aðgerðir okkar, eða aðgerðaleysi, komi einungis okkur sjálfum til góða en skaði aðra.

Hvert er þá svarið við spurningunni hvort löggæslufólki sé siðferðilega óheimilt að neita að hlýða skipunum? Siðfræði gefur ekki upp eitt ákveðið svar við svona spurningum. Innan þessarar fræðigreinar má þó finna fáa sem rökstyðja það að óheimilt sé með öllu að óhlýðnast skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund og góðri dómgreind. Meðal fólks sem fæst við siðfræði má svo örugglega finna einhverja sem líta svo á að best sé að hlýða skipunum, en að löggæslufólki beri einnig skylda til að láta vita af því á opinberum vettvangi ef verkefnin sem þau eru sett í ofbjóða þeim í siðferðilegu tilliti. En það má einnig finna aðra sem segja sem svo að löggæslufólk sem er skipað að sýna öðrum óvirðingu í framkomu (eða jafnvel skipað að sýna sjálfum sér óvirðingu með aðgerðaleysi og þögn) sé að velja auðveldu leiðina með því að fela sig bakvið skipunina eða tilmælin. Siðferðileg skylda okkar allra sé að koma fram við annað fólk af virðingu og hluttekningu – og án undantekninga þegar um er að ræða börn eða fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Öll undanbrögð frá þeirri meginreglu séu ávallt siðferðilega ámælisverð og líklegt að vísanir til almannahagsmuna, og að verið sé að hlýða skipunum, séu fremur en nokkuð annað tilraun til að friða eigin samvisku og dómgreindarleysi.

Myndir:...