Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?

Guðbjörg Ósk Jónsdóttir og Arnar Pálsson

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlendis. Laxfiskar eru mikið rannsakaðir, meðal annars vegna þess hversu víða þeir finnast og hve mikils metnir þeir eru af veiðimönnum, en það hefur efnahagslegt gildi. Líffræðingar hafa einnig heillast af gífurlegum fjölbreytileika þeirra á meðal. Allir laxfiskar hrygna í ferskvatni en það er mismunandi eftir tegundum (og stofnum innan tegunda) hvort einstaklingar ferðast milli ferskvatns og saltvatns eða ekki.

Bleikjur skiptast almennt í sjóbleikju- (e. anadromous charr) og vatnableikjustofna (e. non-anadromous charr) (Klemetsen o.fl., 2003). Sjóbleikjur (bæði kynþroska og ókynþroska fiskar) stunda árstíðabundið far milli ferskvatnskerfa og strandsvæða og geta því lifað bæði í ferskvatni og sjó. Yfirleitt dvelja sjóbleikjur í saltvatni vor, sumar og fram á haust, meðan mest framboð er á fæðu, en færa sig í ferskvatn (ár eða stöðuvötn) á haustin til að hrygna og dveljast í yfir veturinn (Dempson & Green, 1985). Vatnableikjur lifa hins vegar almennt í sama stöðuvatni allt sitt líf og ferðast aðeins innan þess (Klemetsen o.fl., 2003).

Kuðungbleikjan í Þingvallavatni á hrygningarslóð í ágústmánuði. Hrygnur velja sér staði til hrygningar og hreinsa þá með sporðaköstum. Hængar, yfirleitt rauðleitari og með meira áberandi hvítar rendur á uggum, votta þeim áhuga sinn. Myndina tók Kalina H. Kapralova og Quentin Jean B. Horta-Lacueva með neðanvatnsmyndavél, samhliða gerð heimildamyndar um mökunaratferli kuðungableikju.

Fæða seiða sjóbleikju og vatnableikju er talin nokkuð áþekk þar sem ungviði beggja gerða velja helst botnlæga fæðu (Klemetsen o.fl., 2003). Meiri munur er á fæðuvali fullorðinna einstaklinga. Sjóbleikjur éta nær eingöngu sviflæga fæðu eins og fljótandi hryggleysingja eða aðra fiska þegar þær fullorðnast. Stofnar vatnableikju sýna fjölbreyttara fæðuval þar sem sumir stofnar (afbrigði) nærast að mestu á dýrasvifi, aðrir á fiski líkt og sjóbleikjur (Wood o.fl., 2013).

Bleikjur eru þekktar fyrir mikinn fjölbreytileika í svipfari sem birtist meðal annars sem afbrigði á mismunandi svæðum (vötnum/lindum) eða jafnvel innan vatna. Þetta virðist tengjast sérhæfingu eftir búsvæðum eða fæðugerðum (Klemetsen o.fl., 2003). Afbrigði innan eins stöðuvatns eru kölluð samsvæða.[1] Samsvæða afbrigði eru undarlega algeng meðal bleikjustofna en finnast ekki, eða eru mjög sjaldgæf, hjá öðrum tegundum. Samsvæða afbrigði finnst meðal annars í vötnum í Noregi (Skoglund, Siwersson, Amundsen & Knudsen, 2015), á Grænlandi (Doenz o.fl., 2019), í Síberíu (Alekseyev o.fl., 2009) og á Íslandi (Sandlund o.fl., 1992). Algengast er að finna tvö afbrigði innan vatns en dæmi um fleiri þekkjast, til að mynda lifa fjögur bleikjuafbrigði í Þingvallavatni (Sandlund o.fl., 1992). Einnig finnast áþekk afbrigði, sambærileg hvað varðar stærð, lögun og fæðuval, í mörgum aðskildum vötnum við líkar umhverfisaðstæður. Hérlendis ber hæst afbrigði dvergbleikju sem finnast í einangruðum lindum, aðallega á gosbeltinu (Kristjánsson o.fl., 2012).

Afbrigði bleikju, hérlendis sem ytra, hafa verið viðfangsefni líffræðinga sem vilja skilja áhrif vistfræðilegra þátta á fjölbreytileika og virkni lífvera, og til að skilja þróun afbrigða og jafnvel tegunda. Sérfræðingar við til að mynda Hafrannsóknarstofnun, Háskólann á Hólum, Náttúrustofu Kópavogs og Háskóla Íslands stunda fjölþættar rannsóknar á bleikjum og öðrum vatnafiskum og lífverum.

Samantekt:
  • Bleikjan tilheyrir laxfiskum og hefur norðlægasta dreifingu ferskvatnsfiska.
  • Bleikjan er að upplagi sjófiskur, hrygnir í ám en tekur út vöxt í ferskvatni.
  • Bleikjan hefur numið vötn eða lindir víðs vegar á norðurhveli og þróast í ólíkar gerðir.
  • Virkar rannsóknir eru á bleikju hér á landi.

Tilvísun:
  1. ^ Samsvæða afbrigði vísar til landfræðilegra líkana um tilurð tegunda (e. sympatric speciation). Hinar megingerðir tegundamyndunar eru kölluð sérsvæða (e. allopatric) eða tegundamyndun á aðlægum svæðum (e. parapatric speciation). Hægt er að lesa meira um þessi hugtök í svari við spurningunni Hvaða áhrif getur landslag haft á myndun tegunda?

Heimildir og mynd:

Spurningu Erlends er hér svarað að hluta.

Höfundar

Guðbjörg Ósk Jónsdóttir

M.Sc. í líffræði og aðstoðarkennari við HÍ

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

23.11.2022

Spyrjandi

Erlendur

Tilvísun

Guðbjörg Ósk Jónsdóttir og Arnar Pálsson. „Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2022. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84306.

Guðbjörg Ósk Jónsdóttir og Arnar Pálsson. (2022, 23. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um bleikjur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84306

Guðbjörg Ósk Jónsdóttir og Arnar Pálsson. „Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2022. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84306>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?
Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlendis. Laxfiskar eru mikið rannsakaðir, meðal annars vegna þess hversu víða þeir finnast og hve mikils metnir þeir eru af veiðimönnum, en það hefur efnahagslegt gildi. Líffræðingar hafa einnig heillast af gífurlegum fjölbreytileika þeirra á meðal. Allir laxfiskar hrygna í ferskvatni en það er mismunandi eftir tegundum (og stofnum innan tegunda) hvort einstaklingar ferðast milli ferskvatns og saltvatns eða ekki.

Bleikjur skiptast almennt í sjóbleikju- (e. anadromous charr) og vatnableikjustofna (e. non-anadromous charr) (Klemetsen o.fl., 2003). Sjóbleikjur (bæði kynþroska og ókynþroska fiskar) stunda árstíðabundið far milli ferskvatnskerfa og strandsvæða og geta því lifað bæði í ferskvatni og sjó. Yfirleitt dvelja sjóbleikjur í saltvatni vor, sumar og fram á haust, meðan mest framboð er á fæðu, en færa sig í ferskvatn (ár eða stöðuvötn) á haustin til að hrygna og dveljast í yfir veturinn (Dempson & Green, 1985). Vatnableikjur lifa hins vegar almennt í sama stöðuvatni allt sitt líf og ferðast aðeins innan þess (Klemetsen o.fl., 2003).

Kuðungbleikjan í Þingvallavatni á hrygningarslóð í ágústmánuði. Hrygnur velja sér staði til hrygningar og hreinsa þá með sporðaköstum. Hængar, yfirleitt rauðleitari og með meira áberandi hvítar rendur á uggum, votta þeim áhuga sinn. Myndina tók Kalina H. Kapralova og Quentin Jean B. Horta-Lacueva með neðanvatnsmyndavél, samhliða gerð heimildamyndar um mökunaratferli kuðungableikju.

Fæða seiða sjóbleikju og vatnableikju er talin nokkuð áþekk þar sem ungviði beggja gerða velja helst botnlæga fæðu (Klemetsen o.fl., 2003). Meiri munur er á fæðuvali fullorðinna einstaklinga. Sjóbleikjur éta nær eingöngu sviflæga fæðu eins og fljótandi hryggleysingja eða aðra fiska þegar þær fullorðnast. Stofnar vatnableikju sýna fjölbreyttara fæðuval þar sem sumir stofnar (afbrigði) nærast að mestu á dýrasvifi, aðrir á fiski líkt og sjóbleikjur (Wood o.fl., 2013).

Bleikjur eru þekktar fyrir mikinn fjölbreytileika í svipfari sem birtist meðal annars sem afbrigði á mismunandi svæðum (vötnum/lindum) eða jafnvel innan vatna. Þetta virðist tengjast sérhæfingu eftir búsvæðum eða fæðugerðum (Klemetsen o.fl., 2003). Afbrigði innan eins stöðuvatns eru kölluð samsvæða.[1] Samsvæða afbrigði eru undarlega algeng meðal bleikjustofna en finnast ekki, eða eru mjög sjaldgæf, hjá öðrum tegundum. Samsvæða afbrigði finnst meðal annars í vötnum í Noregi (Skoglund, Siwersson, Amundsen & Knudsen, 2015), á Grænlandi (Doenz o.fl., 2019), í Síberíu (Alekseyev o.fl., 2009) og á Íslandi (Sandlund o.fl., 1992). Algengast er að finna tvö afbrigði innan vatns en dæmi um fleiri þekkjast, til að mynda lifa fjögur bleikjuafbrigði í Þingvallavatni (Sandlund o.fl., 1992). Einnig finnast áþekk afbrigði, sambærileg hvað varðar stærð, lögun og fæðuval, í mörgum aðskildum vötnum við líkar umhverfisaðstæður. Hérlendis ber hæst afbrigði dvergbleikju sem finnast í einangruðum lindum, aðallega á gosbeltinu (Kristjánsson o.fl., 2012).

Afbrigði bleikju, hérlendis sem ytra, hafa verið viðfangsefni líffræðinga sem vilja skilja áhrif vistfræðilegra þátta á fjölbreytileika og virkni lífvera, og til að skilja þróun afbrigða og jafnvel tegunda. Sérfræðingar við til að mynda Hafrannsóknarstofnun, Háskólann á Hólum, Náttúrustofu Kópavogs og Háskóla Íslands stunda fjölþættar rannsóknar á bleikjum og öðrum vatnafiskum og lífverum.

Samantekt:
  • Bleikjan tilheyrir laxfiskum og hefur norðlægasta dreifingu ferskvatnsfiska.
  • Bleikjan er að upplagi sjófiskur, hrygnir í ám en tekur út vöxt í ferskvatni.
  • Bleikjan hefur numið vötn eða lindir víðs vegar á norðurhveli og þróast í ólíkar gerðir.
  • Virkar rannsóknir eru á bleikju hér á landi.

Tilvísun:
  1. ^ Samsvæða afbrigði vísar til landfræðilegra líkana um tilurð tegunda (e. sympatric speciation). Hinar megingerðir tegundamyndunar eru kölluð sérsvæða (e. allopatric) eða tegundamyndun á aðlægum svæðum (e. parapatric speciation). Hægt er að lesa meira um þessi hugtök í svari við spurningunni Hvaða áhrif getur landslag haft á myndun tegunda?

Heimildir og mynd:

Spurningu Erlends er hér svarað að hluta....