Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna?

Gísli Már Gíslason

Laxfiskar, þar með talinn urriði og bleikja, éta margvíslega fæðu og oftast það sem er ríkjandi á hverjum tíma. Enginn hefur lagt sig fram um að rannsaka fæðu urriða á vetrum, en snemma á vorin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal éta þeir þá fæðu sem mest er af, það er bitmýi, og í öðru sæti eru vatnabobbar (sniglar) og rykmý.

Vatnabobbi (Lymnaea peregra) er á matseðli laxfiska.

Algengast er að bleikja éti botndýr á vetrum, aðallega rykmýslirfur. Á vorin þegar rykmýið púpar sig og flýgur upp verður það eftirsóknarverð bráð. Á sumrin myndast stórir stofnar af svifdýrum í stöðuvötnum, en svifdýr mynda dvalaregg sem liggja á vatnsbotninum yfir veturinn. Stærri tegundir svifdýra eru étnar yfir sumarið. Botnlægar krabbategundir hafa svipaðan lífsferil og frændur þeirra í svifinu og eru einnig vinsæl bráð, svo sem kornátan, sem er nærstærsta krabbafló í vötnum á Íslandi. Auk þessara tegunda étur bleikja ýmsa stóra hryggleysingja allt árið, en þó mest á vorin. Þar á meðal eru vorflugnalirfur og púpur (um eða yfir 1 cm á stærð) og kuðungar (vatnabobbar).

Í fjölda stórra stöðuvatna hafa myndast margar gerðir af bleikju, sem hver hefur ákveðna sérhæfingu í fæðu. Í Þingvallavatni eru til dæmis fjórar gerðir bleikju, þar af lifa tvær þeirra á botndýrum (sniglableikjan og dvergbleikjan), ein á hornsílum og seiðum (sílableikjan) og ein á svifdýrum (murtan).

Frekari fróðleikur og mynd:


Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað borðar urriðinn og aðrir silungsfiskar á veturna. Þeir borða lirfur, flugur og kuðunga á sumrin en er þessi fæða til staðar á veturna eða borða þeir kannski minna vegna kulda (spara orku)?

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

11.3.2016

Spyrjandi

Sigurður Snorrason

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2016. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50800.

Gísli Már Gíslason. (2016, 11. mars). Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50800

Gísli Már Gíslason. „Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2016. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50800>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna?
Laxfiskar, þar með talinn urriði og bleikja, éta margvíslega fæðu og oftast það sem er ríkjandi á hverjum tíma. Enginn hefur lagt sig fram um að rannsaka fæðu urriða á vetrum, en snemma á vorin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal éta þeir þá fæðu sem mest er af, það er bitmýi, og í öðru sæti eru vatnabobbar (sniglar) og rykmý.

Vatnabobbi (Lymnaea peregra) er á matseðli laxfiska.

Algengast er að bleikja éti botndýr á vetrum, aðallega rykmýslirfur. Á vorin þegar rykmýið púpar sig og flýgur upp verður það eftirsóknarverð bráð. Á sumrin myndast stórir stofnar af svifdýrum í stöðuvötnum, en svifdýr mynda dvalaregg sem liggja á vatnsbotninum yfir veturinn. Stærri tegundir svifdýra eru étnar yfir sumarið. Botnlægar krabbategundir hafa svipaðan lífsferil og frændur þeirra í svifinu og eru einnig vinsæl bráð, svo sem kornátan, sem er nærstærsta krabbafló í vötnum á Íslandi. Auk þessara tegunda étur bleikja ýmsa stóra hryggleysingja allt árið, en þó mest á vorin. Þar á meðal eru vorflugnalirfur og púpur (um eða yfir 1 cm á stærð) og kuðungar (vatnabobbar).

Í fjölda stórra stöðuvatna hafa myndast margar gerðir af bleikju, sem hver hefur ákveðna sérhæfingu í fæðu. Í Þingvallavatni eru til dæmis fjórar gerðir bleikju, þar af lifa tvær þeirra á botndýrum (sniglableikjan og dvergbleikjan), ein á hornsílum og seiðum (sílableikjan) og ein á svifdýrum (murtan).

Frekari fróðleikur og mynd:


Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað borðar urriðinn og aðrir silungsfiskar á veturna. Þeir borða lirfur, flugur og kuðunga á sumrin en er þessi fæða til staðar á veturna eða borða þeir kannski minna vegna kulda (spara orku)?

...