Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvað þýðir skor í orðinu skordýr?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað þýðir skorið í skordýr? Tengist það herdeildum Rómverja, eins og skor í háskólum (t.d. íslenskuskor)? Ég sá þá útskýringu á vefnum ykkar.

Elsta dæmið um orðið skordýr í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Sá gudlega þenkjandi Náttúru-skodari ... Asamt annari Hugleidíngu um Dygdina. Höfundur er P. F. Suhm. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Jóns Jónssonar 1798. Dæmið úr bókinni er svona:

lifandi dýr á jørdu deilast í […] Sugudýr, Fugla, Tvídýr […] Fiska, Skordýr edur Skridqvikindi og Orma.

Skordýr hafa sex fætur og þrískiptan búk sem greinist í höfuð, frambol og afturbol. Íslenska orðið er þýðing á latneska fræðiheitinu insecta sem merkir ‘með skorum í’.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:856) er skýringin á orðinu sú að eiginlega sé um þýðingu á latneska fræðiheitinu insecta að ræða, það er ‘með skorum í’, af sögninni insecâre ‘skera í’.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.1.2023

Spyrjandi

Steinunn Pieper

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir skor í orðinu skordýr?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2023. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84354.

Guðrún Kvaran. (2023, 25. janúar). Hvað þýðir skor í orðinu skordýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84354

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir skor í orðinu skordýr?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2023. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84354>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir skor í orðinu skordýr?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað þýðir skorið í skordýr? Tengist það herdeildum Rómverja, eins og skor í háskólum (t.d. íslenskuskor)? Ég sá þá útskýringu á vefnum ykkar.

Elsta dæmið um orðið skordýr í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Sá gudlega þenkjandi Náttúru-skodari ... Asamt annari Hugleidíngu um Dygdina. Höfundur er P. F. Suhm. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Jóns Jónssonar 1798. Dæmið úr bókinni er svona:

lifandi dýr á jørdu deilast í […] Sugudýr, Fugla, Tvídýr […] Fiska, Skordýr edur Skridqvikindi og Orma.

Skordýr hafa sex fætur og þrískiptan búk sem greinist í höfuð, frambol og afturbol. Íslenska orðið er þýðing á latneska fræðiheitinu insecta sem merkir ‘með skorum í’.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:856) er skýringin á orðinu sú að eiginlega sé um þýðingu á latneska fræðiheitinu insecta að ræða, það er ‘með skorum í’, af sögninni insecâre ‘skera í’.

Heimildir og mynd:

...