Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Af hverju eru systur jólasveinanna svona fáar?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það er rétt að jólasveinar frá fyrri tíð sem bera kvenkyns nöfn eru mun færri en þeir sem bera karlmannsnöfn. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? er vitað um 78 nöfn jólasveina en aðeins fimm þeirra (6,4%) vísa til kvenkynsvera. Sambærileg tölfræði yfir önnur þekkt Grýlubörn leiðir í ljós að þar er hlutfallið milli sona og dætra um 66/33, drengjunum í vil.[1] Um þessi börn Grýlu má lesa meira í svörum við spurningunum Hvað átti Grýla mörg börn og hvað heita þau öll? og Hverjar voru systur jólasveinanna og hvað er vitað um þær?

Kynjahlutfall Grýlubarna er því mun „eðlilegra“ en kynjahlutfall jólasveinanna, þó það sé nokkru frá því sem tíðkast meðal manna, þar fæðast 105 drengir á móti hverjum 100 stúlkum. Vel má vera að hlutfallið 66/33 sé það sem tíðkast í skálduðum heimi þjóðsagnapersóna, að minnsta kosti hvað Grýlubörn varðar. En eftir stendur þá auðvitað spurningin af hverju eru kvenkyns jólasveinar svona fáir?

Einfalda svarið við þeirri spurningu er að orðið jólasveinn felur í sér að um karlkynsveru sé að ræða. Sveinn er annað orð yfir dreng eða pilt og hliðstæða kvenkynsorðið er meyja. Þess vegna er ekkert sérkennilegt að svo fáir skáldaðir kvenkyns jólasveinar séu til. Alveg eins mætti segja að hitt sé athyglisverðara, það er að kvenkyns jólasveinar séu til.

Sveinn er annað orð yfir dreng eða pilt og hliðstæða kvenkynsorðið er meyja. Þess vegna er ekkert sérkennilegt að svo fáir skáldaðir kvenkyns jólasveinar séu til. Myndin er tekin í Kollafirði 1925.

En þar sem heimildir um jólasveinanöfn eru fáorðar, yfirleitt lítið annað en nafnaþulur, er þó lítið hægt að lesa í þá staðreynd að nokkur kvenkynsnöfn finnist meðal jólasvaeina. Kannski aðeins það að ekki hefur þótt tiltökumál þó fáein kvenkynsnöfn hafi slæðst með í þulum og vísum af jólasveinum.[2]

Að lokum má geta þess að orðið jólameyja þekkist einnig, en í annarri merkingu en kvenkyns jólasveinn. Í Sögu daganna (337) segir Árni Björnsson frá leik sem fólst í því að skrifa á miða alla þá sem komu í heimsókn á jólaföstu. Á aðfangadag eða síðar var dregið um miðana, karlmenn drógu konur og konur karla. Þetta var kallað að draga jólasveina og jólameyjar, en þar er sem sagt um raunverulegt fólk að ræða en ekki þjóðsagnaverur.

Síðan má einnig nefna að í bókinni Koma jól? frá 2021, semur rithöfundurinn Hallgrímur Helgason kvæði af Grýludætrum, með hliðsjón af bók Jóhannesar úr Kötlum Jólin koma. Þar eru ort um þrettán Grýludætur sem bera nöfnin: Bjalla, Grýlurós, Litla ljós, Fantasía, Stelpustoð, Töskubuska, Bokka, Tertuglöð, Fiturönd, Augasteinastara, Áttavillt, Svangatöng og Kortasníkja.

Tilvísanir:
  1. ^ Þarna gefum við okkur auðvitað að hægt sé að yfirfæra karlkyn og kvenkyn á þjóðsagnaverur.
  2. ^ Að vísu voru tvö kvenkyns heiti jólasveina uppgötvuð árið 1990 og ekki ljóst hversu gömul þau eru í raun og veru. Hin þrjú kvenkynsheitin ná þó að minnsta kosti allt aftur til ársins 1860.

Heimildir:
  • Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík 1993.
  • Árni Björnsson, Nöfn Jólasveina. Nefnir - vefrit Nafnfræðifélagsins, 2003. (Sótt 13.12.2022).
  • Koma jól? – Angústúra. (Sótt 19.12.2022).

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er svo lítið fjallað um systur jólasveinanna? Þeir áttu a.m.k. sex systur, skv. gömlum kvæðum. Hvað er vitað um systur jólasveinanna?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.12.2022

Spyrjandi

Vala

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju eru systur jólasveinanna svona fáar?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2022. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84439.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2022, 23. desember). Af hverju eru systur jólasveinanna svona fáar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84439

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju eru systur jólasveinanna svona fáar?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2022. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84439>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru systur jólasveinanna svona fáar?
Það er rétt að jólasveinar frá fyrri tíð sem bera kvenkyns nöfn eru mun færri en þeir sem bera karlmannsnöfn. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? er vitað um 78 nöfn jólasveina en aðeins fimm þeirra (6,4%) vísa til kvenkynsvera. Sambærileg tölfræði yfir önnur þekkt Grýlubörn leiðir í ljós að þar er hlutfallið milli sona og dætra um 66/33, drengjunum í vil.[1] Um þessi börn Grýlu má lesa meira í svörum við spurningunum Hvað átti Grýla mörg börn og hvað heita þau öll? og Hverjar voru systur jólasveinanna og hvað er vitað um þær?

Kynjahlutfall Grýlubarna er því mun „eðlilegra“ en kynjahlutfall jólasveinanna, þó það sé nokkru frá því sem tíðkast meðal manna, þar fæðast 105 drengir á móti hverjum 100 stúlkum. Vel má vera að hlutfallið 66/33 sé það sem tíðkast í skálduðum heimi þjóðsagnapersóna, að minnsta kosti hvað Grýlubörn varðar. En eftir stendur þá auðvitað spurningin af hverju eru kvenkyns jólasveinar svona fáir?

Einfalda svarið við þeirri spurningu er að orðið jólasveinn felur í sér að um karlkynsveru sé að ræða. Sveinn er annað orð yfir dreng eða pilt og hliðstæða kvenkynsorðið er meyja. Þess vegna er ekkert sérkennilegt að svo fáir skáldaðir kvenkyns jólasveinar séu til. Alveg eins mætti segja að hitt sé athyglisverðara, það er að kvenkyns jólasveinar séu til.

Sveinn er annað orð yfir dreng eða pilt og hliðstæða kvenkynsorðið er meyja. Þess vegna er ekkert sérkennilegt að svo fáir skáldaðir kvenkyns jólasveinar séu til. Myndin er tekin í Kollafirði 1925.

En þar sem heimildir um jólasveinanöfn eru fáorðar, yfirleitt lítið annað en nafnaþulur, er þó lítið hægt að lesa í þá staðreynd að nokkur kvenkynsnöfn finnist meðal jólasvaeina. Kannski aðeins það að ekki hefur þótt tiltökumál þó fáein kvenkynsnöfn hafi slæðst með í þulum og vísum af jólasveinum.[2]

Að lokum má geta þess að orðið jólameyja þekkist einnig, en í annarri merkingu en kvenkyns jólasveinn. Í Sögu daganna (337) segir Árni Björnsson frá leik sem fólst í því að skrifa á miða alla þá sem komu í heimsókn á jólaföstu. Á aðfangadag eða síðar var dregið um miðana, karlmenn drógu konur og konur karla. Þetta var kallað að draga jólasveina og jólameyjar, en þar er sem sagt um raunverulegt fólk að ræða en ekki þjóðsagnaverur.

Síðan má einnig nefna að í bókinni Koma jól? frá 2021, semur rithöfundurinn Hallgrímur Helgason kvæði af Grýludætrum, með hliðsjón af bók Jóhannesar úr Kötlum Jólin koma. Þar eru ort um þrettán Grýludætur sem bera nöfnin: Bjalla, Grýlurós, Litla ljós, Fantasía, Stelpustoð, Töskubuska, Bokka, Tertuglöð, Fiturönd, Augasteinastara, Áttavillt, Svangatöng og Kortasníkja.

Tilvísanir:
  1. ^ Þarna gefum við okkur auðvitað að hægt sé að yfirfæra karlkyn og kvenkyn á þjóðsagnaverur.
  2. ^ Að vísu voru tvö kvenkyns heiti jólasveina uppgötvuð árið 1990 og ekki ljóst hversu gömul þau eru í raun og veru. Hin þrjú kvenkynsheitin ná þó að minnsta kosti allt aftur til ársins 1860.

Heimildir:
  • Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík 1993.
  • Árni Björnsson, Nöfn Jólasveina. Nefnir - vefrit Nafnfræðifélagsins, 2003. (Sótt 13.12.2022).
  • Koma jól? – Angústúra. (Sótt 19.12.2022).

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er svo lítið fjallað um systur jólasveinanna? Þeir áttu a.m.k. sex systur, skv. gömlum kvæðum. Hvað er vitað um systur jólasveinanna?...