Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Elsta ritheimild um orðið jólasvein er frá síðari hluta 17. aldar, í Grýlukvæði sem eignað er Stefáni Ólafssyni presti í Vallanesi. Þar er orðið í fleirtölu, eins og nær alltaf þegar vísað er til þessara fyrirbæra. Í Grýlukvæði Stefáns er enginn sveinanna nafngreindur.

Elsta heimild sem tilgreinir fjölda jólasveina er í handriti að öðru Grýlukvæði frá 18. öld. Þar eru þeir sagðir vera 13. Á prenti birtast tölur um fjölda jólasveina fyrst árið 1862, í fyrri bindi þjóðsagna Jóns Árnasonar. Þar koma tölurnar 9 og 13 báðar fyrir.

Ein af þekktum myndskreytingum Tryggva Magnússonar við jólakvæði Jóhannesar úr Kötlum.

Jólasveinar eru fyrst nafngreindir á prenti í sömu heimild. Þar eru birt þrettán nöfn: Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir.[1] Þessi þrettán heiti eru þau sömu og birtust á prenti þegar jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum komu út árið 1932, með þeim undantekningum að þar kemur Hurðaskellir í stað Faldafeykis og afbrigðin Pottaskefill og Skyrjarmur eru notuð í staðinn fyrir Pottasleiki og Skyrgám.

Fleiri nöfn jólasveina[2] uppgötvuðust síðar á 20. öld, til að mynda með skráningu á þulum og í heimildasöfnun Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins. Séu öll nöfnin talin eru þau 78, eins og sést í töflunni hér fyrir neðan:[3]

Þekkt nöfn jólasveina frá fyrri tíð
Askasleikir Flórsleikir Lungnaslettir Smjörhákur
Baggalútur Froðusleikir Lútur Stigaflækir
Baggi Gangagægir Lækjaræsir Steingrímur
Bandaleysir Gáttaþefur Moðbingur Stekkjarstaur
Bitahængir Giljagaur Móamangi Stóridrumbur
Bjálfansbarnið Gluggagægir Pottaskefill Stúfur
Bjálfinn Guttormur Pottasleikir Svartiljótur
Bjálmansbarnið Hlöðustrangi Pottskerfi Svellabrjótur
Bjálminn sjálfur Hnútur Pönnuskuggi Syrjusleikir
Bjúgnakrækir Hurðaskellir Pönnusleikir Tífall
Drumbur fyrir alla Kattarvali Rauður Tífill
Dúðadurtur Kertasleikir Redda Tígull
Efridrumbur Kertasníkir Refur Tútur
Faldafeykir Ketkrókur Reykjasvelgur Þambarskelfir
Fannafeykir Kleinusníkir Rjómasleikir Þorlákur
Flautaþyrill Klettaskora Skefill Þvengjasleikir
Flotgleypir Lampaskuggi Skófnasleikir Þvörusleikir
Flotnös Litlidrumbur Skyrgámur Örvadrumbur
Flotsleikir Litlipungur Skyrjarmur  
Flotsokka Lummusníkir Sledda  

Tilvísanir:
  1. ^ Jón Árnason hafði fengið þrjár nafnarunur frá jafnmörgum heimildamönnum en í fyrstu útgáfu þjóðsagnanna voru aðeins birt þessi nöfn. Nokkur nafnanna voru sameiginleg en þau nöfn sem hann hafði til reiðu, en ekki voru birt 1862, voru þessi: Pönnuskuggi, Guttormur, Bandaleysi, Lampaskuggi og Klettaskora (birtust fyrst í ritinu Allrahanda 1946). Einnig nöfnin: Tífill/Tífall, Tútur, Baggi, Lútur/Hnútur, Rauður, Redda, Steingrímur, Sledda, Bjálminn/Bjálminn sjálfur, Bjálmans/Bjálfans barnið, Lækjaræsir, Litli-Pungur, Övardrumur, Bitahængir, Froðusleikir, Syrjusleikir (birtust fyrst á prenti árið 1958 í nýrri útgáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar.
  2. ^ Þar af eru fimm heiti sem vísa til kvenkynsfyrirbæra.
  3. ^ Taflan er samhljóða þeirri sem birt er í bók Árna Björnssonar, Saga daganna, bls. 344, með þeirri undantekningu að nafninu Stigaflækir er bætt við. Það kemur fyrir í grein Árna í tímaritinu Nefnir árið 2003.

Heimildir:
  • Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík 1993.
  • Árni Björnsson, Nöfn Jólasveina. Nefnir - vefrit Nafnfræðifélagsins, 2003. (Sótt 13.12.2022).

Mynd:

Spurningu Gunnars Geirs er hér svarað að hluta.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.12.2022

Spyrjandi

Gunnar Geir Gunnarsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? “ Vísindavefurinn, 16. desember 2022. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54312.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2022, 16. desember). Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54312

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? “ Vísindavefurinn. 16. des. 2022. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54312>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir?
Elsta ritheimild um orðið jólasvein er frá síðari hluta 17. aldar, í Grýlukvæði sem eignað er Stefáni Ólafssyni presti í Vallanesi. Þar er orðið í fleirtölu, eins og nær alltaf þegar vísað er til þessara fyrirbæra. Í Grýlukvæði Stefáns er enginn sveinanna nafngreindur.

Elsta heimild sem tilgreinir fjölda jólasveina er í handriti að öðru Grýlukvæði frá 18. öld. Þar eru þeir sagðir vera 13. Á prenti birtast tölur um fjölda jólasveina fyrst árið 1862, í fyrri bindi þjóðsagna Jóns Árnasonar. Þar koma tölurnar 9 og 13 báðar fyrir.

Ein af þekktum myndskreytingum Tryggva Magnússonar við jólakvæði Jóhannesar úr Kötlum.

Jólasveinar eru fyrst nafngreindir á prenti í sömu heimild. Þar eru birt þrettán nöfn: Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir.[1] Þessi þrettán heiti eru þau sömu og birtust á prenti þegar jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum komu út árið 1932, með þeim undantekningum að þar kemur Hurðaskellir í stað Faldafeykis og afbrigðin Pottaskefill og Skyrjarmur eru notuð í staðinn fyrir Pottasleiki og Skyrgám.

Fleiri nöfn jólasveina[2] uppgötvuðust síðar á 20. öld, til að mynda með skráningu á þulum og í heimildasöfnun Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins. Séu öll nöfnin talin eru þau 78, eins og sést í töflunni hér fyrir neðan:[3]

Þekkt nöfn jólasveina frá fyrri tíð
Askasleikir Flórsleikir Lungnaslettir Smjörhákur
Baggalútur Froðusleikir Lútur Stigaflækir
Baggi Gangagægir Lækjaræsir Steingrímur
Bandaleysir Gáttaþefur Moðbingur Stekkjarstaur
Bitahængir Giljagaur Móamangi Stóridrumbur
Bjálfansbarnið Gluggagægir Pottaskefill Stúfur
Bjálfinn Guttormur Pottasleikir Svartiljótur
Bjálmansbarnið Hlöðustrangi Pottskerfi Svellabrjótur
Bjálminn sjálfur Hnútur Pönnuskuggi Syrjusleikir
Bjúgnakrækir Hurðaskellir Pönnusleikir Tífall
Drumbur fyrir alla Kattarvali Rauður Tífill
Dúðadurtur Kertasleikir Redda Tígull
Efridrumbur Kertasníkir Refur Tútur
Faldafeykir Ketkrókur Reykjasvelgur Þambarskelfir
Fannafeykir Kleinusníkir Rjómasleikir Þorlákur
Flautaþyrill Klettaskora Skefill Þvengjasleikir
Flotgleypir Lampaskuggi Skófnasleikir Þvörusleikir
Flotnös Litlidrumbur Skyrgámur Örvadrumbur
Flotsleikir Litlipungur Skyrjarmur  
Flotsokka Lummusníkir Sledda  

Tilvísanir:
  1. ^ Jón Árnason hafði fengið þrjár nafnarunur frá jafnmörgum heimildamönnum en í fyrstu útgáfu þjóðsagnanna voru aðeins birt þessi nöfn. Nokkur nafnanna voru sameiginleg en þau nöfn sem hann hafði til reiðu, en ekki voru birt 1862, voru þessi: Pönnuskuggi, Guttormur, Bandaleysi, Lampaskuggi og Klettaskora (birtust fyrst í ritinu Allrahanda 1946). Einnig nöfnin: Tífill/Tífall, Tútur, Baggi, Lútur/Hnútur, Rauður, Redda, Steingrímur, Sledda, Bjálminn/Bjálminn sjálfur, Bjálmans/Bjálfans barnið, Lækjaræsir, Litli-Pungur, Övardrumur, Bitahængir, Froðusleikir, Syrjusleikir (birtust fyrst á prenti árið 1958 í nýrri útgáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar.
  2. ^ Þar af eru fimm heiti sem vísa til kvenkynsfyrirbæra.
  3. ^ Taflan er samhljóða þeirri sem birt er í bók Árna Björnssonar, Saga daganna, bls. 344, með þeirri undantekningu að nafninu Stigaflækir er bætt við. Það kemur fyrir í grein Árna í tímaritinu Nefnir árið 2003.

Heimildir:
  • Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík 1993.
  • Árni Björnsson, Nöfn Jólasveina. Nefnir - vefrit Nafnfræðifélagsins, 2003. (Sótt 13.12.2022).

Mynd:

Spurningu Gunnars Geirs er hér svarað að hluta.

...