Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins?

Árni Björnsson

Nýjustu kannanir leiða í ljós að hér áður fyrr hafi verið til ýmsir hópar af jólasveinum hér og þar um landið og að fjöldi þeirra hafi verið mismunandi. Enginn þessara hópa náði hins vegar yfir allt landið. Alls hafa fundist yfir 80 jólasveinanöfn og fáeinar jólameyjar.

Í fyrstu skipulegu þjóðfræðasöfnun hér á landi, átaki Jóns Árnasonar (1819-1888) upp úr miðri 19. öld, bárust honum heimildir um þrjá jólasveinahópa. Í einum voru þeir 13, í öðrum 9 og í hinum þriðja 18. Í fyrstu útgáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar, sem prentuð var í tveim bindum í Leipzig í Þýskalandi 1862-1864, komst ekki fyrir nema um helmingur þess efnis sem Jón hafði þá þegar dregið saman. Heildarútgáfan kom ekki út fyrr en á árunum 1954-1961.



Hér sést hópur 13 jólasveina á leið ofan úr fjöllum. Myndin er eftir Halldór Pétursson.

Af þessum sökum var í fyrstu útgáfu einungis getið um tvo jólasveinahópa, einn með 13 jólasveinum og annan með 9 jólasveinum. Talan 13 er að því leyti rökrétt að hún er jöfn jóladögunum. Hver þessara 13 jólasveina hafði einnig sitt nafn. Auk þess koma 13 jólasveinar fyrir í þulu frá 18. öld, hundrað árum áður en Jón Árnason hóf söfnun sína. Fyrir þá tilviljun að þessi nöfn jólasveina voru þau fyrstu sem birtust í prentaðri bók, hafa menn eðlilega talið þau hin einu réttu. En svo þarf þó ekki að vera. Samt er varla ástæða til að fara að hringla með nöfnin eða fjöldann úr þessu.

Ekkert mælir á móti því að einnig hafi verið til hópur 9 jólasveina, en rökin sem færð hafa verið fyrir því eru á hinn bóginn harla léttvæg. Jólasveinar ‘einn og átta’ þarf ekki að vera annað en stuðlasetning í vísuorði og ekki merkja annað en ‘margir’, rétt eins og þegar sagt er ‘hann er nú einn af átján’ sem merkir að hann sé eins og fólk er flest. Vísuorðið ‘níu nóttum fyrir jól’ mun upphaflega ekkert eiga skylt við jólasveina, heldur vísar það í danskvæði sem þekkt var víða á Norðurlöndum. Þar er getið um jómfrú Önnu hina grönnu með sína könnu, sem dansar níu nóttum fyrir jól.

Misskilningurinn varð hinsvegar til þess að Friðrik Bjarnason tónskáld sló saman vísunum ‘Jólasveinar ganga um gólf’ og ‘Upp á stól stendur mín kanna’ og samdi við þær lipurt jólalag, sem fyrst hljómaði árið 1949 og hefur síðan verið vinsælt. Um þetta má lesa nánar í svörum sama höfundar við spurningunum: Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"? og Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?

Hvort jólasveinarnir einn og átta hittu Andrés eða Ísleif utan gátta er ógerningur að skera úr um. Þessar tvær gerðir þulunnar eru álíka gamlar. Óneitanlega má þykja við hæfi að hugsa til Andrésar postula, en Andrésmessa 30. nóvember var víða látin marka upphaf jólaföstu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Spurningin hljóðaði upphaflega svona:
Voru jólasveinarnir einhverntímann 9 talsins samanber vísurnar "Jólasveinar einn og átta...." og " 9 dögum fyrir jól þá kem ég til manna".
Hér var einnig svarað spurningu Guðrúnar Bjarkadóttur:
Hvort hittu jólasveinarnir í laginu "Jólasveinar einn og átta" Ísleif eða Andrés utan gátta og hver gæti sá maður hafa verið?

Mynd: Jólasveinar. Halldór Pétursson.

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

18.12.2007

Spyrjandi

Íris
Guðrún Bjarkadóttir

Tilvísun

Árni Björnsson. „Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2007. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6968.

Árni Björnsson. (2007, 18. desember). Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6968

Árni Björnsson. „Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2007. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6968>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins?
Nýjustu kannanir leiða í ljós að hér áður fyrr hafi verið til ýmsir hópar af jólasveinum hér og þar um landið og að fjöldi þeirra hafi verið mismunandi. Enginn þessara hópa náði hins vegar yfir allt landið. Alls hafa fundist yfir 80 jólasveinanöfn og fáeinar jólameyjar.

Í fyrstu skipulegu þjóðfræðasöfnun hér á landi, átaki Jóns Árnasonar (1819-1888) upp úr miðri 19. öld, bárust honum heimildir um þrjá jólasveinahópa. Í einum voru þeir 13, í öðrum 9 og í hinum þriðja 18. Í fyrstu útgáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar, sem prentuð var í tveim bindum í Leipzig í Þýskalandi 1862-1864, komst ekki fyrir nema um helmingur þess efnis sem Jón hafði þá þegar dregið saman. Heildarútgáfan kom ekki út fyrr en á árunum 1954-1961.



Hér sést hópur 13 jólasveina á leið ofan úr fjöllum. Myndin er eftir Halldór Pétursson.

Af þessum sökum var í fyrstu útgáfu einungis getið um tvo jólasveinahópa, einn með 13 jólasveinum og annan með 9 jólasveinum. Talan 13 er að því leyti rökrétt að hún er jöfn jóladögunum. Hver þessara 13 jólasveina hafði einnig sitt nafn. Auk þess koma 13 jólasveinar fyrir í þulu frá 18. öld, hundrað árum áður en Jón Árnason hóf söfnun sína. Fyrir þá tilviljun að þessi nöfn jólasveina voru þau fyrstu sem birtust í prentaðri bók, hafa menn eðlilega talið þau hin einu réttu. En svo þarf þó ekki að vera. Samt er varla ástæða til að fara að hringla með nöfnin eða fjöldann úr þessu.

Ekkert mælir á móti því að einnig hafi verið til hópur 9 jólasveina, en rökin sem færð hafa verið fyrir því eru á hinn bóginn harla léttvæg. Jólasveinar ‘einn og átta’ þarf ekki að vera annað en stuðlasetning í vísuorði og ekki merkja annað en ‘margir’, rétt eins og þegar sagt er ‘hann er nú einn af átján’ sem merkir að hann sé eins og fólk er flest. Vísuorðið ‘níu nóttum fyrir jól’ mun upphaflega ekkert eiga skylt við jólasveina, heldur vísar það í danskvæði sem þekkt var víða á Norðurlöndum. Þar er getið um jómfrú Önnu hina grönnu með sína könnu, sem dansar níu nóttum fyrir jól.

Misskilningurinn varð hinsvegar til þess að Friðrik Bjarnason tónskáld sló saman vísunum ‘Jólasveinar ganga um gólf’ og ‘Upp á stól stendur mín kanna’ og samdi við þær lipurt jólalag, sem fyrst hljómaði árið 1949 og hefur síðan verið vinsælt. Um þetta má lesa nánar í svörum sama höfundar við spurningunum: Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"? og Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?

Hvort jólasveinarnir einn og átta hittu Andrés eða Ísleif utan gátta er ógerningur að skera úr um. Þessar tvær gerðir þulunnar eru álíka gamlar. Óneitanlega má þykja við hæfi að hugsa til Andrésar postula, en Andrésmessa 30. nóvember var víða látin marka upphaf jólaföstu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Spurningin hljóðaði upphaflega svona:
Voru jólasveinarnir einhverntímann 9 talsins samanber vísurnar "Jólasveinar einn og átta...." og " 9 dögum fyrir jól þá kem ég til manna".
Hér var einnig svarað spurningu Guðrúnar Bjarkadóttur:
Hvort hittu jólasveinarnir í laginu "Jólasveinar einn og átta" Ísleif eða Andrés utan gátta og hver gæti sá maður hafa verið?

Mynd: Jólasveinar. Halldór Pétursson....