Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvað átti Grýla mörg börn og hvað heita þau öll?

JGÞ

Hefð er fyrir því að skipta börnum þjóðsagnaverunnar Grýlu í tvo flokka. Í öðrum þeirra eru jólasveinarnir en í hinum öll önnur börn Grýlu. Grýlubörn eru nefnd í ýmsum þulum og kvæðum frá fyrri tíð og vitað er um minnsta kosti 72 þeirra. Þekkt jólasveinanöfn eru aðeins fleiri eða 78. Heildarfjöldi barna Grýla er því að minnsta kosti 150 talsins. Um jólasveinanöfnin er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir?

Teikning af Grýlu eftir Halldór Pétursson úr Vísnabókinni sem fyrst kom út 1946.

Þulur um Grýlu eru margar og oft mjög langar. Í sumum þeirra eru erindin vel yfir hundrað talsins. Grýlukvæði hefjast oft á þennan hátt:

Grýla kallar á börnin sín,
þegar hún fer að sjóða
til jóla:
Komið þið hingað öll til mín,
ykkur vil ég bjóða,
Leppur, Skreppur, Langleggur og Leiðindaskjóða.

Börnin fjögur sem nefnd eru í lok þessarar þulu eru þau sem oftast eru nafngreind í Grýluþulum og -kvæðum. En annars er hljómar listinn yfir þekkt Grýlubörn svona í stafrófsröð, fyrir utan jólasveinana:

Þekkt nöfn Grýlubarna frá fyrri tíð
Askur Hnútur Lúpa Stampur
Ausa Hnýfill Mukka Stefna
Bikkja Höttur Mösull Stefnir
Bokki Jónar tveir Nafar Stikill
Bolli Knútur Nípa Strokkur
Botni Koppur Nútur Strútur
Bóla Kútur Næja Strympa
Brynki Kyllir Poki Stútur
Bútur Kyppa Pútur Syrpa/Surtla
Böðvar Langleggur Sigurður Tafar
Dallur Láni Sighvatur Taska
Dáni Lápur Skotta Típa
Djangi Leiðindaskjóða Skreppur Tæja
Dúðadurtur Leppatuska Skráma Völustallur
Flaska Leppur Skrápur Þrándur
Gráni Ljótur Sleggja Þröstur
Hnyðja Loki Sláni Þóra
Hnúta Loðinn Sóla  

Sighvatur og Syrpa/Surtla eru talin vera seinustu börn Grýlu. Þau voru tvíburar.

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin var: Hverjir búa í Grýluhelli? Búa þar fleiri en jólasveinarnir, Grýla, Leppalúði og jólakötturinn?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.12.2022

Spyrjandi

Kristinn Pálsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað átti Grýla mörg börn og hvað heita þau öll?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2022. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58093.

JGÞ. (2022, 20. desember). Hvað átti Grýla mörg börn og hvað heita þau öll? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58093

JGÞ. „Hvað átti Grýla mörg börn og hvað heita þau öll?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2022. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58093>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað átti Grýla mörg börn og hvað heita þau öll?
Hefð er fyrir því að skipta börnum þjóðsagnaverunnar Grýlu í tvo flokka. Í öðrum þeirra eru jólasveinarnir en í hinum öll önnur börn Grýlu. Grýlubörn eru nefnd í ýmsum þulum og kvæðum frá fyrri tíð og vitað er um minnsta kosti 72 þeirra. Þekkt jólasveinanöfn eru aðeins fleiri eða 78. Heildarfjöldi barna Grýla er því að minnsta kosti 150 talsins. Um jólasveinanöfnin er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir?

Teikning af Grýlu eftir Halldór Pétursson úr Vísnabókinni sem fyrst kom út 1946.

Þulur um Grýlu eru margar og oft mjög langar. Í sumum þeirra eru erindin vel yfir hundrað talsins. Grýlukvæði hefjast oft á þennan hátt:

Grýla kallar á börnin sín,
þegar hún fer að sjóða
til jóla:
Komið þið hingað öll til mín,
ykkur vil ég bjóða,
Leppur, Skreppur, Langleggur og Leiðindaskjóða.

Börnin fjögur sem nefnd eru í lok þessarar þulu eru þau sem oftast eru nafngreind í Grýluþulum og -kvæðum. En annars er hljómar listinn yfir þekkt Grýlubörn svona í stafrófsröð, fyrir utan jólasveinana:

Þekkt nöfn Grýlubarna frá fyrri tíð
Askur Hnútur Lúpa Stampur
Ausa Hnýfill Mukka Stefna
Bikkja Höttur Mösull Stefnir
Bokki Jónar tveir Nafar Stikill
Bolli Knútur Nípa Strokkur
Botni Koppur Nútur Strútur
Bóla Kútur Næja Strympa
Brynki Kyllir Poki Stútur
Bútur Kyppa Pútur Syrpa/Surtla
Böðvar Langleggur Sigurður Tafar
Dallur Láni Sighvatur Taska
Dáni Lápur Skotta Típa
Djangi Leiðindaskjóða Skreppur Tæja
Dúðadurtur Leppatuska Skráma Völustallur
Flaska Leppur Skrápur Þrándur
Gráni Ljótur Sleggja Þröstur
Hnyðja Loki Sláni Þóra
Hnúta Loðinn Sóla  

Sighvatur og Syrpa/Surtla eru talin vera seinustu börn Grýlu. Þau voru tvíburar.

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin var: Hverjir búa í Grýluhelli? Búa þar fleiri en jólasveinarnir, Grýla, Leppalúði og jólakötturinn?...