Hvernig hefur mynd Grýlu þróast frá því að vera ógnvekjandi tröll í það að verða hluti af jólahefðum?Grýla er að sjálfsögðu enn þá ógnvekjandi tröll, en það er rétt að hún hefur ekki alltaf verið tengd jólunum. Grýlu er fyrst getið í gömlum heimildum og þar er hún einmitt ekki sérstaklega tengd við jólin, en er vissulega ógurleg tröllskessa. Hún kemur fyrir í nafnaþulu í Snorra-Eddu og svo er hún nefnd í Allra flagða þulu með öðrum tröllkerlingum. Í Sturlungu (Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar) er líka vísubrot þar sem segir:
Hér fer GrýlaÞarna er það reyndar Loftur nokkur sem fer með vísuna um sjálfan sig. Þá eru uppi kenningar um að Grýla eigi rætur sínar í fornum hugmyndum um einhvers konar vetrarvætti, en slíkar kerlingar þekkjast í nágrannalöndum okkar. Þjóðfræðingurinn Terry Gunnell hefur einnig bent á að hugsanlega sé þarna um að ræða búningasiði þar sem fólk klæddi sig upp sem Grýlu, en það þekktist líka til dæmis í Færeyjum og á Hjaltlandseyjum.
í garð ofan
og hefur á sér
hala fimmtán.

Grýla er að sjálfsögðu enn þá ógnvekjandi tröll, en það er rétt að hún hefur ekki alltaf verið tengd jólunum.
Hér er komin GrýlaÍ þessu kvæði kemur líka fram að Grýla vilji helst borða óþekk börn, eitthvað sem við könnumst við enn í dag. Í öðru kvæði frá 17. öld eftir séra Stefán Ólafsson í Vallanesi, er hún líka í fyrsta skipti tengd við jólasveinanna en þar segir að þeir séu börn hennar og Leppalúða. Þá er algengt að alls konar yfirnáttúrulegar verur og vættir séu sögð vera á sveimi á jaðartímum, eins og um jól og áramót. Í framhaldi af þessu hafa verið samin ótal mörg kvæði um Grýlu og hennar hryllilegu fjölskyldu og enn í dag eru samin um hana lög sem sungin eru fyrir jólin. Í þessum eldri kvæðum er fjallað um ferðir hennar um sveitirnar þar sem hún biður bændur um óþekk börn í matinn. Hún hefur því sinnt því hlutverki að hræða börn til að haga sér vel í desember í nokkur hundruð ár. Í gegnum tíðina hafa komið fram ýmsar hugmyndir um að Grýla sé nú ekki lengur á sveimi, heldur sé hún dauð. Fyrr á tímum hefur börnum ábyggilega létt við þessar fréttir. Þekktasta frásögnin um andlát Grýlu er líklega í söngtexta, þar sem hún er sögð hafa gefist upp á rólunum. Það er þó mikilvægt að hafa í huga, út af öllum þessum kvæðum og lögum um dauða Grýlu, að það er ekki hægt að drepa neinn með því að yrkja vísu um að hann sé dauður Heimildir og myndir:
og gægist um hól
hún mun vilja hvíla sig
hér um öll jól.
Hún mun vilja hvíla sig
því hér eru börn.
Hún er grá um hálsinn
og hlakkar eins og örn.
- Árni Björnsson. (2000). Saga daganna. Reykjavík: Mál og menning.
- Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson. (2025). Gömlu íslensku jólafólin. Strandir: Sögusmiðjan.
- Gunnell, Terry. (2001). Grýla, Grýlur, ‘Gröleks’ and Skeklers: Medieval Disguise Traditions in the North Atlantic? Arv: Nordic Yearbook of Folklore 57, s. 33-54.
- Yfirlitsmynd: Æskan - 13.-16. Tölublað (15.12.1925) - Tímarit.is.
- Thorsteinn1996. (2022, 18. júlí). Grýla-Grýlukvæði2022.png. Wikimedia Commons. Birt undir CC BY-SA 4.0 leyfi. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Gr%C3%BDla-Gr%C3%BDlukv%C3%A6%C3%B0i2022.png