Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og stýrir meistaranámi í norrænni trú í þeirri grein. Á sínum ferli hefur hann skipulagt og kennt námskeið um þjóðsagnafræði, hátíðir, leiki og skemmtanir, norræna trú, sviðslistafræði, Tolkien, leiklist, leiklistarfræði, miðaldaleiklist, nútímaleikhús, Ibsen, Strindberg og Chekhov.

Í rannsóknum sínum hefur Terry aðallega fengist við þjóðsagnir, þjóðtrú, hátíðir og dulbúningasiði á Norðurlöndum fyrr og nú; norræna trú; og sviðlist (meðal annars sviðlist Eddukvæða, helgisiða, uppistandara, mótmælenda, og sagnamanna). Segja má að hinar ýmsu birtingarmyndir sviðslista séu rauður þráður í flestum rannsóknum Terrys.

Hinar ýmsu birtingarmyndir sviðslista eru rauður þráður í flestum rannsóknum Terrys.

Terry er höfundur The Origins of Drama in Scandinavia (1995), ritstjóri Masks and Mumming in the Nordic Area (2007); og Legends and Landscape (2008), og meðritstjóri The Nordic Apocalypse: Approaches to Völuspá and Nordic Days of Judgement (2013, með Annette Lassen). Hann ritstýrði einnig, ásamt Karli Aspelund, bókinni Málarinn og Menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874 (2017), en hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017.

Terry skipulagði könnunina um þjóðtrú íslendinga 2006-2007 (í samstarfi við Félagsvísindastofnun og Erlend Haraldsson) og er upphafsmaður Sagnagrunnsins sem er kortlagður gagnagrunnur um þjóðsagnir Íslendinga. Terry stendur að stafrænum gagnagrunni (ásamt Karli Aspelund og með aðstoð styrk frá Rannsóknasjóði) um Sigurð Guðmundsson og Kvöldfélagið. Hann stendur einnig að stafrænum gagnagrunni (ásamt Rósu Þorsteinsdóttur) um Jón Árnason og söfnun íslenska þjóðsagna. Auk þess hefur hann skrifað fjölda greina og bókarkafla um norræna trú, sviðslist og þjóðsagnir.

Terry er í ritnefnd tímaritanna Arv, Oral Tradition, og Folklore: The Electronic Journal of Folklore; og ritröð Acta Scandinavica (Brepols). Hann hefur verið meðlimur Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur síðan 2005, og fékk Jöran Sahlgren-verðlaun Akademíunnar fyrir rannsóknir sínar árið 2009. Hann hefur verið gestakennari við háskólana í Edinborg, University College Dublin, Árósum, Madison, Helsinki, Osló, Gotland og Tartu.

Terry er fæddur í Hove, Sussex, Englandi 1955. Eftir nám í Hove County Grammar School for Boys, lauk hann B.A-prófi í leiklistarfræði í háskólanum í Birmingham 1977; Postgraduate Certificate of Education (PGCE) í Westbourne College, Birmingham 1978; Bacc. Phil. í íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskóla Íslands 1980; og doktorsprófi í íslenskum fræðum í háskólanum í Leeds 1991. Hann kenndi leiklist og ensku í West Park College, Smethwick, 1978-1979, og ensku í Menntaskólanum í Hamrahlið frá 1980 til 1998. Hann tók við af Jóni Hnefli Aðalsteinssyni sem lektor í þjóðfræði í Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1998, og hlaut framgang í stöðu prófessors í þjóðfræði 2010.

Mynd:
  • Úr safni TG

Útgáfudagur

10.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75248.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 10. febrúar). Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75248

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75248>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?
Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og stýrir meistaranámi í norrænni trú í þeirri grein. Á sínum ferli hefur hann skipulagt og kennt námskeið um þjóðsagnafræði, hátíðir, leiki og skemmtanir, norræna trú, sviðslistafræði, Tolkien, leiklist, leiklistarfræði, miðaldaleiklist, nútímaleikhús, Ibsen, Strindberg og Chekhov.

Í rannsóknum sínum hefur Terry aðallega fengist við þjóðsagnir, þjóðtrú, hátíðir og dulbúningasiði á Norðurlöndum fyrr og nú; norræna trú; og sviðlist (meðal annars sviðlist Eddukvæða, helgisiða, uppistandara, mótmælenda, og sagnamanna). Segja má að hinar ýmsu birtingarmyndir sviðslista séu rauður þráður í flestum rannsóknum Terrys.

Hinar ýmsu birtingarmyndir sviðslista eru rauður þráður í flestum rannsóknum Terrys.

Terry er höfundur The Origins of Drama in Scandinavia (1995), ritstjóri Masks and Mumming in the Nordic Area (2007); og Legends and Landscape (2008), og meðritstjóri The Nordic Apocalypse: Approaches to Völuspá and Nordic Days of Judgement (2013, með Annette Lassen). Hann ritstýrði einnig, ásamt Karli Aspelund, bókinni Málarinn og Menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874 (2017), en hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017.

Terry skipulagði könnunina um þjóðtrú íslendinga 2006-2007 (í samstarfi við Félagsvísindastofnun og Erlend Haraldsson) og er upphafsmaður Sagnagrunnsins sem er kortlagður gagnagrunnur um þjóðsagnir Íslendinga. Terry stendur að stafrænum gagnagrunni (ásamt Karli Aspelund og með aðstoð styrk frá Rannsóknasjóði) um Sigurð Guðmundsson og Kvöldfélagið. Hann stendur einnig að stafrænum gagnagrunni (ásamt Rósu Þorsteinsdóttur) um Jón Árnason og söfnun íslenska þjóðsagna. Auk þess hefur hann skrifað fjölda greina og bókarkafla um norræna trú, sviðslist og þjóðsagnir.

Terry er í ritnefnd tímaritanna Arv, Oral Tradition, og Folklore: The Electronic Journal of Folklore; og ritröð Acta Scandinavica (Brepols). Hann hefur verið meðlimur Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur síðan 2005, og fékk Jöran Sahlgren-verðlaun Akademíunnar fyrir rannsóknir sínar árið 2009. Hann hefur verið gestakennari við háskólana í Edinborg, University College Dublin, Árósum, Madison, Helsinki, Osló, Gotland og Tartu.

Terry er fæddur í Hove, Sussex, Englandi 1955. Eftir nám í Hove County Grammar School for Boys, lauk hann B.A-prófi í leiklistarfræði í háskólanum í Birmingham 1977; Postgraduate Certificate of Education (PGCE) í Westbourne College, Birmingham 1978; Bacc. Phil. í íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskóla Íslands 1980; og doktorsprófi í íslenskum fræðum í háskólanum í Leeds 1991. Hann kenndi leiklist og ensku í West Park College, Smethwick, 1978-1979, og ensku í Menntaskólanum í Hamrahlið frá 1980 til 1998. Hann tók við af Jóni Hnefli Aðalsteinssyni sem lektor í þjóðfræði í Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1998, og hlaut framgang í stöðu prófessors í þjóðfræði 2010.

Mynd:
  • Úr safni TG

...