Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Hvað gera þjóðfræðingar?

EDS

Fræðigreinin þjóðfræði fæst við hvers kyns þjóðlegan fróðleik, þjóðsögur, þjóðkvæði, þjóðlög og margt fleira. Þjóðfræði er kennd við Háskóla Íslands og tilheyrir félagsvísindasviði, innan félags- og mannvísindadeildar. Um þjóðfræði og störf þjóðfræðinga er til dæmis hægt að lesa um á vef Háskóla Íslands. Textinn sem hér fylgir er fenginn þaðan og er lítillega styttur:
Þjóðfræðin rannsakar hversdagsmenningu, lífshætti og lífssýn á okkar dögum og áður fyrr. Þjóðfræði heyrir í senn til hug- og félagsvísinda, enda fjalla þjóðfræðingar jöfnum höndum um aðstæður fólks og samfélag á hverjum tíma og svo tjáningu þess, listfengi og fagurfræði hversdagsins.

Á meðal viðfangsefna þjóðfræðinnar eru sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhættir, trú og tónlist, siðir og venjur, hátíðir og leikir, klæðnaður og matarhættir, svo fátt eitt sé nefnt. Áhersla er lögð á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft og hvernig fólk lifir í samfélagi hvert við annað í þeim margvíslegu hópum sem það tilheyrir.

Klæðnaður er eitt af viðfangsefnum þjóðfræðing og þá ekki bara þjóðbúningar eða "gömul" föt.

Þjóðfræðingar sem lokið hafa námi frá Háskóla Íslands eru (í stafrófsröð): atvinnuráðgjafar, blaðamenn, bændur, fararstjórar, fjölmiðlafólk, forstöðumenn og deildarstjórar safna og menningarmiðstöðva, framhaldsnemar, framhaldsskólakennarar, framkvæmdastjórar, fræðimenn, fræðslufulltrúar, grunnskólakennarar, háskólakennarar, hjálparstarfsmenn, klæðskerar, kvikmyndagerðarmenn, kynningarfulltrúar, landverðir, leiðsögumenn, minjaverðir, myndlistarmenn, prestar, rithöfundar, ritstjórar, safnstjórar, safnverðir, skrifstofustjórar, spákonur, sýningarhönnuðir, þáttagerðarfólk og þýðendur. Auk þess starfa þjóðfræðingar meðal annars við bókaútgáfu, ferðaþjónustu, fornleifarannsóknir, leikhús, menningarsvið sveitarfélaga, náttúruvernd, opinbera stjórnsýslu, ráðgjöf og sýningargerð.

Þjóðfræðingar frá Háskóla Íslands hafa jafnframt lagt land undir fót og farið utan í framhaldsnám, meðal annars til Bandaríkjanna, Bretlands, Írlands, Norðurlandanna og Þýskalands. Eins eru dæmi um að þjóðfræðingar hafi stofnað og rekið fyrirtæki á sínu sviði. Hafa þarf hugfast að það er undir hverjum og einum komið hvernig menn nýta nám sitt, hæfileika og reynslu.
Viðfangsefni þjóðfræðinnar eru augljóslega margvísleg og þeir sem hafa hug á að kynna sér hana betur geta til að mynda skoðað fjölmörg svör sem tilheyra þjóðfræði hér á Vísindavefnum:

Mynd: Íslendingafélagið í Osló. Sótt 3. 3. 2010.

Höfundur

Útgáfudagur

8.3.2010

Spyrjandi

Ingibjörg Ásta Tómasdóttir, f. 1994

Tilvísun

EDS. „Hvað gera þjóðfræðingar?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2010. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48242.

EDS. (2010, 8. mars). Hvað gera þjóðfræðingar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48242

EDS. „Hvað gera þjóðfræðingar?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2010. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48242>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gera þjóðfræðingar?
Fræðigreinin þjóðfræði fæst við hvers kyns þjóðlegan fróðleik, þjóðsögur, þjóðkvæði, þjóðlög og margt fleira. Þjóðfræði er kennd við Háskóla Íslands og tilheyrir félagsvísindasviði, innan félags- og mannvísindadeildar. Um þjóðfræði og störf þjóðfræðinga er til dæmis hægt að lesa um á vef Háskóla Íslands. Textinn sem hér fylgir er fenginn þaðan og er lítillega styttur:

Þjóðfræðin rannsakar hversdagsmenningu, lífshætti og lífssýn á okkar dögum og áður fyrr. Þjóðfræði heyrir í senn til hug- og félagsvísinda, enda fjalla þjóðfræðingar jöfnum höndum um aðstæður fólks og samfélag á hverjum tíma og svo tjáningu þess, listfengi og fagurfræði hversdagsins.

Á meðal viðfangsefna þjóðfræðinnar eru sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhættir, trú og tónlist, siðir og venjur, hátíðir og leikir, klæðnaður og matarhættir, svo fátt eitt sé nefnt. Áhersla er lögð á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft og hvernig fólk lifir í samfélagi hvert við annað í þeim margvíslegu hópum sem það tilheyrir.

Klæðnaður er eitt af viðfangsefnum þjóðfræðing og þá ekki bara þjóðbúningar eða "gömul" föt.

Þjóðfræðingar sem lokið hafa námi frá Háskóla Íslands eru (í stafrófsröð): atvinnuráðgjafar, blaðamenn, bændur, fararstjórar, fjölmiðlafólk, forstöðumenn og deildarstjórar safna og menningarmiðstöðva, framhaldsnemar, framhaldsskólakennarar, framkvæmdastjórar, fræðimenn, fræðslufulltrúar, grunnskólakennarar, háskólakennarar, hjálparstarfsmenn, klæðskerar, kvikmyndagerðarmenn, kynningarfulltrúar, landverðir, leiðsögumenn, minjaverðir, myndlistarmenn, prestar, rithöfundar, ritstjórar, safnstjórar, safnverðir, skrifstofustjórar, spákonur, sýningarhönnuðir, þáttagerðarfólk og þýðendur. Auk þess starfa þjóðfræðingar meðal annars við bókaútgáfu, ferðaþjónustu, fornleifarannsóknir, leikhús, menningarsvið sveitarfélaga, náttúruvernd, opinbera stjórnsýslu, ráðgjöf og sýningargerð.

Þjóðfræðingar frá Háskóla Íslands hafa jafnframt lagt land undir fót og farið utan í framhaldsnám, meðal annars til Bandaríkjanna, Bretlands, Írlands, Norðurlandanna og Þýskalands. Eins eru dæmi um að þjóðfræðingar hafi stofnað og rekið fyrirtæki á sínu sviði. Hafa þarf hugfast að það er undir hverjum og einum komið hvernig menn nýta nám sitt, hæfileika og reynslu.
Viðfangsefni þjóðfræðinnar eru augljóslega margvísleg og þeir sem hafa hug á að kynna sér hana betur geta til að mynda skoðað fjölmörg svör sem tilheyra þjóðfræði hér á Vísindavefnum:

Mynd: Íslendingafélagið í Osló. Sótt 3. 3. 2010....