Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver er munurinn á trölli og skessu?

EDS

Í stuttu máli eru skessur tröll, en tröll eru ekki öll skessur. Samkvæmt Íslenskri orðabók er tröll (í þjóðsögum) risi, jötunn, stórvaxin ómennsk vera í mannsmynd. Skessa er hins vegar tröllkona, sem sagt kvenkyns tröll.

Þetta sama má sjá í Íslensku vættatali Árna Björnssonar en þar segir:
Orðið tröll er skylt sögninni að trylla og í elstu dæmum er það einkum haft um illvættir eða fjölkynngismenn og brúkað sem skammaryrði. Mjög snemma er þó tekið að nota orðið um bergbúa þar sem karlinn heitir einnig jötunn, risi og þurs, en kerlingin flagð, gýgur og skessa. Sú merking er löngu orðin allsráðandi. Þau eru í mannsmynd en langtum stærri og hrikalegri og stundum talin einhvers konar eldri kynstofn en mennirnir.

Tröllkarl og tröllkerling.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

31.5.2018

Spyrjandi

Hrund Brynjólfsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hver er munurinn á trölli og skessu?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2018. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69614.

EDS. (2018, 31. maí). Hver er munurinn á trölli og skessu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69614

EDS. „Hver er munurinn á trölli og skessu?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2018. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69614>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á trölli og skessu?
Í stuttu máli eru skessur tröll, en tröll eru ekki öll skessur. Samkvæmt Íslenskri orðabók er tröll (í þjóðsögum) risi, jötunn, stórvaxin ómennsk vera í mannsmynd. Skessa er hins vegar tröllkona, sem sagt kvenkyns tröll.

Þetta sama má sjá í Íslensku vættatali Árna Björnssonar en þar segir:
Orðið tröll er skylt sögninni að trylla og í elstu dæmum er það einkum haft um illvættir eða fjölkynngismenn og brúkað sem skammaryrði. Mjög snemma er þó tekið að nota orðið um bergbúa þar sem karlinn heitir einnig jötunn, risi og þurs, en kerlingin flagð, gýgur og skessa. Sú merking er löngu orðin allsráðandi. Þau eru í mannsmynd en langtum stærri og hrikalegri og stundum talin einhvers konar eldri kynstofn en mennirnir.

Tröllkarl og tröllkerling.

Heimildir og mynd:

...