Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvort kemur Kertasníkir til byggða aðfaranótt aðfangadags eða jóladags?

EDS

Stekkjastaur, fyrsti jólasveinninn, kemur til byggða aðfaranótt 12. desember. Svo fylgja bræður hans einn og einn í senn þar til Kertasníkir, sá síðasti, skilar sér aðfaranótt aðfangadags, 24. desember.Vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana sem margir kannast við virðast þó rugla einhverja í ríminu þegar kemur að Kertasníki þar sem hann virðist koma að kvöldi aðfangadags. Um hann segir í vísunum.

Þrettándi var Kertasníkir,

- þá var tíðin köld,

ef ekki kom hann síðastur

á aðfangadagskvöld.

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fjallar um þennan misskilning í bók sinni Saga jólanna. Þar segir:
Af þessu [vísunni] hafa rökvís börn dregið þá ályktun, að allir jólasveinar komi á kvöldin. Þetta ber hinsvegar svo að skilja, að Kertasníkir komi að jafnaði eldsnemma morguns á aðfangadag eins og bræður hans, nema tíðin sé mjög köld og mikil ófærð svo hann geti ekki komist alla leið fyrr en um kvöldið (bls. 104).

Lesa má jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum með því að smella hér.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvenær kemur Kertasníkir til byggða? Aðfaranótt aðfangadags eða jóladags? Ég vísa til vísu Jóhannesar úr Kötlum.

Höfundur

Útgáfudagur

23.12.2009

Spyrjandi

Vala Tryggvadóttir

Tilvísun

EDS. „Hvort kemur Kertasníkir til byggða aðfaranótt aðfangadags eða jóladags?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2009. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12802.

EDS. (2009, 23. desember). Hvort kemur Kertasníkir til byggða aðfaranótt aðfangadags eða jóladags? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12802

EDS. „Hvort kemur Kertasníkir til byggða aðfaranótt aðfangadags eða jóladags?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2009. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12802>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort kemur Kertasníkir til byggða aðfaranótt aðfangadags eða jóladags?
Stekkjastaur, fyrsti jólasveinninn, kemur til byggða aðfaranótt 12. desember. Svo fylgja bræður hans einn og einn í senn þar til Kertasníkir, sá síðasti, skilar sér aðfaranótt aðfangadags, 24. desember.Vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana sem margir kannast við virðast þó rugla einhverja í ríminu þegar kemur að Kertasníki þar sem hann virðist koma að kvöldi aðfangadags. Um hann segir í vísunum.

Þrettándi var Kertasníkir,

- þá var tíðin köld,

ef ekki kom hann síðastur

á aðfangadagskvöld.

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fjallar um þennan misskilning í bók sinni Saga jólanna. Þar segir:
Af þessu [vísunni] hafa rökvís börn dregið þá ályktun, að allir jólasveinar komi á kvöldin. Þetta ber hinsvegar svo að skilja, að Kertasníkir komi að jafnaði eldsnemma morguns á aðfangadag eins og bræður hans, nema tíðin sé mjög köld og mikil ófærð svo hann geti ekki komist alla leið fyrr en um kvöldið (bls. 104).

Lesa má jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum með því að smella hér.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvenær kemur Kertasníkir til byggða? Aðfaranótt aðfangadags eða jóladags? Ég vísa til vísu Jóhannesar úr Kötlum.
...