Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mikið hefur koltvísýringur í kringum jörðina aukist undanfarin 20 ár?

EDS

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Við fengum þessa spurningu, Hvað er mikið af koltvísýringi í loftinu?, og því ákvað ég að kíkja á Vísindavefinn. Sá þá svar við þessari spurningu Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?

Þarna eru tölur fyrir árið 2000. Ég velti fyrir mér hvort hægt sé að uppfæra með nýrri tölum?

Svarið við spurningunni sem spyrjandi vísar til (Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?) er frá árinu 2002 og því sjálfsagt að taka saman í stuttu máli hvernig staðan hefur breyst. Við bendum lesendum engu að síður að skoða vel upprunalega svarið, enda standa allar útskýringar svarshöfundar þar fyllilega fyrir sínu, þó að styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu sé annar nú en þá.

Reglulegar mælingar á koltvíoxíði (CO2, sem einnig er nefnt koltvísýringur eða koltvíildi) í andrúmslofti hófust á Mauna Loa á Hawaii árið 1958. Þær sýna að styrkur CO2 hefur vaxið stöðugt allar götur síðan. Þegar áðurnefnt svar var birt á Vísindavefnum var styrkurinn 370 ppm[1] og hafði aukist um 33% frá því fyrir iðnbyltingu. Árið 2022 var styrkurinn hins vegar kominn eilítið yfir 418 ppm (ársmeðaltal, óstaðfestar tölur) sem er um 13% aukning á 20 ára tímabili. Augnabliksstyrkur (þ.e. dagsgildi) á Mona Loa í janúar 2023 var hins vegar kominn yfir 419 ppm.

Styrkur CO2 í lofthjúpnum mældur á Mauna Loa á Hawaii. Koltvíoxíð í andrúmsloftinu hefur aukist um 13% undanfarin 20 ár.

Tilvísun:
  1. ^ Styrkur CO2 er mældur í milljónustu hlutum og 278 ppm þýðir, að af hverjum milljón loftsameindum eru 278 sameindir CO2.

Heimildir og mynd:


Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands fær þakkir fyrir veitta aðstoð við gerð þessa svars.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.1.2023

Spyrjandi

Guðný Káradóttir

Tilvísun

EDS. „Hversu mikið hefur koltvísýringur í kringum jörðina aukist undanfarin 20 ár?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2023, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84538.

EDS. (2023, 23. janúar). Hversu mikið hefur koltvísýringur í kringum jörðina aukist undanfarin 20 ár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84538

EDS. „Hversu mikið hefur koltvísýringur í kringum jörðina aukist undanfarin 20 ár?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2023. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84538>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mikið hefur koltvísýringur í kringum jörðina aukist undanfarin 20 ár?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Við fengum þessa spurningu, Hvað er mikið af koltvísýringi í loftinu?, og því ákvað ég að kíkja á Vísindavefinn. Sá þá svar við þessari spurningu Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?

Þarna eru tölur fyrir árið 2000. Ég velti fyrir mér hvort hægt sé að uppfæra með nýrri tölum?

Svarið við spurningunni sem spyrjandi vísar til (Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?) er frá árinu 2002 og því sjálfsagt að taka saman í stuttu máli hvernig staðan hefur breyst. Við bendum lesendum engu að síður að skoða vel upprunalega svarið, enda standa allar útskýringar svarshöfundar þar fyllilega fyrir sínu, þó að styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu sé annar nú en þá.

Reglulegar mælingar á koltvíoxíði (CO2, sem einnig er nefnt koltvísýringur eða koltvíildi) í andrúmslofti hófust á Mauna Loa á Hawaii árið 1958. Þær sýna að styrkur CO2 hefur vaxið stöðugt allar götur síðan. Þegar áðurnefnt svar var birt á Vísindavefnum var styrkurinn 370 ppm[1] og hafði aukist um 33% frá því fyrir iðnbyltingu. Árið 2022 var styrkurinn hins vegar kominn eilítið yfir 418 ppm (ársmeðaltal, óstaðfestar tölur) sem er um 13% aukning á 20 ára tímabili. Augnabliksstyrkur (þ.e. dagsgildi) á Mona Loa í janúar 2023 var hins vegar kominn yfir 419 ppm.

Styrkur CO2 í lofthjúpnum mældur á Mauna Loa á Hawaii. Koltvíoxíð í andrúmsloftinu hefur aukist um 13% undanfarin 20 ár.

Tilvísun:
  1. ^ Styrkur CO2 er mældur í milljónustu hlutum og 278 ppm þýðir, að af hverjum milljón loftsameindum eru 278 sameindir CO2.

Heimildir og mynd:


Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands fær þakkir fyrir veitta aðstoð við gerð þessa svars....