Sólin Sólin Rís 05:47 • sest 21:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:52 • Sest 06:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:29 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:11 • Síðdegis: 20:41 í Reykjavík

Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni?

Helgi Björnsson

Loftslag hlýnar vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Mælingar í gervitunglum, sem fara umhverfis jörðina utan við lofthjúpinn, sýna að æ minna af geislun frá jörðu kemst gegnum loftið út í himingeiminn. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir gleypa geislunina svo hitinn sleppur ekki út úr lofthjúpnum. Mælingar sýna að síðastliðin 150 ár hefur andrúmsloftið orðið stöðugt þéttari sæng utan um jörðina. Um 1850 var styrkur koltvísýrings um 270 milljónustuhlutar af rúmmáli lofts (ppm) en er nú 400 ppm. Styrkur koltvísýrings af mannavöldum hefur því hækkað um 40% og er orðinn meiri en verið hefur í 800.000 ár.

Loftslag hlýnar vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu.

Þetta sýna mælingar í loftbólum úr ískjörnum frá Suðurskautslandinu. Nú hlýnar um tíu sinnum hraðar en áður hefur sést á jörðinni. Rannsóknir á ískjörnum úr jöklum sýna að þegar fyrri kuldaskeiðum í sögu jarðar lauk hlýnaði um 5°C á fimm þúsund árum en nú gæti slík hlýnun orðið á nokkrum öldum, jafnvel á einni öld.

Þótt búast mætti við að á næstu þúsund árum kólnaði á norðurhveli jarðar vegna hægfara breytingar á lögun sporbaugs og möndulhalla jarðar vegur hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa það upp. Mestu skiptir hins vegar fyrir jarðarbúa hvernig hitastig verður næstu aldirnar.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

28.9.2016

Spyrjandi

Stefán Haukur Björnsson Waage

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 28. september 2016. Sótt 17. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72453.

Helgi Björnsson. (2016, 28. september). Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72453

Helgi Björnsson. „Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2016. Vefsíða. 17. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72453>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni?
Loftslag hlýnar vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Mælingar í gervitunglum, sem fara umhverfis jörðina utan við lofthjúpinn, sýna að æ minna af geislun frá jörðu kemst gegnum loftið út í himingeiminn. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir gleypa geislunina svo hitinn sleppur ekki út úr lofthjúpnum. Mælingar sýna að síðastliðin 150 ár hefur andrúmsloftið orðið stöðugt þéttari sæng utan um jörðina. Um 1850 var styrkur koltvísýrings um 270 milljónustuhlutar af rúmmáli lofts (ppm) en er nú 400 ppm. Styrkur koltvísýrings af mannavöldum hefur því hækkað um 40% og er orðinn meiri en verið hefur í 800.000 ár.

Loftslag hlýnar vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu.

Þetta sýna mælingar í loftbólum úr ískjörnum frá Suðurskautslandinu. Nú hlýnar um tíu sinnum hraðar en áður hefur sést á jörðinni. Rannsóknir á ískjörnum úr jöklum sýna að þegar fyrri kuldaskeiðum í sögu jarðar lauk hlýnaði um 5°C á fimm þúsund árum en nú gæti slík hlýnun orðið á nokkrum öldum, jafnvel á einni öld.

Þótt búast mætti við að á næstu þúsund árum kólnaði á norðurhveli jarðar vegna hægfara breytingar á lögun sporbaugs og möndulhalla jarðar vegur hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa það upp. Mestu skiptir hins vegar fyrir jarðarbúa hvernig hitastig verður næstu aldirnar.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda....