Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er upplýsingalæsi?

Baldur Sigurðsson

Upplýsingalæsi (e. information literacy, IL), er hæfni einstaklings til að rata í frumskógi upplýsinga, vita hvaða upplýsingar hann vantar og þekkja leiðir til að finna þær. Upplýsingalæsi er hæfni til að geta borið saman upplýsingar, metið áreiðanleika þeirra á gagnrýninn og greinandi hátt, skilja hvernig þær hafa orðið til, og geta unnið úr þeim þá þekkingu sem hann sækist eftir. Sá sem getur þetta er upplýsingalæs (e. information literate).

Upplýsingalæsi er mikilvæg forsenda þess að ná árangri í námi og geta tekið virkan þátt í upplýsingasamfélaginu sem ábyrgur samfélagsþegn.

Upplýsingalæsi er ein tegund hinna svokölluðu nýlæsa sem farið var að tala um og skilgreina í lok 20. aldar. Talað er um nýlæsi í fleirtölu, þau læsin, (e. new literacies), til aðgreiningar frá læsi í hefðbundinni merkingu, sem notað er um þá færni sem tengist rituðu máli (Lankshear og Knobel 2006). Fyrsta dæmi um notkun hugtaksins new literacies er frá 1993 (New literacies, 2013, 11. mars) en hugmyndir um yfirfærða merkingu læsishugtaksins eru eldri.

Upplýsingalæsi er hæfni einstaklings til að rata í frumskógi upplýsinga, vita hvaða upplýsingar hann vantar og þekkja leiðir til að finna þær.

Merking nýlæsa er alls ekki skýrt skilgreind en kjarni merkingarinnar miðast við færni eða leikni sem nútímamönnum er nauðsynleg, með áherslu á notkun upplýsingatækni og miðlun. Þessi færni er því stundum kennd við 21. öldina (e. 21st century skills). Það er í raun miklu eðlilegra því sum þessi færni á lítið skylt við að lesa og skrifa að öðru leyti en því að almennt læsi á texta og tölur er undirstaða annarrar færni.

Nýlæsi eru fjölmörg og hvert læsi hefur sitt heiti. Eftir aldamótin 2000 hefur meðal annars mátt heyra nefnd þessi læsi: fjármálalæsi (e. financial literacy), netlæsi (e. internet literacy), nýmiðlalæsi (e. new media literacy), sjálfbærnilæsi (e. sustainability literacy), stafrænt læsi (e. digital literacy), tölvulæsi (e. computer literacy), upplýsinga- og samskiptatæknilæsi (e. ICT-literacy) og upplýsingalæsi (e. information literacy),

Hugtakið upplýsingalæsi á uppruna sinn í faglegri umræðu bókasafns- og upplýsingafræðinga (Ingibjörg Sverrisdóttir, 2001). Það er talið hafa verið fyrst notað árið 1974 í tengslum við að kenna unga fólki að nota bókasöfn og aðra gagnagrunna eða upplýsingalindir. Merking hugtaksins hefur síðan þróast mikið. Í byrjun var áherslan á hæfni í að finna réttar heimildir á bókasafni en með auknu upplýsingastreymi um allt samfélagið fer upplýsingalæsi að snúast æ meira um að geta greint hvaða upplýsingar eru áreiðanlegar í samfélagi þar sem ríkir upplýsingaóreiða (e. information disorder) í daglegum fréttaflutningi og í umfjöllun um málefni þar sem hagsmunir eru í húfi, og almenningur þarf að geta varist hvers konar falsfréttum.

Núorðið snýst upplýsingalæsi um:

  1. færnina að velja og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og greinandi hátt, að meta áreiðanleika upplýsinga sem berast að fólki úr öllum áttum, og nota þær á ábyrgan og siðrænan hátt til að svara spurningum eða auka þekkingu,
  2. færnina að geta lesið myndmál, metið og skilið gangverk fjölmiðlunar og margmiðlunar í að framleiða og dreifa upplýsingum um heimsbyggðina.

Upplýsingalæsi tekur því til annarra tegunda nýlæsa svo sem miðlalæsis (e. media literacy) og myndlæsis (e. visual literacy). Skilgreiningar á upplýsingalæsi má finna á heimasíðum háskólabókasafna víða um heim. Þær eru svolítið mismunandi en kjarni þeirra er hinn sami.

Heimildir

Mynd:

Höfundur

Baldur Sigurðsson

prófessor emeritus á Menntavísindasviði HÍ

Útgáfudagur

14.2.2023

Síðast uppfært

19.2.2023

Spyrjandi

Margrét Lilja

Tilvísun

Baldur Sigurðsson. „Hvað er upplýsingalæsi?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2023, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84664.

Baldur Sigurðsson. (2023, 14. febrúar). Hvað er upplýsingalæsi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84664

Baldur Sigurðsson. „Hvað er upplýsingalæsi?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2023. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84664>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er upplýsingalæsi?
Upplýsingalæsi (e. information literacy, IL), er hæfni einstaklings til að rata í frumskógi upplýsinga, vita hvaða upplýsingar hann vantar og þekkja leiðir til að finna þær. Upplýsingalæsi er hæfni til að geta borið saman upplýsingar, metið áreiðanleika þeirra á gagnrýninn og greinandi hátt, skilja hvernig þær hafa orðið til, og geta unnið úr þeim þá þekkingu sem hann sækist eftir. Sá sem getur þetta er upplýsingalæs (e. information literate).

Upplýsingalæsi er mikilvæg forsenda þess að ná árangri í námi og geta tekið virkan þátt í upplýsingasamfélaginu sem ábyrgur samfélagsþegn.

Upplýsingalæsi er ein tegund hinna svokölluðu nýlæsa sem farið var að tala um og skilgreina í lok 20. aldar. Talað er um nýlæsi í fleirtölu, þau læsin, (e. new literacies), til aðgreiningar frá læsi í hefðbundinni merkingu, sem notað er um þá færni sem tengist rituðu máli (Lankshear og Knobel 2006). Fyrsta dæmi um notkun hugtaksins new literacies er frá 1993 (New literacies, 2013, 11. mars) en hugmyndir um yfirfærða merkingu læsishugtaksins eru eldri.

Upplýsingalæsi er hæfni einstaklings til að rata í frumskógi upplýsinga, vita hvaða upplýsingar hann vantar og þekkja leiðir til að finna þær.

Merking nýlæsa er alls ekki skýrt skilgreind en kjarni merkingarinnar miðast við færni eða leikni sem nútímamönnum er nauðsynleg, með áherslu á notkun upplýsingatækni og miðlun. Þessi færni er því stundum kennd við 21. öldina (e. 21st century skills). Það er í raun miklu eðlilegra því sum þessi færni á lítið skylt við að lesa og skrifa að öðru leyti en því að almennt læsi á texta og tölur er undirstaða annarrar færni.

Nýlæsi eru fjölmörg og hvert læsi hefur sitt heiti. Eftir aldamótin 2000 hefur meðal annars mátt heyra nefnd þessi læsi: fjármálalæsi (e. financial literacy), netlæsi (e. internet literacy), nýmiðlalæsi (e. new media literacy), sjálfbærnilæsi (e. sustainability literacy), stafrænt læsi (e. digital literacy), tölvulæsi (e. computer literacy), upplýsinga- og samskiptatæknilæsi (e. ICT-literacy) og upplýsingalæsi (e. information literacy),

Hugtakið upplýsingalæsi á uppruna sinn í faglegri umræðu bókasafns- og upplýsingafræðinga (Ingibjörg Sverrisdóttir, 2001). Það er talið hafa verið fyrst notað árið 1974 í tengslum við að kenna unga fólki að nota bókasöfn og aðra gagnagrunna eða upplýsingalindir. Merking hugtaksins hefur síðan þróast mikið. Í byrjun var áherslan á hæfni í að finna réttar heimildir á bókasafni en með auknu upplýsingastreymi um allt samfélagið fer upplýsingalæsi að snúast æ meira um að geta greint hvaða upplýsingar eru áreiðanlegar í samfélagi þar sem ríkir upplýsingaóreiða (e. information disorder) í daglegum fréttaflutningi og í umfjöllun um málefni þar sem hagsmunir eru í húfi, og almenningur þarf að geta varist hvers konar falsfréttum.

Núorðið snýst upplýsingalæsi um:

  1. færnina að velja og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og greinandi hátt, að meta áreiðanleika upplýsinga sem berast að fólki úr öllum áttum, og nota þær á ábyrgan og siðrænan hátt til að svara spurningum eða auka þekkingu,
  2. færnina að geta lesið myndmál, metið og skilið gangverk fjölmiðlunar og margmiðlunar í að framleiða og dreifa upplýsingum um heimsbyggðina.

Upplýsingalæsi tekur því til annarra tegunda nýlæsa svo sem miðlalæsis (e. media literacy) og myndlæsis (e. visual literacy). Skilgreiningar á upplýsingalæsi má finna á heimasíðum háskólabókasafna víða um heim. Þær eru svolítið mismunandi en kjarni þeirra er hinn sami.

Heimildir

Mynd:...