Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað er hraðtíska eða skynditíska og hvaða áhrif hefur hún?

Ásdís Jóelsdóttir

Tíska og margt sem henni tengist er sannkallað stórveldi í viðskiptaheiminum og hluti af öflugu markaðs- og neyslukerfi nútímans. Tískuframleiðsla og allt umhverfi tískunnar hefur um árabil þróast í þá átt að verða að einni mikilvægasta tekjulind öflugustu ríkja heims. Fastmótuð menning sem er inngreypt í hagkerfi heimsins hefur byggst upp í kringum tísku. Stór auglýsingaiðnaður hefur orðið til í tengslum við tísku og vinsælar verslunargötur og vöruhús sem selja tískuvörur finnast í öllum stærri borgum heims og mörgum minni borgum líka.

Auglýsingar í ýmsum miðlum gegna meðal annars því hlutverki að stýra neytendum inn í hringiðu tískunnar en um leið missa margir virðinguna fyrir fatnaðinum. Vandamálið er meðal annars fólgið í því að neytendur hafa þörf fyrir að fylgja tískunni en vilja samt greiða sem minnst fyrir fatnaðinn. Framleiðendur hafa svarað þeirri eftirspurn með því að nýta ódýrt vinnuafl í láglaunalöndum, víðs fjarri heimamörkuðum.

Hraðtíska eða skynditíska einkennist af tiltölulega ódýrum fatnaði sem hefur skamman líftíma. Yfirleitt er fatnaðurinn framleiddur af ódýru vinnuafli og gjarnan við óviðunandi aðstæður.

Í dag eru hugtökin „fast“ eða „slow“ notuðu í heimi tískuframleiðslu; 'fast fashion' eða hraðtíska (skynditíska) er notað um vörur þar sem framleiðslan er hröð og 'slow fashion' eða hægtíska þar sem framleiðsluferlin eru hægari. Í hraðtískunni snúast áherslur um að framleiða sem mest fyrir sem minnstan kostnað til þess að halda í við nýjustu tískustraumana. Því fylgir að framleiðslan byggist á láglaunuðu starfsfólk sem oft vinnur við heilsuspillandi aðstæður auk þess sem framleiðslunni fylgir yfirleitt umhverfismengun.

Í hraðri framleiðslu er minna úrval af stærðum, lítil fjölbreytni í fatnaði og sniðin einföld. Þannig er hægt að framleiða hraðar og meira og með því halda verðlaginu niðri. Líftími fatnaðar er stuttur vegna þess að lítil áhersla er lögð á gæðahráefni og gæðaframleiðslu. Í skynditískunni breytist tískan líka hratt og stöðugt er verið að koma með eitthvað nýtt og ódýrt á markaðinn sem hefur skamman líftíma, jafnvel í hverri viku þannig að neytendum finnst þeir vera knúnir til að kaupa alltaf eitthvað nýtt og henda því sem komið er úr tísku. Á ensku er talað um „buy and throw“ í þessu samhengi. Framleiðslan á þannig að borga sig gagnvart eigendunum sjálfum með lágum launakostnaði, hraðri framleiðslu, tiltölulega ódýrum fatnaði sem nær til stærri neytendahóps og klókindum í markaðssetningu.

Í hægtískunni eru meiri líkur á að hægt sé að rekja framleiðsluferlið og treysta upplýsingum um hvaðan fatnaðurinn á uppruna sinn og við hvaða aðstæður hann er búinn til. Það á bæði við um starfsfólkið sem vinnur að framleiðslunni og starfsumhverfi þess. Hér er átt við fatnað og aðrar textílafurðir sem merktar eru viðurkenndum og vottuðum umhverfismerkjum, eins og Fairtrade og GOTS (e. Global Organic Textile Standard).

Heimild og frekari fróðleikur:
  • Ásdís Jóelsdóttir. (2021). Sjálfbærni í textíl: Neysla, nýting og nýsköpun.

Mynd:

Höfundur

Ásdís Jóelsdóttir

lektor í textíl og hönnun á Menntavísindasviði HÍ

Útgáfudagur

2.11.2023

Spyrjandi

Kolbrún Eva

Tilvísun

Ásdís Jóelsdóttir. „Hvað er hraðtíska eða skynditíska og hvaða áhrif hefur hún?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2023. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84773.

Ásdís Jóelsdóttir. (2023, 2. nóvember). Hvað er hraðtíska eða skynditíska og hvaða áhrif hefur hún? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84773

Ásdís Jóelsdóttir. „Hvað er hraðtíska eða skynditíska og hvaða áhrif hefur hún?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2023. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84773>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hraðtíska eða skynditíska og hvaða áhrif hefur hún?
Tíska og margt sem henni tengist er sannkallað stórveldi í viðskiptaheiminum og hluti af öflugu markaðs- og neyslukerfi nútímans. Tískuframleiðsla og allt umhverfi tískunnar hefur um árabil þróast í þá átt að verða að einni mikilvægasta tekjulind öflugustu ríkja heims. Fastmótuð menning sem er inngreypt í hagkerfi heimsins hefur byggst upp í kringum tísku. Stór auglýsingaiðnaður hefur orðið til í tengslum við tísku og vinsælar verslunargötur og vöruhús sem selja tískuvörur finnast í öllum stærri borgum heims og mörgum minni borgum líka.

Auglýsingar í ýmsum miðlum gegna meðal annars því hlutverki að stýra neytendum inn í hringiðu tískunnar en um leið missa margir virðinguna fyrir fatnaðinum. Vandamálið er meðal annars fólgið í því að neytendur hafa þörf fyrir að fylgja tískunni en vilja samt greiða sem minnst fyrir fatnaðinn. Framleiðendur hafa svarað þeirri eftirspurn með því að nýta ódýrt vinnuafl í láglaunalöndum, víðs fjarri heimamörkuðum.

Hraðtíska eða skynditíska einkennist af tiltölulega ódýrum fatnaði sem hefur skamman líftíma. Yfirleitt er fatnaðurinn framleiddur af ódýru vinnuafli og gjarnan við óviðunandi aðstæður.

Í dag eru hugtökin „fast“ eða „slow“ notuðu í heimi tískuframleiðslu; 'fast fashion' eða hraðtíska (skynditíska) er notað um vörur þar sem framleiðslan er hröð og 'slow fashion' eða hægtíska þar sem framleiðsluferlin eru hægari. Í hraðtískunni snúast áherslur um að framleiða sem mest fyrir sem minnstan kostnað til þess að halda í við nýjustu tískustraumana. Því fylgir að framleiðslan byggist á láglaunuðu starfsfólk sem oft vinnur við heilsuspillandi aðstæður auk þess sem framleiðslunni fylgir yfirleitt umhverfismengun.

Í hraðri framleiðslu er minna úrval af stærðum, lítil fjölbreytni í fatnaði og sniðin einföld. Þannig er hægt að framleiða hraðar og meira og með því halda verðlaginu niðri. Líftími fatnaðar er stuttur vegna þess að lítil áhersla er lögð á gæðahráefni og gæðaframleiðslu. Í skynditískunni breytist tískan líka hratt og stöðugt er verið að koma með eitthvað nýtt og ódýrt á markaðinn sem hefur skamman líftíma, jafnvel í hverri viku þannig að neytendum finnst þeir vera knúnir til að kaupa alltaf eitthvað nýtt og henda því sem komið er úr tísku. Á ensku er talað um „buy and throw“ í þessu samhengi. Framleiðslan á þannig að borga sig gagnvart eigendunum sjálfum með lágum launakostnaði, hraðri framleiðslu, tiltölulega ódýrum fatnaði sem nær til stærri neytendahóps og klókindum í markaðssetningu.

Í hægtískunni eru meiri líkur á að hægt sé að rekja framleiðsluferlið og treysta upplýsingum um hvaðan fatnaðurinn á uppruna sinn og við hvaða aðstæður hann er búinn til. Það á bæði við um starfsfólkið sem vinnur að framleiðslunni og starfsumhverfi þess. Hér er átt við fatnað og aðrar textílafurðir sem merktar eru viðurkenndum og vottuðum umhverfismerkjum, eins og Fairtrade og GOTS (e. Global Organic Textile Standard).

Heimild og frekari fróðleikur:
  • Ásdís Jóelsdóttir. (2021). Sjálfbærni í textíl: Neysla, nýting og nýsköpun.

Mynd:

...