Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins agúrka í íslensku?

Guðrún Kvaran

Agúrka er ávöxtur gúrkuplöntunnar (Cucumis sativus). Orðið er tökuorð í íslensku úr dönsku agurk sem annaðhvort er fengið úr hollensku eða lágþýsku agurk, augurk, pólsku ogórek en þangað er orðið komið úr síðgrísku angoúrion ‘vatnsmelóna’ sem fengið er úr persnesku angõrah ‘vatnsmelóna’. Annar möguleiki er að orðið sé upphaflega komið úr grísku águros ‘óþroskaður ávöxtur’.

Agúrka er ávöxtur gúrkuplöntunnar (Cucumis sativus). Elsta dæmi um orðið agúrka í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá árinu 1770.

Ritmálssafn Orðabókar Háskólans hefur elst dæmi um orðið agúrka úr ritinu Islendsk Urtagards Bok Søfnud og samannteken Bændum og Alþydu aa Islande til reynslu og nota eftir Ólaf Olavius frá 1770. Styttingin gúrka er einnig tökuorð annaðhvort úr þýsku Gurke eða sænsku gurka en elst dæmi um hana er úr riti eftir Eggert Ólafsson frá 1774. Orðin agúrka og gúrka virðast notuð nú jöfnum höndum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.8.2023

Spyrjandi

Donata

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins agúrka í íslensku?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2023, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84856.

Guðrún Kvaran. (2023, 8. ágúst). Hver er uppruni orðsins agúrka í íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84856

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins agúrka í íslensku?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2023. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84856>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins agúrka í íslensku?
Agúrka er ávöxtur gúrkuplöntunnar (Cucumis sativus). Orðið er tökuorð í íslensku úr dönsku agurk sem annaðhvort er fengið úr hollensku eða lágþýsku agurk, augurk, pólsku ogórek en þangað er orðið komið úr síðgrísku angoúrion ‘vatnsmelóna’ sem fengið er úr persnesku angõrah ‘vatnsmelóna’. Annar möguleiki er að orðið sé upphaflega komið úr grísku águros ‘óþroskaður ávöxtur’.

Agúrka er ávöxtur gúrkuplöntunnar (Cucumis sativus). Elsta dæmi um orðið agúrka í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá árinu 1770.

Ritmálssafn Orðabókar Háskólans hefur elst dæmi um orðið agúrka úr ritinu Islendsk Urtagards Bok Søfnud og samannteken Bændum og Alþydu aa Islande til reynslu og nota eftir Ólaf Olavius frá 1770. Styttingin gúrka er einnig tökuorð annaðhvort úr þýsku Gurke eða sænsku gurka en elst dæmi um hana er úr riti eftir Eggert Ólafsson frá 1774. Orðin agúrka og gúrka virðast notuð nú jöfnum höndum.

Heimildir og mynd:

...